Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Verðdæmi
galli
EN471
á
900
vsk
Kulda
Dickies
fr
19.
m/
Vandaður
sýnileikafatnaður
á góðu verði
Fréttahaukar komust í feitt þeg-ar þeir töldu að Trump hefði
sagt í ræðu að Svíþjóð, af öllum
löndum, hefði lent í hryðjuverka-
árás. Trump sagði þetta ekki beint,
en hefði mátt vera nákvæmari.
Trump er heppinn að hafa ekkisagt á fjöldafundi að ríki
Bandaríkjanna væru 55 eins og
Obama varð á. Allir sáu að Obama
hafði mismælt sig. Reyndar er til
fjölbreytt samantekt á slíkum um-
mælum Obama, sem ekkert var
gert með, því að sannir fjölmiðla-
menn vita að Obama er enginn asni.
Obama hélt blaðamannafundi ognáði að svara í löngu máli 3
eða 4 spurningum handvalinna
blaðamanna sem spurðu eins og
þeir væru með frændum í ferming-
arveislu. Trump hélt 87 mínútna
blaðamannafund og lét fréttamenn
heyra álit sitt á þeim, sem er ekki
nýtt. Svo svaraði hann fjölda spurn-
inga og ekki úr fjölskylduboðum
forsetans. Fundurinn var fjörlegur.
Hvort sem Trump fór hryðju-verkavillt varðandi Svíþjóð
eða ekki, má aldrei gleyma því að
eitt svæsnasta hryðjuverkið var
framið í friðsældarríkinu Noregi.
Þar var ekki herskár múslimi á
ferð, heldur innfæddur ofstækis-
maður.
Daginn eftir ræðu Trumps fórsænsk lögregla á tugum bíla
inn í úthverfi Stokkhólms. Þar var
kveikt í bílum og eignum og óöld
brast á, en enginn var handtekinn!
Fréttaflutningur var eftirtektar-verður.
Valin varfærni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.2., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Bolungarvík -3 snjókoma
Akureyri 1 alskýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 0 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 léttskýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki -3 heiðskírt
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 9 súld
Dublin 12 skýjað
Glasgow 10 rigning
London 12 alskýjað
París 11 alskýjað
Amsterdam 9 heiðskírt
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 10 skúrir
Moskva 1 snjóél
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 16 heiðskírt
Róm 13 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg 1 snjókoma
Montreal -4 alskýjað
New York 4 léttskýjað
Chicago 13 þoka
Orlando 21 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:59 18:25
ÍSAFJÖRÐUR 9:11 18:22
SIGLUFJÖRÐUR 8:54 18:05
DJÚPIVOGUR 8:30 17:52
Stefnt er að því að kynna niðurstöð-
ur endurupptökunefndar í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu á föstu-
dag. Úrskurðir er varða sex
manneskjur, sem sakfelldar voru í
málunum á sínum tíma, verða birtir
kl. 14 þann dag. Um er að ræða þau
Sævar Ciesielski, Tryggva Rúnar
Leifsson, Albert Klahn Skaftason,
Guðjón Skarphéðinsson, Erlu Bolla-
dóttur og Kristján Viðar Viðarsson.
Björn L. Bergsson, formaður end-
urupptökunefndar, vildi í samtali við
mbl.is í gær ekki gefa upp fyrir fram
hver niðurstaða nefndarinnar væri
en sagði að ákvörðun hennar væri
endanleg. Það þýði að ef nefndin
synji málinu endurupptöku sé því
lokið og ef hún mæli fyrir endurupp-
töku verði málsaðilar að beina því til
viðkomandi dómstóls sem síðan taki
afstöðu til málsins. Björn sagðist
fagna því að komið væri að þessum
tímapunkti en nefndin hefur haft
málið til umfjöllunar í á þriðja ár.
Ábending barst frá manni um
miðjan nóvember síðastliðinn, sem
sögð var í tengslum við hvarf Geir-
finns Einarssonar, og var ákveðið að
skoða hana nánar. Við það var kynn-
ingu á niðurstöðu nefndarinnar
frestað, en Björn sagði að þessi
ábending hefði ekki haft nein áhrif á
niðurstöðuna. sunna@mbl.is
Niðurstaðan kynnt á föstudag
Endurupptökunefnd í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu komin að niðurstöðu
Úr réttarsal Myndin sýnir réttar-
höld í Geirfinnsmálinu.
Útgáfufélagið
Pressan tók
formlega við
eignarhaldi á
Birtíngi útgáfu-
félagi í gær. Á
hluthafafundi var
ný stjórn Birt-
íngs kjörin og í
henni sitja Björn
Ingi Hrafnsson
stjórnarformað-
ur, Matthías Björnsson og Sigurvin
Ólafsson. Karl Steinar Óskarsson
verður áfram framkvæmdastjóri.
Í tilkynningu frá Pressunni segir
að á fundi með starfsmönnum Birt-
íngs hafi forsvarsmenn Pressunnar
kynnt sýn sína á möguleika tímarita
Birtíngs. Fram hafi komið í máli
Björns Inga Hrafnssonar, nýs útgef-
anda Birtíngs, að gert sé ráð fyrir að
Séð og heyrt og Nýtt líf hefji fljót-
lega göngu sína að nýju, en bæði
tímaritin hafa verið í útgáfuhléi frá
áramótum. Á næstunni verði kynnt-
ar margvíslegar aðgerðir til að sækja
fram í útgáfu á vegum samstæð-
unnar, en Pressan og einstök dótt-
urfélög hennar gefa nú út tæplega
þrjátíu fjölmiðla hér á landi.
Pressan er nú eigandi alls hluta-
fjár í Birtíngi.
Séð og heyrt Hefur
verið í útgáfuhléi.
Pressan er
tekin við
Nýtt líf og Séð og
heyrt koma út að nýju