Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 23

Morgunblaðið - 22.02.2017, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 ✝ HlynurDagnýsson fæddist í Dagsbrún á Seyðisfirði 16. ágúst 1931. Hann lést á Landspítal- anum Fossvogi 13. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Dagnýr Krist- inn Bjarnleifsson, f. 14. júní 1901, d. 20. september 1981, og Steinunn Gróa Sigurðardóttir, f. 26. desember 1903, d. 6. júlí 1989. Systkini Hlyns voru: a) Stúlka, f. og d. 1924, b) Sigurður Dagnýsson, f. 1925, d. 2002, c) Ólafía Dagnýsdóttir, f. 1926, d) Guðrún Lilja Dagnýsdóttir, f. 1928, d. 2006, e) Björk Dagnýs- dóttir, f. 1930, d. 2008, og f) Vig- fús Dagnýsson, f. 1933, d. 2002. Hlynur giftist 31. desember 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Magneu Ingibjörgu Sigurhans- dóttur, f. 24. september 1932. Foreldrar hennar voru Valgerð- ur Gísladóttir, f. 13. maí 1902, d. 27. október 1979, og Sigurhans Hannesson, f. 26. október 1885, d. 10. desember 1966. Börn Hlyns og Magneu: 1) Sigurhans Valgeir, f. 13. júní 1951, sambýl- iskona Sigurbjörg Steindórs- dóttir, f. 1958, þau eru barnlaus. Barnsmóðir Sigurhans er Gróa Elma Sigurðardóttir, f. 1953, dóttir þeirra er Sigríður Sif, f. Guðmundsson, f. 1970, börn Ást- hildur Elín, f. 1993, og Birgitta Rós, f. 1997, sambýlismaður Hilmar Karvelsson, f. 1994, barn hennar Aría Lív, f. 2015, og d) Guðný Ingibjörg, f. 1975, eigin- maður Ólafur Börkur Guð- mundsson, f. 1969, börn þeirra eru: a) Daníel Unnar, f. 2002, b) Jóhann Hlynur, f. 2003, c) Stein- unn Fanney, f. 2011. Seinni eig- inmaður Steinunnar er Jón Sig- urjónsson, f. 1959. Þau voru barnlaus, þau skildu. 3) Dreng- ur, andvana fæddur 27. nóv- ember 1957. 4) Óskar, f. 3. febr- úar 1962, fyrrverandi eiginkona, Þuríður Kristín Árnadóttir, barn þeirra er Árni Þór, f. 1983. Eiginkona Óskars er Guðrún Magnúsdóttir, f. 1968. Börn þeirra eru: a) Magnús, f. 1991, barn hans er Hildur María, f. 2012. b) Arnar, f. 1993. c) Sess- elja Anna, f. 1994, og d) Vilhelm- ína Þór, f. 1998. 5) Jóhann Berg- ur, f. 26. mars 1965, eiginkona Helga Þuríður Þórhallsdóttir, f. 1978. Börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1998, og Magnea, f. 2004. Hlynur vann alltaf inn á milli á sjó sem háseti og matsveinn, einnig vann hann sem verka- maður í Vélsmiðjunni Héðni og á réttingaverkstæði Egils Vil- hjálmssonar og byrjaði hjá Vél- smiðjunni Sindra sem verka- maður en tók svo sveinspróf í járnsmíði og vann við það fram að starfslokum hjá Sindra. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 22. febr- úar 2017, klukkan 15. 1969, eiginmaður Christer Karlsson, f. 1966, börn Clara, f. 1998, og Filip, f. 2000. Fyrrverandi eiginkona Sigur- hans er Bíbí Ísa- bella Ólafsdóttir, f. 1952, börn þeirra eru: a) Magnea Ósk, f. 1975, eiginmaður Ásgeir Ómar Úlf- arsson, f. 1974, börn Lovísa Dröfn, f. 1996, og Birta Sóley, f. 2001. b) Hlynur Freyr, f. 1982, eiginkona Tinna Borg Arnfinnsdóttir, f. 1989, börn þeirra eru Ómar Örn, f. 2010, og Lísa María, f. 2014. Fósturdætur Sigurhans eru Sig- ríður Barbara og Þóra Birgitta, f. 1969, dætur Bíbíar. Fyrrver- andi sambýliskona er Erla Bára Jónsdóttir, f. 1959, börn þeirra eru: a) Jón Vídalín, f. og d. 1990, b) Sigurhans Óskar, f. 1991, ógiftur og barnlaus. c) Thelma Lind, f. 1996, sambýlismaður Hugi H. Ómarsson, barn Katrín Ísabella. 2) Steinunn Þrúður, f. 26. desember 1954, fyrrverandi eiginmaður Jón Sigurður Páls- son, f. 1953, börn þeirra: a) drengur, f. og d. 1970, b) Svandís Ásta, f. 1972, barn: drengur and- vana fæddur 1996, sambýlismað- ur Daði Arnaldsson, f. 1974, þau eru barnlaus. c) Anna Guðrún, f. 1975, eiginmaður Einar Björn Pabbi minn, Hlynur Dagnýsson, andaðist mánu- daginn 13. febrúar síðastlið- inn. Minning mín um pabba minn í æsku var að pabbi var alltaf vinnandi. Ég var sex ára þegar pabbi og mamma keyptu risíbúð við Bergþórugötuna, tveggja og hálfs herbergja. Næstu árin vann pabbi og vann til að eiga fyrir íbúðinni. Svo þegar ég var 10 ára fluttum við á Bugðulækinn, þar sem pabbi og mamma hafa búið síðan. En metnaður pabba var að við ættum alltaf heima í húsi, ekki bragga eða Höfðaborg- inni, og svo varð að vera bað heima hjá okkur, því pabbi minn vann skítavinnu, en var mikið snyrtimenni. Ég man mjög vel eftir því að hendurnar á pabba voru alltaf hreinar og engar sorgar- rendur undir nöglunum. Ég var eina stelpan, en bræðurnir voru þrír, sem sagt nóg af munnum að metta. Æska mín var góð, en við vor- um ekki rík af peningum, en við vorum rík af kærleika og ást frá báðum foreldrum. En alltaf var pabbi mitt uppáhald, ég var pabbastelpa og þegar ég vildi fá eitthvað gott hjá honum þá einblíndi ég á hann og sagði: „Dóttir Denna.“ Eins var ég líka alltaf hreykin af pabba mínum, hann var svo flinkur fagmaður, þó hann tæki ekki sveinspróf fyrr en nokkrum árum áður en hann hætti að vinna. Í vinnunni voru launin hans, verkamannsins, sveinakaup + 20%, þetta man ég vel. Minningarnar streyma fram hver á fætur annarri og væri of langt mál að telja það allt upp hér. Þó má geta þess að pabbi minn missti báða fætur sínar, fyrst annan fótinn í haust, sem batt hann í hjólastól, en al- mættið leyfði honum að kveðja áður en hann þurfti að reyna að bjarga sér án fóta. Guð geymi þig, pabbi minn, og vonandi ertu kominn á betri stað og búinn að hitta Steinu ömmu, Óskar heitinn og systkini þín. Steinunn Þrúður Hlynsdóttir. Ég er svolítið týndur núna, veit ekki alveg hvernig ég á að vera, pabbi er farinn. Ég náði ekki að vera hjá honum þegar hann kvaddi en ég var hjá hon- um nóttina áður og ég vissi al- veg hvað var í vændum, ég veit að honum líður betur núna. Hann var búinn að ganga í gegnum margt síðustu árin og sérstaklega núna síðustu mán- uði. Vinstri fóturinn tekinn fyr- ir um þremur mánuðum og sá hægri núna og hann náði sér ekki eftir þá aðgerð. Aldrei kvartaði hann þrátt fyrir þetta, en hann hafði áhyggjur af mömmu. Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af mér, en hvernig hefur mamma þín það? Þetta var svarið ef ég spurði hvernig honum leið. Ég er ekki bara að missa pabba heldur góðan vin, við vorum vinnu- félagar í mörg ár í smiðjunni og hann kenndi mér ótrúlega margt og var alltaf tilbúinn að aðstoða mig og mína. Í minn- ingunni var pabbi ekki mikið heima þegar ég var lítill enda var hann á sjó og þegar hann síðan fór að vinna í landi þá þótti ekkert tiltökumál að menn væru að vinna alla virka daga til 10 á kvöldin og alla laugardaga. Það sem ég man er að hann var öllum stundum að gera eitthvað nytsamlegt, ef hann átti frí var farið út á Faxaflóa að skjóta svartfugl, sem síðan var reyttur og svið- inn frammi í þvottahúsi, eða fiskur veiddur á handfæri. Ég man að ég fór eitthvað með honum í svona túra, þetta voru mikil ævintýri fyrir guttann mig. Seinna þegar ég fór að vinna allt of ungur þá var það í Sindra smiðjunni þar sem hann vann lengst af þeim tíma sem ég man, þó hann vildi að ég héldi áfram í skóla þá var hann ekkert að reyna að þvinga mann í það. Hann sjálfur var 13 ára þegar hann fór fyrst að vinna fyrir sér, á opnum árabát frá Seyðisfirði þar sem hann var fæddur og uppalinn. Og hann var vinnandi allar götur eftir það, hann hafði alltaf vinnu þó aðrir gengju atvinnu- lausir á krepputímum því hann setti ekki fyrir sig að vinna hvað sem var til að eiga fyrir salti í grautinn. Aðeins eitt starf heyrði ég hann segja að hafi verið erfitt og það var hreinsun á einhverjum tönkum þar sem mennirnir voru sendir niður í eiturgufur og óþverra án hlífa eða nokkurs: „Þetta var óþverravinna,“ sagði hann „enda stoppaði ég stutt þar.“ Allt annað sem hann tók sér fyrir hendur var bara verkefni sem hann tók að sér með vinnusemi og æðruleysi: „Hva, við klárum þetta.“ Ég man ekki eftir að hafa hitt mann sem hefur talað illa um pabba heldur þveröfugt, það hafa allir alltaf talað um hann sem góðan mann, það seg- ir líka svolítið mikið um hann og mömmu að þegar ég hitti fé- laga mína úr æsku sem eitt- hvað komu á heimilið, fæ ég nánast alltaf sömu spurn- inguna: Hvernig hafa foreldrar þínir það? Þeirra sýn á lífið var að allir væru jafnir og það var ekki verið að draga fólk í dilka. Heimilið var alltaf opið ef ein- hver þurfti húsaskjól, hvort sem það var eina nótt eða marga mánuði, það var bara einfaldlega hliðrað til þannig að það væri pláss. Elsku pabbi minn, ég hefði viljað að við fengjum nokkur ár í viðbót til að spjalla saman, það var alltaf gaman að hlusta á sögur frá Seyðisfirði stríðs- áranna og margt annað sem á daga þína dreif, en svona er þetta og ég held að þú hafir vit- að að endalokin voru að nálgast hratt. Ég vona að mér hafi tekist að segja þér hversu þakklátur ég er fyrir að hafa átt þig. Takk fyrir allt, pabbi minn, og hafðu það sem allra best hvar sem þú ert núna. Óskar Hlynsson. Elsku besti afi minn, hann Hlynur Dagnýsson, lést á Landspítalanum í Fossvogi í síðustu viku. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna hans. Afi var einstakur maður sem vildi alltaf gera sem mest fyrir alla aðra en sjálfan sig og fékk maður svo sannarlega að njóta góðs af því. Hann var svo góður afi og er ég einstaklega þakklát Guði fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með honum. Ég er sér- staklega þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með honum síðustu árin. Alltaf þegar ég var að skutla honum í Bónus þá spjölluðum við svo mikið saman um gamla góða daga og hann var alltaf að reyna að kenna mér að vera nægjusöm. Hann sjálfur var svo einstaklega nægjusamur að það mátti ekki einu sinni kaupa handa honum ný jakkaföt. Gjaf- mildari mann en hann væri ekki hægt að finna þó víða væri leitað. Hann kenndi mér að vera glaður gjafari og að elska fólk skilyrðislaust. Afi sagði mér einhvern tímann að maður ætti að koma fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan. Þessu reyni ég eftir fremsta megni að fara eftir. Það var alltaf svo gott að koma á Bugðulækinn að heim- sækja ömmu og afa. Hlýjan og viðmótið sem maður fékk var yndislegt. Þegar mér leið eitt- hvað illa þá fór ég til þeirra og talaði um það við þau og ekki kom maður að tómum kofunum þar og ég fékk alltaf góð ráð. Þó að þessi yndislegi maður sé nú fallinn frá þá á hann eftir að lifa áfram í hjarta mínu og ann- arra ættingja. Afi var ofboðs- lega duglegur maður og vann vel fyrir sér og sínum. Hann var alveg rosalega góður járn- smiður og smíðaði nokkra mjög fallega gripi. Ég fæ að eiga eft- ir hann stálkertastjaka sem hann smíðaði, til þess að hafa til minningar um hann. Án hans á lífið samt eftir að vera tölu- vert tómlegra. Þá minnist ég hans og okkar góðu stunda. Síðast þegar ég hitti hann með- an hann var enn með rænu gleymi ég aldrei. Ég hélt í höndina á honum og spjallaði við hann. Ég bað fyrir honum líka og fann mikla nærveru heilags anda og þá fékk ég þá fullvissu að Jesú tæki á móti honum þegar hann kæmi yfir. Þegar ég fór upp á Landspítala í síð- ustu viku til þess að kveðja hann og hélt í höndina á honum þá fann ég hann kreista hönd- ina á mér tilbaka. Þessa minn- ingu mun ég alltaf geyma í huga mínum og hjarta. Vertu nú sæll, elsku besti afi minn í öllum heiminum, og blessuð sé minning þín um ókomna tíð. Þú óþrjótandi gjafagnótt, frá Guði um allan heim sem fer, á kristnum tungum flýgur fljótt það föðurorð, sem þú oss ber. (Stefán Thorarensen) Svandís Ásta Jónsdóttir. Þegar við hugsum til baka um elsku afa þá er ekki hægt að segja annað en hann var ein- staklega mikið ljúfmenni og mikill húmor í honum. Alltaf var gott að koma á Bugðulæk- inn og tekið vel á móti okkur og boðið upp á kaffi og með því. Eitthvað sem afi og amma áttu alltaf var harðfiskur og oft set- ið við eldhúsborðið á Bugð- ulæknum, spjallað og gætt sér á honum. Og bleika húsið nr. 7 á Bugðulæknum er sá staður sem við eigum fullt af minningum um. Seinustu árin hans afa fórum við systur oft í Bónus með afa og þá spjallaði hann um allt mögulegt og voru þetta miklar gæðastundir. En afi fór í sína síðustu Bónusferð í byrjun september 2016, rétt áður en hans þrautaganga byrjaði með fótamissinn sem segir allt um að afi var sjálfstæður og ætlaði sér að vera á heimili þeirra á Bugðulæknum eins lengi og hægt var með ömmu. Elsku afi, nú ertu kominn með fæturna þína aftur, verkjalaus og líður vel. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Anna og Guðný. Hlynur Dagnýsson Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, GUNNHILDUR BJARNADÓTTIR, áður Strembugötu 14, Vestmannaeyjum, lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. febrúar klukkan 11. Anna Guðný Eiríksdóttir Egill Jónsson Eiríkur Egilsson Lena Björk Kristjánsdóttir Helgi Egilsson Rúna Thorarensen Hildur Egilsdóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EGILSDÓTTIR, dvalarheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, lést mánudaginn 13. febrúar. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, Garðabæ, föstudaginn 24. febrúar klukkan 13. Egill Grétar Björnsson Woranidchiya Ghaiyo Kolbrún Herbertsdóttir Reynir Hermannsson Sveinn Haukur Herbertsson Anna María Dolores de Jesus Chairat Chaiyo barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALEXÍA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, Miðvangi 159, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 13. febrúar. Úför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 24. febrúar klukkan 13. Haukur Þór Haraldsson Bylgja Birgisdóttir Katrín Haraldsdóttir Bjarki Þór Hauksson Birgir Hauksson Haraldur Orri Hauksson Alexía Margrét Jakobsdóttir Finnbogi Jakobsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, GUÐMUNDUR HÓLM, Langanesvegi 29, Þórshöfn, lést í Reykjavík 19. febrúar. Minningarathöfn verður í Bústaðakirkju föstudaginn 24. febrúar klukkan 13 og útför verður síðan frá Þórshafnarkirkju 4. mars klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á SEM samtökin (samtök endurhæfðra mænuskaddaðra). Ragnhildur Karlsdóttir Vilborg Guðmundsdóttir Ólafur Ingi Þórðarson Aðalbjörg Guðmundsdóttir Stefán Pálmason Þórhildur Guðmundsdóttir Katla Hreiðarsdóttir Arnþór Karlsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.