Morgunblaðið - 01.03.2017, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.2017, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  51. tölublað  105. árgangur  UMHVERFIS- VERND Í BLÁSÖLUM ULRIKE HAAGE SITUR FYRIR SVÖRUM TVEIR ÍSLENDINGAR Í HÓPI ÞRIGGJA EFSTU STOCKFISH 30 ÍÞRÓTTIR LANDSLIÐSMÖRKÖSKUDAGURINN 12 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ransomware-vírusum sem halda tölvugögnum í gíslingu gegn lausn- argjaldi hefur fjölgað hratt að und- anförnu. Tölvuþrjótar nota svokall- aðar netveiðar til að blekkja fólk og fá það til að smella á hlekki og kom- ast þeir þannig yfir viðkvæm gögn. Samkvæmt rannsókn tölvuöryggis- fyrirtækisins Syndis eru Íslendingar auðveld bráð tölvuþrjóta, en fyrir- tækið sendi tölvupósta á 1300 ein- staklinga til að athuga hlutfall þeirra sem smella á hlekki. Samkvæmt upplýsingum frá alrík- islögreglu Bandaríkjanna var áætlað að milljarður bandaríkjadala hefði verið greiddur í lausnargjald í fyrra. Flest fyrirtæki greiða gjaldið Samkvæmt nýlegri rannsókn tölvufyrirtækisins IBM, á 600 fyrir- tækjum, greiddu 70% þeirra sem lent höfðu í ransomware lausnar- gjald. „Þetta hefur aukist gríðarlega. Svik hafa verið til frá upphafi. Nú hafa þau færst yfir í tölvuheiminn og það er til nóg af fólki sem vill stunda svona rafræn svik,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, öryggisráðgjafi og meðstofnandi Syndis. Glæpagengin sem stunda fjárkúgun af þessu tagi hafa komið sér upp háþróaðri við- skiptaþjónustu, svo þversagnakennt sem það hljómar. Gögn í gíslingu þrjóta  Ransomware heldur tölvugögnum í gíslingu þar til greitt er  70% fyrirtækja borga  Milljarður dala greiddur 2016  Íslendingar sagðir auðveld fórnarlömb MRafræn svik í sókn »10 Ransomware í tölum » Ein tegund af ransomware uppgötvuð 2012, en 193 í fyrra. » Einn milljarður dollara greiddur í lausnargjald vest- anhafs 2016. » 70% fyrirtækja borga þrjót- unum til að fá gögnin aftur. Jákvæð þróun hefur orðið hér á landi í þá átt að sporna við kynþátta- fordómum og umburðarleysi. Til dæmis eru réttindi hinsegin fólks virt og ekkert gefur til kynna ofbeldisverk vegna fordóma um kynþætti, samkynhneigða eða trans- fólk. Þó eru ákveðin mál áhyggjuefni að þessu leyti, m.a. að engin heild- arlöggjöf er hér á landi sem bannar mismunun á öllum sviðum og fjölga þyrfti stofnunum sem hafa með þennan málaflokk að gera. Þá hafa nokkrir íslenskir stjórnmálamenn látið uppi fordóma um múslíma. Þetta kemur fram í skýrslu nefnd- ar Evrópuráðsins um kynþátta- fordóma og umburðarleysi sem birt var í gær. Þar segir ennfremur að orðræða á Íslandi, sem ber vitni um kynþáttafordóma, hafi aukist og beinist nú aðallega gegn múslímum. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstunni leggja fram frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. Einnig er til skoðunar að setja á fót mannrétt- indastofnun. »11 Ný lög og stofnun í skoðun Morgunblaðið/Ómar Hinsegin Margt hefur áunnist en margt þarf að bæta skv. skýrslunni.  Minna um fordóma og umburðarleysi Kuldinn læðist að gestum Árbæjarsafns þar sem vetur konungur ræður ríkjum um þessar mundir. Gamlar byggingar safnsins standa þó glæstar sem fyrr í fallegri vetrarsólinni. Ekki er síður skemmtilegt að sækja safnið heim þegar snjórinn hylur tún og byggingar þess og minnir á þá hörðu lífs- baráttu sem háð var fyrr á öldum. Áfram á að verða kalt í veðri og snjórinn því hvergi á förum, í það minnsta ekki í bráð. Kaldur en fallegur vetrardagur á Árbæjarsafni Morgunblaðið/Ómar  Meðalverð á áli hefur hækkað um 300 dollara, að sögn Péturs Blöndal, fram- kvæmdastjóra Samáls. Með- alverð á áli var 1.600 dollarar í fyrra en er núna rétt um 1.900 dollarar. „Ástæðuna fyrir hækk- andi álverði má m.a. rekja til þess að eftirspurn jókst um 5,3% í heim- inum í fyrra. Eftirspurn heldur því áfram að vaxa ört. Þar munar mest um vaxandi notkun áls í bílaiðnaði,“ segir Pétur. »6 Meðalverð á áli hækkar milli ára Pétur Blöndal  Það er niðurstaða samninga- nefndar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins að fresta viðbrögðum við forsendubresti kjarasamninga þar til í febrúar 2018. Kjarasamningum aðila verð- ur því ekki sagt upp að þessu sinni Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði á sameiginlegum blaða- mannafundi með forsvarsmönnum SA í gær að ef niðurstaða kjara- samninga sem losnuðu á árinu 2017 rúmaðist innan launastefnu rammasamkomulags ASÍ, BSRB, SA, ríkisins, Sambands sveitarfé- laga og Reykjavíkurborgar félli niður sú uppsagnarheimild sem nú er frestað um ár. Fram kemur í fréttatilkynningu ASÍ og SA að ljóst sé að tvær af þremur forsendum kjarasamninga standist en ein geri það ekki. Hún snúist um launaþróun annarra hópa. »2 Kjarasamningum ASÍ og SA ekki sagt upp Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Forsvarsmenn ASÍ og SA til- kynntu niðurstöðu sína í gær.  Ekkert félag í Kauphöll Íslands hefur hækkað jafn skarpt síðasta árið og olíufélagið N1. Þannig nem- ur 12 mánaða hækkun um 76%. Sér- fræðingur við greiningardeild Ar- ion banka bendir á að stjórnendur fyrirtækisins hafi á síðasta rekstr- arári þrisvar sinnum uppfært afkomuspá þess og að þrátt fyrir það hafi niðurstaðan orðið nokkru hagfelldari en þriðja og síðasta spá- in. Virðist félagið ekki síst hafa sótt aukinn slagkraft til aukinna um- svifa í ferðaþjónustu og öflugt net afgreiðslustöðva hringinn um land- ið hafi komið sér vel þegar 13% aukning varð á umferð um þjóðvegi landsins á nýliðnu ári. Harðnandi samkeppni á elds- neytismarkaði, með tilkomu Costco, veldur því að gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins lækki nokkuð á þessu ári. »16 Bréf N1 hafa hækkað um 76% á einu ári Morgunblaðið/Þórður N1 Hlutabréf olíufyrirtækisins hafa notið mikilla vinsælda á markaðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.