Morgunblaðið - 03.02.2017, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017
Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur
eru tilnefndar til Viðurkenningar
Hagþenkis, félags höfunda fræðirita
og kennslugagna, fyrir árið 2016.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt
viðurkenningu fyrir fræðirit, náms-
gögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis
til almennings. Árið 2006 var tekin
upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höf-
unda og bækur er til greina kæmu.
Viðurkenningarráð Hagþenkis
stendur að valinu, en það skipa að
þessu sinni Baldur Sigurðsson,
Guðný Hallgrímsdóttir, Kristinn
Haukur Skarphéðinsson, Sólrún
Harðardóttir og Þórunn Blöndal.
Viðurkenning Hagþenkis 2016
verður veitt við hátíðlega athöfn í
Þjóðarbókhlöðunni um mánaðamót
febrúar og mars. Verðlaunin nema
einni milljón króna. Á Degi bók-
arinnar 23. apríl munu Hagþenkir
og Borgarbókasafnið standa fyrir
kynningu á tilnefndum verkum í
samstarfi við höfundana.
Eftirfarandi höfundar og bækur
eru tilnefnd í stafrófsröð höfunda:
Ársæll Már Arnarsson. Síðustu ár
sálarinnar. Háskólaútgáfan.
„Fléttað er saman á líflegan hátt
hugmyndum ólíkra fræðigreina um
sálina, allt frá Forn-Grikkjum til
vorra daga,“ segir í umsögn ráðsins.
Bergsveinn Birgisson. Leitin að
svarta víkingnum. Bjartur.
„Ævintýraleg saga Geirmundar
heljarskinns lifnar í samspili við
fræðilega rannsókn höfundar og úr
verður nýstárleg og trúverðug frá-
sögn.“
Elín Bára Magnúsdóttir. Eyr-
byggja saga. Efni og höfund-
areinkenni. Bókmennta- og list-
fræðistofnun Háskóla Íslands, og
Háskólaútgáfan.
„Aðgengileg greining á flókinni sögu
og höfundi hennar er sett í samhengi
við valdabaráttu þjóðveldisaldar.“
Garðar Gíslason. Á ferð um sam-
félagið. Þjóðfélagsfræði. Mennta-
málastofnun.
„Vel ígrundað námsefni sem hvetur
nemendur til að nota fjölbreyttar
heimildir og hugsa á gagnrýninn og
skapandi hátt.“
Guðrún Ingólfsdóttir. Á hverju
liggja ekki vorar göfugu kellíngar.
Bókmenning íslenskra kvenna frá
miðöldum fram á 18. öld. Háskóla-
útgáfan.
„Ítarlegt verk um lítt kannað efni
sem varpar ljósi á sambúð kvenna og
bóka á miðöldum.“
Helgi Hallgrímsson. Fljótsdæla.
Mannlíf og náttúrufar í Fljótsdals-
hreppi. Skrudda.
„Af alúð og víðtækri þekkingu er
fléttað saman sögu, náttúru og
mannlífi í Fljótsdal. Vandað og ríku-
lega myndskreytt verk.“
Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna
Þ. Guðmundsdóttir (ritstj.). Lands-
nefndin fyrri 1770-1771. Den is-
landske Landkommission 1770-1771,
I og II. Þjóðskjalasafn Íslands.
Sögufélag.
„Einstaklega vönduð útgáfa á frum-
heimildum um íslenskt samfélag á
18. öld. Ítarlegur inngangur, orð-
skýringar og vefsíða gefa verkinu
aukið gildi.“
Steinunn Knútsdóttir. Lóðrétt
rannsókn. Ódauðleg verk Áhuga-
leikhúss atvinnumanna 2005-2015.
Listaháskóli Íslands og Háskóla-
útgáfan.
„Óvenjuleg innsýn í hugmyndafræði
um leikhús og hvernig unnið er að
leikverkum frá fyrstu hugmynd til
sýninga.“
Viðar Hreinsson. Jón lærði og
náttúra náttúrunnar. Lesstofan.
„Með nærfærnum hætti er fjallað
um ævintýralegt lífshlaup manns á
mörkum forneskju og nútímafræða í
samhengi við evrópska vísindasögu.“
Úlfhildur Dagsdóttir. Sjónsbók.
Ævintýrið um höfundinn, súrreal-
isma og sýnir. JPV.
„Fjallað er af þekkingu og innsæi
um verk sérstæðs höfundar og ferill-
inn tengdur við lífssýn hans og
stefnur í listum. “
Tilnefningar Hagþenkis 2016
Tíu framúrskarandi rit tilnefnd fyrir árið 2016 Verðlaunin
afhent í marsbyrjun Verðlaunaféð nemur einni milljón
Bækur tilnefndar Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höf-
unda fræðirita og kennslugagna, voru kynntar í Grófarhúsi í gær.
Safnanótt á Vetrarhátíð verður
haldin í kvöld, en þá opna 45 söfn á
öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar
frá kl. 18-23 og bjóða upp á
skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.
„Íbúar og gestir borgarinnar á öllum
aldri geta notið yfir 120 viðburða af
öllum stærðum og gerðum í söfnum
á höfuðborgarsvæðinu. Það verður
m.a. hægt að fara í pulsupartí í
Garðskálanum í Gerðarsafni í Kópa-
vogi, gera draugagrímur á Bóka-
safninu á Seltjarnarnesi, fara á opn-
un sýningar á verkum Ilmar
Stefánsdóttur í Hafnarhúsinu, fara í
jóga í Bókasafni Mosfellsbæjar,
heyra spennandi þjóðsögu á Hvala-
sýningunni, sjá ljósasirkus í Borgar-
bókasafninu Grófinni, fara í forn-
leifakjallarann á Bessastöðum, sjá
alvöru víkinga á Sögusafninu, fara í
ratleik í Hönnunarsafninu í Garða-
bæ, fara til spákonu eða taka þátt í
draugagöngu á Árbæjarsafni, sjá
norðurljósin í Auroru Reykjavík,
skoða myntir í Seðlabankanum, sjá
drauga fortíðar í Hinu húsinu, sjá al-
vöru eldsmiði og víkinga á Land-
námssýningunni, hlusta á pönk-
hljómsveitir í Pönksafninu, kíkja á
alls konar merkilegar listsýningar á
listasöfnum borgarinnar eða fara í
stjörnuskoðun í Bókasafni Hafn-
arfjarðar,“ segir í tilkynningu frá
Höfuðborgarstofu.
Sérstakur Safnanæturstrætó
gengur á milli safnanna á öllu höf-
uðborgarsvæðinu og auðveldar gest-
um heimsóknina. „Safnanætur-
strætó verður með óvenjulegu sniði í
ár en Kvikmyndasafn Íslands hefur
útbúið þrjá keyrandi bíósali um borð
í strætó og sýnir einstakt heimildar-
efni af ýmsum toga um borð.“ Vagn-
arnir verða á sveimi milli kl. 18-23,
en miðstöð þeirra verður á Kjarvals-
stöðum.
120 viðburðir á Safnanótt
Ljósmynd/ Ragnar Th. Sigurðsson
Strætó Sérstakur Safnanæturstrætó gengur á milli safnanna 45.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Úti að aka (Stóra svið)
Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn
Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn.
Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s
Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s
Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s
Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s
Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s
Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Ræman (Nýja sviðið)
Fös 3/2 kl. 20:00 10.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 11.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 12.sýn
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Hún Pabbi (Litla svið )
Sun 5/2 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 11.sýn Fös 10/2 kl. 20:00 12.sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Illska (Litla sviðið)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn
Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn
Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Salka Valka (Stóra svið)
Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn
Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
#islenskaoperan · Miðasala: opera.is
HEFUR ÞÚ UPPLIFAÐ ÁSTARSORG?
ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU
FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU
LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN:
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR,
ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG
EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn
Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 4/3 kl. 19:30 40.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn
Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fim 23/2 kl. 19:30 43.sýn
Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 44.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Gott fólk (Kassinn)
Sun 12/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn
Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 5/3 kl. 13:00 10.sýn
Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 5/3 kl. 16:00 11.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Sun 5/2 kl. 14:00 Mið 8/2 kl. 19:30 Fim 9/2 kl. 19:30
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn
Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Fim 23/2 kl. 20:00 31.sýn
Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fös 24/2 kl. 20:00 32.sýn
Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 24/2 kl. 22:30 33.sýn
Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 25/2 kl. 20:00 34.sýn
Fös 10/2 kl. 20:30 22.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Lau 25/2 kl. 22:30 35.sýn
Fös 10/2 kl. 23:00 23.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Fim 2/3 kl. 20:00 36.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00
Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00
Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Aukasýningar - aðeins þessar sýningar