Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 25
fyrir mér. Við vorum báðar ein- birni, okkur þótti ekki leiðin- legt að ígrunda það. Við skipt- umst á leyndarmálum en forðuðumst að ræða pólitík, þar náðum við ekki saman. Lóló var stolt af fjölskyldu sinni sem sýndi henni mikla umhyggju. Elsku fallega frænka mín, án þín verður ekkert eins. Dagrún. Elsku Lóló. Við kynntumst ekki fyrr en sonarsonur þinn, Jóhann Pétur, og dótturdóttir mín Droplaug urðu par. Við hittumst fyrst í sameiginlegri útskriftarveislu þeirra. Þau tóku á leigu íbúð í Hveragerði og þar hittumst við líka í kaffiboðum. Svo bauðst þú mér í níræðisafmælið þitt. Eftir að ég var búin að óska þér til hamingju með afmælið spurðir þú mig hvernig ég hefði það. Ég svaraði: „ach, svona lala“ og þú Lóló mín brostir þínu elskulega brosi og sagðir: „ég líka, svona lala“. Við hlóg- um báðar og föðmuðumst, tvær gamlar konur hvor frá sínu landinu sem sameinumst í ást okkar á börnunum, barnabörn- um og langömmubörnum. Svo á afmæli Jóhanns Péturs sagði hann okkur frá því að þau ættu von á barni. Við vorum glaðar að heyra þessar fréttir, gaman að fá lítið barn í fjöl- skylduna. Þau vildu ekki vita hvort kynið það væri. Hinn 29. júlí fékk ég fréttirnar, það var drengur. Svo festi unga parið kaup á yndislegu parhúsi í Hveragerði með fallegum garði. Þangað var okkur boðið í skírnina á litla stráknum. Við vorum samferða í bíl og þú varst mjög fínt klædd, Grand Lady og með fallega lagt hár. Á leiðinni vorum við að spá í hvaða nafn barnið fengi. Það voru ýmsar hugmyndir ræddar en Pétur var m.a. nefnt, en það kemur úr þinni fjölskyldu. Það var fallegt skírnarborð með fal- legum blómum og kerti og ég lánaði gömlu silfurskálina sem notuð var við skírn barnanna minna. Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skál- holti, skírði drenginn sem fékk nafnið Júlíus Pétur. Okkur þótti báðum nafnið mjög fal- legt. Síðar mundi ég að nafnið Júlíus er til í minni ætt en móð- urafi minn hafði Júlíus sem millinafn. Við hittumst oftast hinum megin við heiðina í afmælis- eða kaffiboðum, þar sem við fylgdumst með drengnum vaxa og dafna. Síðan komst þú í ní- ræðisafmælið mitt í fyrrasumar og ég, þú og vinkona mín til margra ára Didda og dóttir hennar Heiða sátum saman, spjölluðum og hlógum. En svo skilur leiðir. Þú varst orðin þreytt. Ég þakka þér, elsku Lóló, fyrir samverustund- irnar og góð kynni. Ég veit að við eigum eftir að hittast á öðru tilverustigi. Far vel. þín vinkona Eva María. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Birkihlíð 26, Vestmannaeyjar, fnr. 218-2708 , þingl. eig. Þórarinn Axel Jónsson, gerðarbeiðendur Vestmannaeyjabær og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. mars nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 21. febrúar 2017 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign og fer fram á skrif- stofu sýslumanns, sem hér segir: VÍKINGUR II, VE, Vestmannaeyjar, (FARÞEGASKIP), fnr. 7227 , þingl. eig. Guðmunda ehf, gerðarbeiðendur Vestmannaeyjahöfn og Sýslu- maðurinn í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 1. mars nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 21. febrúar 2017 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Lækjarás 5,50% ehl. Skorradalshreppur, fnr. 233-3716 , þingl. eig. Jón Guðni Sandholt, gerðarbeiðandi ÞB. Jón Guðni Sandholt, mánudag- inn 27. febrúar nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 21. febrúar 2017 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl: 9:45, útskurður 2 kl. 13, postulínsmálun 2 kl. 13, söngstund við píanóið kl. 13:45, bókaspjalla Hrafns Jökulssonar kl. 15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund kl.12.00 (fyrirbænir). Súpa og meðlæti á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús fyrir eldri borgara frá 12.30 -15.30. Margvísleg starfsemi. Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Handavinna m/leiðb. kl. 8.30- 16.30. Stóladans m/Þóreyju kl. 9.30-10.10. Opið hús/m.a. spiluð vist og bridge kl. 13-16. Ljósbrotið – prjónaklúbbur m/Guðnýju Ingigerði kl. 13-16. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 09.00. Handavinna kl. 09.00-15.00. Leshópur kl. 15.00. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30. Leikfimi kl. 10:30. Prjónaklúbbur kl. 13-16. Glerlist kl. 13-16. Spiladagur frá 12:45-16. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf kl 13.15. Allir hjartanlega vel- komnir Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum kl 13:00-16:00. Við fáum Magneu Sverrisdóttur í heimsókn og hún segir okkur frá starfi sínu hjá Lútherska heimssambandinu. Kaffihlaðborð að hætti Sigur- bjargar. Allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9, verslunarferð í Bónus kl.14.40. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Herraklúbbur kl.10.15. Postulíns- málun kl.13.00. Kaffiveitingar kl.14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-2550. Verið öll velkomin. Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bókband kl. 09:00-17:00 Handavinna m/leiðsögn kl. 09:00-12:00. Ferð í Bónus: rúta v/Skúla- götu kl.12:20. Upplestur, framh.saga kl. 12:30-13:00. Myndlistarnar- námskeið kl. 13:30-16:30 Dansleikur m/Vitatorgsbandi kl.14:00-15:00. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður m/leið- beinanda kl. 9-12. Gömlu dansarnir kl. 10.30-12. Útskurður/Pappa- módel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 glerlist, kl. 13.00 félagsvist, kl.13.00, gler- og postulínsmálun, kl. 15.00 söngur með harmoniku, Grensáskirkja Kl. 17:30-19:00 er samvera eldri borgara í Grensás- kirkju. Halldór Ármannsson sýnir myndir frá Keníu og segir frá reynslu sinni af því að búa og starfa þar. Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri eldri borgararáðs kynnir sumardvöl aldraðra að Löngumýri í Skagafirði. Í lokin er sameiginlegur kvöldverður á 1.000,- kr. Skráningu lauk 20. febr. Upplýsingar í s. 528-4410. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, póstulínsmálun kl. 12.30, kvennabridge kl. 13, upplestur kl. 14, línudans kl. 16.30, línudans byrj- endur kl. 17.30, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56 -58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, Zumbadans með Carynu kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall, matur kl. 11.30. Handa- vinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, kaffisala kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, upplestr- arhópur Soffíu kl. 9.30. Stafaganga-ganga með Björgu kl. 10. Línu- dans með Ingu kl. 10.15, framhaldssagan kl. 11. Hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Holl- vina-Bingó verður næsta föstudag 24. febrúar kl 13. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, keila kl. 10 í Egilshöll, aðalfundur Korpúlfa kl. 13:00 í Borgum, venjuleg aðalfundarstörf og nánari dagskrá fund- arins hefur verið auglýst, ´vonumst til að sjá sem flesta. Qigong kl. 16:30 í Borgum. Neskirkja Krossgötur. Heimsókn í Árbæjarsafn. Hjáverkin: Atvinnu- sköpun kvenna í heimahúsum. Lagt af stað í rútu frá Neskirkju kl. 13.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félags- vist kl.14, Bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Selið, Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl. 10, framhaldssaga kl. 10.10, hádegismatur kl. 11.30, handavinna kl. 13 og kaffi og með- læti kl. 14.30. Húsið er opið kl. 10-16 á miðvikudögum. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9.00. Botsia Gróttusal kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltj. kl. 18.30. Á morgun fimmtudag kl. 19.30 verður félagsvist í boði Vörðunnar í salnum á Skólabraut. Allir vel- komnir. Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00 - Söngvaka kl. 14.00 stjórnendur: Sigurður Jónsson píanóleikari og Karl S Karlsson allir velkomnir. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson Félagslíf Alþjóðleg samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Fréttir úr starfinu. Ræðumaður Hermann Bjarnason. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.  HELGAFELL 6017022219 VI Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Ýmislegt MEGAVINSÆLIR - NÝKOMNIR AFTUR Teg 11007 - vel fylltur í hvítu, svörtu, bleiku í stærðum 70-85B, 75-85C á kr. 5.850,- Teg 11001 - fæst nú í hvítu, svörtu og bleiku í stærðum 80-100CDEF á kr. 5.850,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Velúrgallar Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXXL Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Viðhalds- menn Tilboð/tímavinna s. 897 3006 vidhaldsmenn.is vidhaldsmenn@gmail.com Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ir ykkur og einnig fyrir mömmu hvað þið voru nánir og góðir vinir. Finnur minn, ég þakka allar góðu stundirnar með þér, þær hefðu þurft að vera fleiri. Við Geiri sendum börnum þínum, Óskari, Sigurði og Rut, barna- börnum og tengdabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Hrafnhildur Óskarsdóttir. Mikið getur lífið breyst á einu augnabliki. Hann Finnur bróðir minn er farinn yfir móð- una miklu. Hugurinn reikar aftur um hálfa öld. Þá var Finnur rúm- lega tvítugur og var að kaupa sér nýjan vörubíl. Það var mik- ill dugnaður að ráðast í slíka fjárfestingu, og hafði hann ekki neinn bakhjarl til að treysta á ef illa færi. En síldin var í al- gleymingi, hann vinsæll og hafði meira en nóg að gera. Og svo leið tíminn, hann stofnaði fjölskyldu og eignaðist börn og buru eins og sagt er. Þegar við bjuggum fyrir austan var mikill samgangur á milli heimilanna, krakkarnir okkar á svipuðum aldri og mikið leikið sér. Svo liðu árin og bæði vor- um við komin suður og hitt- umst alltaf reglulega og finnst mér gott að hugsa um það. Á bóndadaginn var hann hjá okk- ur í þorramat og ákváðum við þá að fara saman í Sólarkaffi á Hótel Sögu en þangað vorum við vön að fara saman á hverju ári en nú er allt breytt. Nokkur sumur fórum við í heimsókn til systur okkar á Rifi þar sem við dvöldum í dekri og veit ég að hann naut þessara ferða. Já, nú er allt breytt, báðir bræður mínir, Sólheimastrák- arnir, horfnir á braut, og ég er viss um að þeir eru búnir að hittast aftur. Þeir gantast ekki oftar og koma fólki til að brosa. Lífinu er lokið. Að endingu set ég þessa vísu fram eftir Sólveigu móðursystur okkar. Heyrðum seiðmjúkan tón þegar lífið leið hjá, þetta líf með sinn sorgþunga nið. Svo leggjum við öll út á ljósvakans haf, gefðu frið, gefðu frið, gefðu frið. Elín Óskarsdóttir (Ella). Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.