Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 2

Morgunblaðið - 28.02.2017, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Citroën mætir til leiks á bílasýning- unni í Genf 7. til 19. mars með þró- unarjeppann C-Aircross. Honum er meðal annars stefnt gegn Nissan Juke og einnig verður Crossland X- smájeppinn frá Opel keppinautur. Þegar Opel ákvað að hætta smíði litla fjölnotabílinn Meriva og bjóða upp á Crossland X-jepplinginn í staðinn ákvað Citroën að fara þá leið líka. Mun C-Aircross þannig leysa C3 Picasso af hólmi. Crossland X og C-Aircross deila undirvagni með samstarfi General Motors (GM) og PSA Peugeot Citro- ën, en viðræður standa nú yfir um kaup PSA á Opel og Vauxhall frá GM. C-Aircross er önnur tilraun Citro- ën til að láta til sín taka í jeppasmíði en sá fyrsti í langri sögu fyrirtæk- isins er C4 Cactus. Viðtökur hans á markaði hafa sannfært forsvars- menn franska bílsmiðsins að leita frekar fyrir sér í jeppaframleiðslu. Í kjölfar C-Aircross er svo von á jeppa á stærð við Qashqai svo og sjö sæta jeppa frá Citroën en þeir munu báðir deila undirvagni með Peugeot 3008 og 5008. Útlitslega deilir C-Aircross mörgu með nýja C3 hlaðbaknum og verulega miklu af vélrænum þáttum bílanna. Sömuleiðis eru áhrif frá C4 Cactus augljós, ekki síst loftpúð- arnir á hurðunum. Þær eru þó enn neðar á C-Aircross, rétt fyrir ofan sílsana. Þar sem hann er aðeins 4,1 metra langur telst C-Aircross smájeppi. Er hann svo gott sem sömu stærðar og C3 og Juke. Þrátt fyrir jeppalegt út- lit verður hann ekki með drif á öllum fjórum hjólum. Hins vegar verður rafræn gripstýring sem ökumaður getur gripið til og auðveldar akstur í erfiðum aðstæðum og torleiðum, svo sem í snjó, sandi eða utanvegar. Talið er að samskonar aflrás verði í C- Aircross og í C3 og C4 Cactus, þ.e.a.s. 1,2 lítra Puretech bens- ínvél eða 1,5 lítra dísilvél. Afturhurð bílsins er ekki áföst burðarbita fyrir miðju bílsins heldur opnast hún út og aftur með bílnum. Þetta fyr- irkomulag bætir aðgengi að honum stórlega. Þá verður hann á 18 tommu felgum. Í stjórnklefa og far- þegarými verður fjöldi nýjunga en þar sem C-Aircross flokkast enn á hugmyndastigi er ólíklegt að þær verði allar í endanlegum fram- leiðslubíl. Hið sama gildir um hlið- arspeglana sem víkja fyrir mynda- vélum. óvíst er hvort sú hugmynd lifir af. agas@mbl.is Citroën með þró- unarjeppa í Genf Í stað mælaborðs er kominn sjónlínuskjár með öllum upplýsingu um starfsemi Citroën C-Aircross. Aðgengi að C-Aircross er mjög gott þar sem afturhurðir opnast aftur. Kraftmikil sportútgáfa af Toyotu Yaris verður eflaust ein helsta stjarnan á bás japanska bílsmiðsins á bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Hingað til hafa menn þekkt Yaris fyrst og fremst fyrir notagildið og sem góðan bíl til innanbæjarferða. Sportútgáfan verður þó ekki til í anda þess, enda með 210 hestafla vél. Er hér um að ræða kraftmikinn hálfgerðan rallbíl, enda er hann sumpart afleiddur af rallbílnum sem Toyota sneri á dögunum aftur til keppni á í HM í ralli, eftir 18 ára fjarveru úr sportinu. Með þessum nýja „GTI“ Yaris ætti Toyota að vera með í höndum bíl sem skorað getur hina snörpu Ford Fiesta ST, Volkswagen Polo GTi og Fiat 500 Abarth á hólm. Frumsýning nýja Yarisins mun eiga sér stað 9. mars nk. Hann verð- ur eingöngu framleiddur þrennra dyra. Smíðin mun eiga sér stað í bíl- smiðju Toyota í Valenciennes í Frakklandi. agas@mbl.is Nýja sportútgáfan af Yaris er stælt að sjá. Sportútgáfa af Yaris Toyota er aftur komið til keppni í HM á ralli, á Yaris WRC bíl. Hér er hann á ferð í fyrsta ralli ársins, í Mónakó. Með krafta í kögglum í Genf Þeir Hallgrímur Einarsson, Guðjón Reykdal Óskarsson og Hjálmar Þorvaldsson fengu á dögunum af- henta þrjá sérhannaða Mercedes- Benz V-Class bíla sem þeir munu keyra sjálfir en þremenningarnir eru allir bundnir við hjólastól. Að verkefninu koma Sjúkra- tryggingar Íslands, Öryggis- miðstöðin og Bílaumboðið Askja. V-Class bílarnir eru mjög mikið breyttir eftir þörfum viðkomandi ökumanna sem eru í hjólastólum sínum þegar þeir aka bílunum. Bú- ið er að setja lyftu utan á bílana sem sér um að lyfta ökumönnum upp í þá. Hægt er að færa hið hefð- bundna ökumannssæti og renna því til hliðar. Búið er að setja tvo stýri- pinna sinn hvorum megin við stýrið sem ökumennirnir nota til að stýra bílnum. Á pinnanum er m.a. að finna bensíngjöf og bremsur. Öryggismiðstöðin sá um að fram- kvæma allar breytingar á bílunum og koma fyrir hjálpartækjum í þeim fyrir ökumennina. Jón Eiríks- son, verkefnastjóri hjá Öryggis- miðstöðinni, segir að það sé langt ferli að breyta einum svona bíl. „Fyrir það fyrsta þarf ein- staklingur sem hyggur á svona breytingu að undirgangast ökumat hjá Grensásdeild LSH og þegar því er lokið þarf að huga að stjórnbún- aði sem hentar hverjum og einum. Við höfum að leiðarljósi að að- laga bílana eins og hentar hverjum og einum. Öryggismiðstöðin býður upp á mikið úrval af íhlutum til breytinga á bílum fyrir hreyfihaml- aða auk þess að bjóða búnað fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á sérhæfða ferðaþjónustu,“ segir Jón. Sjúkratryggingar Íslands borga öll hjálpartækin sem sett eru í bíl- ana og breytingarnar við það. Þre- menningarnir fá auk þess bílastryk frá Tryggingastofnun Íslands. Þetta er mikið ferli sem viðkom- andi fer í gegnum áður en hann fær slíkan bíl. Hann þarf að fara í gegn- um mat hvort hann geti yfirhöfuð keyrt bíl og að sjálfsögðu að taka bílpróf eins og allir aðrir ökumenn. agas@mbl.is Hreyfihamlaðir fá sérsniðna bíla V-Class bílarnir eru sérhannaðir fyrir þremenningana. Guðjón, Hjálmar og Hallgrímur fyrir framan nýju V-Class bílana sína. Að baki þeim eru fjölskyldumeðlimir og starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar, Bílaumboðsins Öskju og Sjúkratrygginga Íslands sem komu að verkefninu. Hyundai Tucson 2.0 CRDi, Kia Sportage 2.0 CRDi 4x2 og Suzuki Vitara 1.6 DDiS eru með besta hröðun af dísiljeppum þegar bíl- hraðinn er aukinn úr 80 km/klst í 120 km með því að beita fimmta gír eingöngu. Þetta eru niðurstöður mælinga sérfræðinga franska bílaritsins Auto Plus á hröðun dísiljeppa. Höfðu þeir 30 mismunandi módel til taks og munaði heilum fimm sek- úndum á framangreindum jeppum og Audi Q3 2.0 TDI sem varð í þrí- tugasta og neðsta sæti. Í vegalengd þýðir það að snörpustu bílarnir þrír þurftu 150 metrum styttri vega- lengd til að ná 120 km/klst ferð. Hyundai Tucson (136 hestöfl), Kia Sportage (136 hestöfl) og Suzuki Vitara (120 hestöfl) voru aðeins 8,6 sekúndur að lyfta sér úr 80 í 120 við prófið. Við aksturinn voru bílarnir alltaf í fimmta gír eingöngu. Rétt á eftir á 8,8 sekúndum varð Peugeot 3008 2.0 BlueHDi (150 hesta) og í fimmta til sjötta sæti á 9,0 sekúndum urðu Mazda CX-5 2.2 Skyactive-D 4x2 (150 hesta) og Nissan Qashqai 1.6 dCi (130 hesta). Í sjö til 10 urðu Subaru XV 2.0D (147 hesta) á 9,4 sek., Renault Kadj- ar 1.6 dCi (130 hesta) á 9,7 sek., BMW X1 sDrive 18d (150 hesta) á 9,8 sek. og Audi Q3 TDI ultra (150 hesta) á 9,9 sek. Þar á eftir komu svo: 10,0 Ford Kuga TDCi 4x2 (150 hesta) 10,2 Seat Ateca 2.0 TDI 4Drive (150 hesta) 10,3 Subaru Forester 2.0D (147 hesta) 10,5 Peugeot 3008 1.6 BlueHDi (120 hesta) 10,6 VW Tiguan 2.0 TDI (150 hesta) 10,8 Toyota Rav 4 D-4D (143 hesta) 11,1 Citroen C4 Aircross 1.6 HDi 4x2 (115 hesta) 11,2 Range Rover Evoque eD4 (150 hesta) 11,3 Dacia Duster 1.5 dCi (110 hesta) 11,3 Mercedes GLA 200 d (136 hesta) 11,6 Kia Sportage 1.7 CRDi 4x2 (115 hesta) 11,8 Hyundai Tucson 1.7 CRDi (115 hesta) 11,9 Mitsubishi ASX 1.8 DI-D 4x2 (115 hesta) 11,9 Nissan Qashqai 1.5 dCi (110 hesta) 11,9 Peugoet 3008 1.6 HDi (115 hesta) 12,0 Ford Kuga 1.5 TDCi (120 hesta) 12,0 Peugeot 4008 1.6 HDi (115 hesta) 13,1 VW Tiguan 2.0 TDI (115 hesta) 13,4 Renault Kadjar 1.5 dCi (110 hesta) 13,6 Audi Q3 2.0 TDI (120 hesta) agas@mbl.is Suzuki Vitara er skjótur í hröðuninni. Þrír með jafnmesta upptakið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.