Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is 30-50% afsláttur af skíðum og skíðavörum ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 Svigskíði, Gönguskíði, Fjallaskíði, Snjóbretti Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Niðjar og ættingjar kunna að verða full-uppáþrengjandi. Þú kynnist nýju fólki og kynni ykkar gætu orðið bæði stutt og löng. Farðu þér hægar og þá gengur dæmið upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er góður dagur til sköpunar og skemmtana. Lykilatriðið er ekki hversu mikl- ar tekjur þú ert með heldur hversu mikið þú getur sparað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur látið mörg smáverkefni hrúgast upp á borði þínu. Vertu raunsær. Farðu í gönguferðir eða gerðu eitthvað ann- að sem lyftir þér upp og hressir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Dagurinn í dag er alveg kjörinn fyrir afþreyingu og sprell með smáfólkinu. Láttu samt ekki glepjast af óþarfa heldur sýndu fyrirhyggju og ráðdeild. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumir dagar eru gjöfulli en aðrir og þessi færir þér ýmis tækifæri. Farðu í þykj- ustuleik og láttu eins og ekkert sé. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu daginn til þess að blanda geði við vini og félaga. Leitaðu síðan leiða til að bæta heilsu og aðstæður annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Vertu sáttur við sjálfan þig og gakktu glaður fram á veginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk lítur til þín um forustu og þú vilt ógjarnan valda því vonbrigðum. Hún er full þakklætis fyrir það sem hún hefur borið úr býtum og áttar sig á því að ham- ingjan fæst ekki fyrir peninga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu það ekki setja þig úr jafn- vægi þótt eitt og annað gangi á í kringum þig. Mundu bara að ofmetnast ekki, því dramb er falli næst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. Ein- hver gerir þér greiða sem þú kannt mjög vel að meta. Gerðu þitt til að efla áhuga hjá sjálfum þér og öðrum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. En að berja höfðinu við steininn er það versta sem þú getur gert. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vogin má engan tíma missa við að fylgjast með framförum sínum. Samskiptin við okkar nánustu reynast oft ruglingsleg- ustu og mest krefjandi verkefni okkar í líf- inu. Ég veit ekki hvort Hjálmar Frey-steinsson hefur haft nafna sinn Jónsson í huga þegar hann skrifaði á fésbókarsíðu sína: Grimm og illskeytt Góan er gerast veður engu lík. Margt er það sem miður fer, messufall í Reykjavík. Hallmundur Guðmundsson fór að hugsa til vorsins á Boðnarmiði þegar Stór-Holuborgarsvæðisbúa þjakaði snjóalög sem aldrei fyrr: Flest sig ávallt endurtekur, einkum það er heitið getur. Kærast mér þá vorið vekur vallarstör sem ilmar betur. Gunnar J. Straumland sagði við sjálfan sig: „Er þetta ekki rétti tíminn til að rifja upp nokkur orð sem lýsa mismunandi snjókomu?“ Moksturskafald, maldringur, mulla, snjóhreytingur. Kófviðri og klessingur, kyngi, skafrenningur. Kafhríð, drífa, snjóbylur, kyngja, geyfa, maldur. Fannburðurinn mold hylur, fjári er hann kaldur! Ég verð að játa að ég þekkti ekki öll þessi orð og fletti tveim upp í orða- bókinni: geyfa = kafald með hægum vindi – skafrenningur, bylgusa – óvenju dimm hríð. Síðara orðið mal- dur = maldringur, smáger snjókoma. Ágúst H. Bjarnason var í öðrum hugleiðingum: Þekkist líka þessi gamli, þjáli háttur. Kann eg ekki kveða frekar, kallast oftast hurðardráttur. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir var með á köttinn: Ef ég gæti arkað ein um óra vegu. Út um allar traðir tvistað treysti aldrei á banalegu. Jón Valur Jensson heldur áfram á Boðnarmiði: „Vetrarvísa (stirð fyrst, skánar svo)“ Sér til snjávar, hvíts og hreins, hjartans lifna slögin. Að hanga inni’ er ei til neins, allir í vetrartauin. Fátt hefur bjargað bændum eins og blessuð snjóalögin. Jón Gissurarson gerði athugasemd við þetta: Vetrar kuldinn mjög til meins mark á setur drögin. Fátt hefur bagað bændur eins og bölvuð snjóalögin. Sigmundur Benediktsson skrifar í Leirinn: „Í Góusól, eftir snjókomu“: Hellir geislum heiðrík sól hafsins flötur sindrar, foldin klædd í fannakjól fagurlega tindrar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Messufall, geyfa og maldur Í klípu „ÞEIR SEGJA AÐ HANN HAFI DÁIÐ Á FRIÐSÆLAN HÁTT, EN ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI. ÉG GAT ALDREI FENGIÐ HANN TIL ÞESS AÐ FARA ÚT ÁN ÞESS AÐ LENDA Í HEILMIKLUM SLAG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MUNDIRÐU EFTIR SÓLARVÖRNINNI MINNI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja stofna ykkar eigin fjölskyldu. ÞAÐ ERU VISSULEGA MÖRG KATTARMYNDBÖND Á NETINU AUÐVITAÐ… ÞESS VEGNA VAR ÞAÐ FUNDIÐ UPP ÞESSI FISKUR ER NÁNAST HRÁR! HANN ER ÓÆTUR! JÆJA, ÞAÐ ERU AÐRIR SEM ERU ÓSAMMÁLA ÞÉR! Samsæriskenningar af ýmsumtoga hafa fengið byr undir báða vængi undanfarin ár. Kenningar þessar eru af ýmsum toga og miss- annfærandi eins og gengur. Ýmsir telja að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda hafi ekki staðið að baki árás- unum á tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Wash- ington 11. september 2001, heldur hafi búið að baki samsæri banda- rískra stjórnvalda eða gyðinga. Til- gangurinn hafi verið að búa til átyllu til að láta til skarar skríða til að tryggja yfirráð yfir olíu, undiroka múslima eða eitthvað annað að eigin vali. x x x Svo eru þeir sem telja að helstuvalda- og áhrifamenn heims séu eðlur í felubúningum, sem hafi í huga að koma á nýrri heimsskipan og ala á ótta með því að hleypa öllu í bál og brand. Hryðjuverkin 11. september 2001 eru vitaskuld hluti af samsær- inu. Á næstunni er væntanlegur hingað til lands David Icke, sem hef- ur verið kallaður konungur samsær- iskenninganna. Hann kveðst sann- færður um að skriðdýr í mannsmynd stjórni helstu stofnunum heims og ætlar að reifa kenningar sínar í tíu klukkustunda löngum fyrirlestri í Hörpu í lok mánaðar. Líklegt er að þar muni meðal annars koma fram að tunglið sé geimstöð og hafi verið komið fyrir á braut um jörðu. x x x Þýski menningarsagnfræðingurinnMichael Butter segir í viðtali við Der Spiegel að samsæriskenningar séu síður en svo nýjar af nálinni. Hann telur hæpið að halda því fram að þeir sem trúi á slíkar kenningar séu með lausa skrúfu og bendir á að annar hver Bandaríkjamaður trúi á að minnsta kosti eina slíka. Butter segir að margir hneigist til að trúa á samsæriskenningar vegna þess að þá sé hægt að útiloka tilvilj- anir. Hann segir að sprenging hafi orðið í samsæriskenningum í kjölfar upplýsingarinnar. Á 18. öld hafi trúin á guðlega áætlun að baki sköp- unarverkinu þar sem allt fékk til- gang gefið eftir. Til þess að rétta af tilgangshallann hafi samsærismenn- irnir leyst guð af hólmi. vikverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh. 10:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.