Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017
tm.is tm@tm.is \ 515 2000
Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinumog skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast
skal stjórn félagsins skriflega eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi
6. mars næstkomandi.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd.
Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í
samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins – tm.is/fjarfestar. Rafrænt
umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst.
Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski
hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skrif lega og fá sendan
atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm
dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á
venjulegum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til ogmeðmiðvikudeginum 15. mars
2017, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum
atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt
henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af
stjórn félagsins 18. desember 2013.
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm
dögum fyrir hluthafafundinn.
Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur í
té og unnt er að nálgast á vefsíðu félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Í tilkynningunni
skal veita greinargóðar upplýsingar umþau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu,
sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta
og undirritaða framboðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests með tölvuskeyti á
netfangið stjorn@tm.is.
Dagskrá aðalfundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar
nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins (www.tm.is/
fjarfestar). Að auki mun ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins, skýrsla
stjórnar, skýrsla endurskoðenda og tillaga stjórnar um starfskjarastefnu liggja
frammi á skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir
fundinn.
Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar
um framboð til stjórnar.
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukku-
stund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Tryggingamiðstöðin hf.
Aðalfundur 2017
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2017
kl. 16.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu
endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins.
4. Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa
á eigin bréfum.
5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu fyrirtækisins.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Önnurmál löglega fram borin.
DAGSKRÁ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkur hinn 15. febrúar síðast-
liðinn var lögð fram tillaga að skipu-
lagslýsingu vegna fyrirhugaðrar
vinnu við deiliskipulag Bryggju-
hverfis, vestursvæði 4. Þetta svæði
nær til núverandi landfyllingar vest-
ur af Bryggjuhverfi en þar er Björg-
un ehf. með starfsemi sína.
Áhugasamir geta kynnt sér tillög-
una á heimasíðu Reykjavíkur-
borgar.
Þessi skipulagslýsing er sú fyrsta
sem snýr að skipulagi og uppbygg-
ingu í Elliðaárvogi og Ártúnshöfða
en þarna stendur til mikil uppbygg-
ing á næstu árum. Í dag, miðviku-
dag, klukkan 17, verður kynning á
þessum áformum ásamt fleirum í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Kynningin er
öllum opin og þar verða einnig sýnd
módel.
Svæðið Elliðaárvogur/Ártúns-
höfði er í heild um 130 hektarar, þar
af 5 ha ný landfylling. Í Bryggju-
hverfinu er fastmótuð byggð en aðr-
ir hlutar svæðisins verða í þróun og
uppbyggingu. Einkum er gert ráð
fyrir íbúðarbyggð næst Elliðaárvog-
inum og Grafarvogi, en blöndu íbúða
og skrifstofa, verslana, þjónustu og
létts iðnaðar á syðri hluta svæðisins
og næst aðalgötum, Vesturlands-
vegi/Höfðabakka. Alls er gert ráð
fyrir um 2.800 nýjum íbúðum og 100
þúsund fermetrum atvinnuhúsnæðis
(nettóaukning), í skipulagslýsing-
unni. Hins vegar hafði íbúðunum
fjölgað í 5.100-5.600 með alls 12.600
íbúum í fréttatilkynningu sem barst
frá borginni síðdegis í gær. Áhersla
verður lögð á 2-5 hæða samfellda
byggð og borgarmiðað gatnakerfi. Á
svæðinu er í dag ýmis atvinnu-
starfsemi sem mun víkja, t.d.
steypustöðvar og malbikunarstöð.
Rammaskipulag fyrir Elliðaár-
vog/Ártúnshöfða var samþykkt í
byrjun þessa árs. Að því verkefni
var unnið af þverfaglegu teymi í
framhaldi af hugmyndasamkeppni
sem var haldin var 2014-2015. Vinn-
ingshafar samkeppninnar voru:
Arkís arkitektar, Landslag og Verk-
ís og unnu þeir tillögu að ramma-
skipulagi svæðisins. Svæðið sem
kynnt er í 1. áfanga verður viðbót
við Bryggjuhverfið, sem nú er að
verða fullbyggt. Stærstur hluti þess
svæðis sem hér um ræðir er land-
fylling og hefur verið lóð og athafna-
svæði Björgunar hf. Í október sl.
voru undirritaðir samningar milli
Faxaflóahafna sf. og Björgunar ehf.
um rýmingu fyrirtækisins af lóðinni
Sævarhöfði 33 og gerð 25.000 fer-
metra landfyllingar sem fyrsta
áfanga í stækkun Bryggjuhverfis-
ins. Landfyllingin kemur vestan við
athafnasvæði Björgunar.
Björgun skilaði stórum hluta lóð-
arinnar til Faxaflóahafna um síðustu
áramót en á meðan framkvæmdum
við landfyllinguna stendur fær
Björgun 40.000 fermetra leigða á
skammtímaleigu. Leigutíminn er til
loka maímánaðar 2019.
Reiknað er með að þau mannvirki
sem eru á lóðinni víki fyrir utan
sementstanka, sem eru syðst á
svæðinu. Samkvæmt áætlun mun
skipulagsferlið taka allt þetta ár og
því ljúka í desember næstkomandi.
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Hið nýja Bryggjuhverfi merkt með bláu, vest-
an við núverandi Bryggjuhverfi. Þetta verður 1. áfangi uppbyggingarinnar.
Nýtt Bryggjuhverfi kynnt
Skipulagslýsing nýs Bryggjuhverfis í Grafarvogi auglýst Verður 1. áfangi uppbyggingar í El-
liðaárvogi og á Ártúnshöfða Kynningarfundur í Ráðhúsinu Svæðið er 130 hektarar að stærð
Mynd/Reykjavíkurborg.
Nýtt útlit Svæðið mun fá gjörbreytt yfirbragð þegar uppbyggingu lýkur.
Morgunblaðið/RAX
Svæði Björgunar Mannvirki munu víkja, þó ekki sementstankarnir t.v.