Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 10

Morgunblaðið - 22.02.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 því að stutt sé við bakið á ritstýrðri blaðamennsku því hún verði mikil- vægari eftir því sem vinsældir órit- stýrðra samfélagsmiðla aukist. Facebook tekur til hjá sér Falsfréttir hefur oft borið á góma undanfarið, ekki síst eftir forseta- kjörið í Bandaríkjunum og embættistöku Donalds Trumps. Hann hefur jafnvel sakað virta fréttamiðla um að flytja falskar frétt- ir. Samfélagsmiðillinn Facebook hef- ur notið þess vafasama heiðurs að vera vettvangur sumra sem vilja koma fölskum fréttum á flot. Það hefur borið þann árangur að upp- spunnar „fréttir“ komast í um- ræðuna og rata jafnvel í virta rót- gróna fréttamiðla. Facebook reynir nú að grípa í taumana hvað þetta varðar. „Fréttir“ sem standast ekki skoðun fá merkingu um að efni þeirra sé dregið í efa með tilvísun í grein sem útskýrir hvers vegna það sé gert. Þá fá notendur viðvörun reyni þeir að deila falsfréttunum. Mark Zuckerberg, stofnandi Face- book, nefndi m.a. falsfréttir í langri stefnuyfirlýsingu sem hann sendi frá sér fimmtudaginn 16. febrúar sl. Hann fjallaði um mikilvægi frétta- flutnings fyrir upplýst samfélag og sagði að Facebook vildi leggja sitt af mörkum til að tryggja sjálfbærni þessa lífsnauðsynlega þáttar sam- félagsins, samkvæmt frétt Poynter stofnunarinnar. Það yrði gert m.a. með því að stuðla að vexti staðbund- innar fréttaþjónustu, þróun sniðs sem henti snjalltækjum auk þess að fjölga rekstrarformum sem frétta- miðlar byggist á. Þess má geta að Poynter tekur þátt í því ásamt fleir- um að kanna sannleiksgildi frétta á Facebook. Varðandi falsfréttir sagði Zucker- berg að hann teldi „áreiðanleika upp- lýsinga mjög mikilvægan“ og að hann liti dreifingu falskra frétta í blekkingarskyni á Facebook alvar- legum augum. Hann sagði að Face- book hefði orðið nokkuð ágengt í bar- áttunni gegn blekkingarfréttum líkt og í baráttunni gegn ruslpósti. Hann sagði að gengið væri varlega fram því stundum væru óljós mörk á milli blekkingar, háðsádeilu og skoðana. Það væri mikilvægt fyrir frjálst sam- félag að fólk gæti miðlað skoðunum sínum, jafnvel þótt öðrum þættu þær rangar. Zuckerberg sagði að nálgun Facebook yrði síður í þá átt að banna ranga upplýsingagjöf en fremur í þá átt að draga fram önnur sjónarmið og upplýsingar, þar á meðal að áreið- anleikapróf geti dregið sannleiksgildi efnisins í efa. Starfshópur Evrópusambands- ins um falsaðar fréttir Evrópusambandið (ESB) ákvað vorið 2015 að grípa til aðgerða til að stemma stigu við straumi falskra frétta frá Rússlandi. Stofnaður var starfshópur í september 2015, East StratCom Task Force, í því skyni. Á vef ESB kemur fram að í starfs- hópnum starfi tíu sérfræðingar í boð- miðlun sem koma frá hinum ýmsu stofnunum sambandsins og aðild- arríkjum. Þeir hafa fjölbreyttan bak- grunn og tala mörg tungumál, þar á meðal rússnesku. Starfsmennirnir skoða einkum samfélagsmiðla, m.a. Facebook og Twitter, og fara í gegnum hundruð fréttafærslna á hverjum degi. Auk þess hafa þeir meira en 400 ráðgjafa í yfir 30 löndum sem benda á frétta- efni sem þykir ótrúverðugt. Hlut- verk hópsins er m.a. að kanna þessar ábendingar og einnig að koma rétt- um upplýsingum um ESB og starf þess á framfæri í Austur-Evrópu. New York Times fjallaði um starfshópinn og starf hans 20. febr- úar síðastliðinn. Þar kom m.a. fram að á þeim 16 mánuðum sem hópurinn hafði starfað hafði hann dregið í efa sannleiksgildi um 2.500 frétta, margra sem virtust hafa tengsl við Rússland. Falsfréttum lætt að lesendum  Óritstýrðir samfélagsmiðlar hafa orðið farvegur fyrir falsfréttir  Sumar þeirra hafa ratað í aðra fjöl- miðla  Mikilvægt að fólk geri greinarmun á ritstýrðum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir dósent AFP/Loic Venance Samfélagsmiðlar Óprúttnir fréttahaukar hafa notað lítt ritskoðaða samfélagsmiðla til að koma falsfréttum í umferð. Facebook hefur gripið til aðgerða í því skyni að vara lesendur við fréttum sem þykja vera vafasamar. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Fólk verður að gera greinarmun á alvöru ritstýrðum fjölmiðlum annars vegar og samfélagsmiðlum hins veg- ar,“ sagði Birgir Guðmundsson, blaðamaður og dósent við Háskólann á Akureyri. Hann skrifaði frétt á vef Blaðamannafélagsins (press.is) í haust um falsfréttir á Facebook. Birgir kvaðst ekki hafa orðið var við vísvitandi miðlun falsfrétta í rit- stýrðum fjölmiðlum hér á landi. Hins vegar hefði þess orðið vart á sam- félagsmiðlum, t.d. Facebook, í að- draganda alþingiskosninganna í haust. „Hættan við óritskoðaða sam- félagsmiðla er að þar hefur allt sama vægi. Þar stinga upp koll- inum „fjölmiðlar“, sem líta út eins og alvörufrétta- miðlar, og birta „fréttir“ sem maður veit ekki hvort og þá hvað mikið eru falskar. Þessar „fréttir“ eru oft mjög litaðar af einhverri skoðun. Það er ekkert jafnvægi í fréttaflutningnum,“ sagði Birgir. Hann kvaðst telja að svona „frétta- flutningur“ væri af sama meiði og þegar auglýsendur hafa birt auglýs- ingar sem líta út eins og fréttir í dag- blöðunum. „Það þótti vera sterkt og líklegt að einhver læsi þetta og færi að trúa því,“ sagði Birgir. „Sama gerist þegar menn nota samfélagsmiðla sem dreifileið fyrir falsfréttir. Þær líta eins út og fréttir frá ritstýrðum fjölmiðlum en það liggja ekki sömu vinnubrögð að baki og upplýsingarnar eru ekki sam- bærilegar, þótt þetta líti eins út.“ Birgir kvaðst telja mikilvægt að fram færi umræða um hvað væri lítil ritstýring t.d. á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Þar kæmist næst- um allt í gegn. Hann hefur talað fyrir Birgir Guðmundsson Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að biðjast lausnar sem borgar- fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Hildur tók sæti sem aðalþingmaður við fráfall Ólafar Nordal fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu sem barst frá Hildi í gær segir að lausnarbeiðnin verði tekin fyrir á borgarstjórnarfundi 7. mars næstkomandi en að fram að því muni hún vinna að því að koma útistandandi málum í góðan farveg. Hildur þakkar gott samstarf við borgarfulltrúa og embættismenn og segist munu halda áfram að vinna fyrir Reykvíkinga í störfum sínum á Alþingi en hún er þing- maður Reykjavíkurkjördæmis suð- ur. „Ég hef haft mikla ánægju af starfi mínu sem borgarfulltrúi en tel betra að öll mikilvægu verk- efnin sem bíða báðum megin Vonarstrætis fái óskipta athygli. Ég mun halda áfram að vinna fyrir Reykvík- inga í störfum mínum á Alþingi eins og við á. Ég þakka gott sam- starf við borgar- fulltrúa og embættismenn borgar- innar undanfarin ár,“ segir Hildur í tilkynningu sinni. Sæti Hildar tekur Marta Guð- jónsdóttir sem verið hefur vara- borgarfulltrúi. Hún situr í íþrótta- og tómstundaráði, skóla- og frí- stundaráði og hverfisráði Vestur- bæjar. Þá er hún varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagsráði. Hildur biðst lausnar Hildur Sverrisdóttir Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýj- að samstarfsyfirlýsingu um reglu- bundið framlag utanríkisráðu- neytisins til starfs Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál. Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins, undir- rituðu yfirlýsinguna í húsakynn- um Rauða krossins í gær. „Ég er sérstaklega ánægður með tvö- földun á framlagi til Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem renn- ur beint til aðgerða á vettvangi. Eins og við vitum hefur þörfin sjaldan eða aldrei verið meiri en núna og þetta viðbótarframlag utanríkisráðuneytisins er því afar mikilvægt,“ er haft eftir Sveini í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum. Utanríkisráðuneytið styður Rauða krossinn „Það voru í gangi skrítnar vef- síður í kringum alþingiskosn- ingarnar,“ sagði Grétar Þór Ey- þórsson, prófessor við HA. Hann kvaðst t.d. hafa verið spurður álits á síðunni Kosn- ingar 2016 sem birti pólitískt efni, án þess að fram kæmi hver stóð að því. „Það er ekki skemmtileg þróun ef menn fara að dreifa einhverri vitleysu á samfélagsmiðlum til að rugla kjósendur í ríminu. Maður er þó fyrst og fremst að hugsa um Bandaríkin núna. Fólk virðist ekki kynna sér innihald og sann- leiksgildi frétta í sama mæli og það gerði áður,“ sagði Eyþór. Óskemmtileg þróun SKRÍTNAR VEFSÍÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.