Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á síðustu tveimur árum hafa hluta- bréf olíufélagsins N1 hækkað um tæp 170% í Kauphöll Íslands. Síðustu tólf mánuði nemur hækkunin um 75%. Þegar mest lét og bréf félagsins voru í hæstu hæðum um miðjan febr- úar höfðu þautvöfaldast í verði á einu ári. Eru þau félög vandfundin sem sýnt hafa slíka frammistöðu á hluta- bréfamarkaði hérlendis á síðustu ár- um. Elvar Ingi Möller hjá greiningar- deild Arion banka segir að ýmsar ástæður megi tína til þegar litið er yf- ir gott gengi N1 á síðustu misserum. „Afkoman hefur þróast á betri veg en markaðurinn og greiningaraðilar sáu fyrir í upphafi síðastliðins árs. Fyrir það fyrsta var í byrjun síðasta árs gert ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 3-3,1 milljarður króna. Síðan uppfærðu stjórnendur N1 afko- muspá sína þrisvar og að lokum end- aði hún rétt yfir efri mörkum síðustu spárinnar, sem hljóðuðu upp á 3,5-3,6 milljarða.“ Segir hann að tvennt hafi ráðið mestu um hina góðu rekstrarniður- stöðu. Annars vegar hafi umferðin um þjóðvegi landsins aukist mikið, um 13%, og sé það fordæmalaus aukning milli ára. „Félagið býr því vel að því að vera með þétt þjónustunet útsölustöðva á eldsneyti vítt og breitt um landið sem hefur fangað þessa miklu umferðar- aukningu sem var á síðastliðnu ári og mátti einkum rekja til fjölgunar ferðamanna. Sem dæmi má nefna að á öðrum fjórðungi síðasta árs keypti annar hver viðskiptavinur eldsneyti á fullu verði en þriðji hver viðskipta- vinur fyrir þremur árum. Það sýnir ágætlega áhrif ferðamanna á rekstur félagsins. Framlegð félagsins hefur því aukist töluvert, þar sem stærri og stærri hópur viðskiptavina félagsins kaupir eldsneyti á fullu verði.“ Hitt atriðið sem Elvar Ingi nefnir til sögunnar er hagstæð þróun á heimsmarkaði með eldsneyti. „Það er minni verðáhætta sökum birgðahalds þegar heimsmarkaðs- verðið er hækkandi því þá þurfa félög ekki að selja birgðir sem keyptar voru á hærra verði á grundvelli verð- lagningar sem tekur mið af lægra heimsmarkaðsverði.“ Hann bendir þó á að stjórnendur N1 geri nú ráð fyrir lægri EBITDA á þessu ári og að hún verði um 3,4-3,5 milljarðar. Þar hafi þeir helst nefnt tvö atriði til sögunnar. Annars vegar sjómannaverkfallið, sem nú er leyst en hefur áhrif þar sem lítið sem ekk- ert var veitt fyrstu tvo mánuði ársins. Hins vegar kunni koma Costco á markaðinn að hafa áhrif. „Á þessum tímapunkti er erfitt að ná utan um möguleg áhrif Costco á eldsneytismarkaðinn hér heima. Það mun til dæmis vafalítið skipta máli hvort verðið verður svipað og það sem fólk fær í gegnum afsláttarlykla og annað þvíumlíkt eða hvort Costco mun bjóða upp á hagstæðara verð fyrir neytendur,“ segir Elvar Ingi. 75% hækkun síðasta árið  Mikið flug hefur verið á N1 í Kauphöll á síðustu misserum  Ferðaþjónustan haft meiri áhrif en gert var ráð fyrir  Costco hefur áhrif á afkomuspá þessa árs Þróun hlutabréfaverðs N1 – leiðrétt fyrir arðgreiðslum og lækkun hlutafjár Heimild: Bloomberg og Arion banki 160 140 120 100 80 60 40 20 0 30 .12 . 2 01 4 28 .2. 20 15 30 .4. 20 15 30 .6. 20 15 31 .8. 20 15 31 .10 . 2 01 5 31 .12 . 2 01 5 29 .2. 20 16 30 .4. 20 16 30 .6. 20 16 31 .8. 20 16 31 .10 . 2 01 6 31 .12 . 2 01 6 28 .2. 20 17 hann um sjö ára skeið í Lundúnum og New York, m.a. hjá ABN AMRO og Royal Bank of Scotland. Valdi- mar er einnig að- júnkt við Háskóla Íslands. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda GAMMA, mun taka við sem framkvæmda- stjóri sjóða. Þá hefur GAMMA ráðið Ingva Hrafn Ósk- arsson sem framkvæmdastjóra sér- hæfðra fjárfestinga og fyrirtækja- verkefna. Ingvi Hrafn hefur undanfarin ár starfað sem lögmaður og verið meðeigandi að lög- fræðiskrifstofunni Lögmenn Lækjargötu. Lýður Þór Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, mun láta af störfum hjá fyrirtækinu. GAMMA er með rúmlega 120 milljarða króna í stýringu fyrir stofnfjárfesta og efnameiri ein- staklinga. Sjóðir í rekstri hjá félag- inu eru meðal stærstu fjárfesta á ís- lenskum fasteignamarkaði. Erlendis sinnir félagið fyrirtækjaverkefnum og fjárfestingarráðgjöf. Valdimar Ármann mun taka við starfi forstjóra GAMMA Capital Management á Íslandi nú um mán- aðamótin. Gísli Hauksson, fráfar- andi forstjóri og annar stofnenda fé- lagsins, mun hins vegar taka við stjórnarformennsku á næsta aðal- fundi. Í tilkynningu frá GAMMA segir að ásamt því að móta stefnu fé- lagsins á Íslandi muni Gísli stýra uppbyggingu starfseminnar í New York og Lundúnum. Valdimar Ármann var á meðal fyrstu starfsmanna GAMMA á upp- hafsárum félagsins, en áður starfaði GAMMA gerir breytingar á yfirstjórn  Gísli Hauksson fer í stjórnina og Valdimar Ármann tekur við sem forstjóri Gísli Hauksson Valdimar Ármann Ingvi Hrafn Óskarsson 1. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.49 106.99 106.74 Sterlingspund 132.42 133.06 132.74 Kanadadalur 80.75 81.23 80.99 Dönsk króna 15.174 15.262 15.218 Norsk króna 12.724 12.798 12.761 Sænsk króna 11.799 11.869 11.834 Svissn. franki 105.96 106.56 106.26 Japanskt jen 0.9475 0.9531 0.9503 SDR 144.02 144.88 144.45 Evra 112.8 113.44 113.12 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 145.9948 Hrávöruverð Gull 1251.9 ($/únsa) Ál 1907.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.96 ($/fatið) Brent WOW air hagnaðist um 4,3 milljarða króna árið 2016 en árið áður nam hagnaðurinn 1,5 milljörðum króna. Tekjurnar jukust um 111% milli ára og námu 36,7 milljörðum króna á síðasta ári. EBITDA hagn- aður nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum. Á síðasta ári flutti WOW air 1,67 milljónir far- þega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Á síðasta ári bætti félagið sjö þot- um við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins, tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þess- um þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm nýj- um Airbus-þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir flug- félagið vel í stakk búið til að mæta vaxandi samkeppni með því að lækka fargjöld enn frekar. Hagnaður WOW var 4,3 milljarðar Skúli Mogensen  Tekjur meira en tvöfölduðust í fyrra Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.