Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 13

Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 13
Í Skýjaborgum Sigurbjörg er deildarstjóri í eldri deild leikskólans Skýjaborgir í Hvalfjarðarsveit. sem olli því að hún fór að tjá hugs- anir sínar í ljóðum. „Ég missti föður minn, Friðrik Friðriksson, skip- stjóra, óvænt í sjóslysi árið 2000. Lík hans fannst ekki fyrr en einum og hálfum mánuði síðar, eftir að við, að- standendur hans, höfðum þurft að beita okkur fyrir að leitað yrði til þrautar.“ Þrátt fyrir þessa vitneskju hljómar fyrsta ljóðið í Gáttatifi frem- ur torrætt eins og reyndar mörg góð ljóð: hvort sem þú trúir því eða ekki þá var það í síðustu viku að þessi orð komu í höfuðið á mér takk pabbi takk fyrir að deyja þegar þú fórst opnaðist farvegur „Þarna er ég einfaldlega að lýsa því hvernig andlát hans opnaði mér farveg til að skrifa og tjá mig í ljóð- um, sem var mín leið til að vinna úr sorginni. Á þessum tíma fór margt af stað í kollinum á mér, sérstaklega þegar ég var ein með sjálfri mér og horfði yfir flóann,“ útskýrir Sigur- björg. Í þessu ljósi er ekki ólíklegt að ljóðið á síðustu blaðsíðu Gáttatifs myndgerist í huga lesandans, en fyrri hluti þess er á þessa leið: hún opnar skúffuna og réttir mér kassann ég handfjatla eigur hans sakna þess að finna ekki sterku þanglyktina sem ég hafði fundið þegar ég fór á lögreglustöð- ina þefa af brúna leðurveskinu sem hafði fengið spanskgrænu á saumana eftir leguna á hafsbotni annars hafði það ekkert látið á sjá ekki heldur kortin og myndirnar hún opnar skápinn og rótar í skúff- unni dregur fram sandala og segir þessi kom líka ég hvái Orðaflæði fer í gang „Kveikjan að ljóðinu var heim- sókn til móður minnar þar sem hún sýndi mér hluti sem höfðu komið upp með föður mínum … á sama tíma sagði hún mér frá andláti bestu vinkonu sinnar. Á þessu augnabliki upplifði ég dauðann mjög sterkt, fannst hann umkringja mig og þessi dauðalykt sem fyllti vitin fylgdi mér heim í rúm. Á heimleiðinni fór eitt- hvert orðaflæði í gang eins og oft gerist. Síðan lá textinn hjá mér þangað til ég réðst að honum með niðurskurðarhnífnum,“ segir Sigur- björg, sem eins og í öllum sínum ljóðum lætur í hendur lesandans að stilla sér upp í ljóðmyndinni og túlka. Og enn flæða orðin og finna sér jafnóðum farveg. Sigurbjörg er hvergi nærri hætt. Hún er að þreifa fyrir sér með ýmis ljóðaform og hyggst gefa út aðra ljóðabók. „Mað- ur þarf að láta í sér heyra ef maður hefur eitthvað að segja,“ segir hún og lætur flakka splunkunýtt ljóð, sem hún kallar Blómstrandi hégómi – og er á allt öðrum nótum en ljóðin í Gáttatifi: meðan við stundum fitufrystingar fitusog svelta börn meðan við límum gervineglur augnahár svelta börn meðan við látum tannhvítta botoxa svelta börn meðan við skerum ofurkroppinn, mittismálið svelta börn meðan við nærumst á andox- unarbombum lágkolvetnasprengjum deyja börnin Sigurbjörg tekur fram að ljóðið sé óritskoðað og lendi hugsanlega undir niðurskurðarhnífnum. „Ég er bara alveg búin að fá nóg af öllum þessum hégóma út um allt; í blöðum, tímaritum og víðar,“ segir hún. „Á hvaða blaði, ert þú annars …?“ spyr hún svo kankvís- lega. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Gáttatif eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur tilheyrir seríu Meðgönguljóða, sem gefin er út af Partusi. Serían er helguð nýjabruminu í íslenskri ljóð- list, en forlagið sérhæfði sig upphaflega í útgáfu upprennandi ljóðskálda. Útgáfa Meðgönguljóða hefur síðan getið af sér tvær útgáfuraðir, Með- göngufræ og Meðgöngumál, þar sem sjónum er beint að fræðitextum og smásögum. Meðgönguljóð spruttu af löngun ungskálda til að koma ljóðum til al- mennings. Hugmyndin var m.a. að gera ljóð aðgengilegt listform og ódýrt þannig að fólk gæti kippt með sér „meðgöngubolla“ jafn léttilega og „take away“-kaffibolla. www.partuspress.com Ljóð til að kippa með sér „MEÐGÖNGUBOLLI“ Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barm- merkjum, hlutamerkjum, nafnatöflur í fjölbýlishús og fleira Stimplar eru okkar fag það eru skiltin líka Áratuga reynsl a Örugg þjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.