Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 Góður vinur, Rík- harður Jónsson, hef- ur kvatt okkur eftir erfið veikindi. Það eru aðeins rúmar fimm vikur síð- an Hallbera Leósdóttir, Ninna, eiginkona hans, lést. Frá barn- æsku þekkti ég hann eins og flest- ir Akurnesingar, knattspyrnu- kappann, sem var dáður og virtur af bæjarbúum. Sjómennska og búskapur voru stunduð á Skagan- um á uppvaxtarárum okkar. Allir tóku þátt, hjálpuðu til við línubeit- ingu og hugsuðu um kýr og kind- ur. Það þekktum við báðir. Frítím- inn var hins vegar til leikja og keppni. Þar var knattspyrnan í öndvegi og Ríkharður fremstur í flokki. Samstarf okkar og vinátta hófst í Oddfellowreglunni, st. Agli á Akranesi, fyrir meira en hálfri öld og áttum við samleið í starfinu upp frá því. Frá upphafi hrifumst við af mannræktar- og líknarstarfi Reglunnar. Þar var unnið að stórum líknarverkefnum. Við vor- um einnig félagar í tveimur deild- um reglunnar í Reykjavík og sótt- um fundi þangað þegar færi gafst. Áður en Hvalfjarðargöngin voru opnuð lentum við oft í vondum veðrum á vetrarferðum til Reykjavíkur í stórhríð og ófærð. Aldrei kom til greina að snúa við því á fundinn ætluðum við. Rík- harður þekkti ekki það hugtak að hætta við eða gefast upp. Í gegnum árin þurfti hann oft að takast á við afleiðingar slysa og erfiðar aðgerðir, aldrei heyrðist hann kvarta. Alltaf jákvæður og ákveðinn í að ná bata. Hann sagði stundum: Ég er betri en nýr.“ Það var gaman að vera sam- vistum við hann og stutt í skopið. Hann var sannkallaður sagna- brunnur, sagði skemmtilega frá, kunni endalausar sögur og hermdi eftir persónum svo allir gátu hlegið og skemmt sér. Grín- ið var græskulaust. En bak við hláturinn bjó alvara og umhyggja fyrir velferð þeirra sem minna máttu sín. Ríkharður Jónsson ✝ RíkharðurJónsson fædd- ist 12. nóvember 1929. Hann lést 14. febrúar 2017. Útför hans fór fram 27. febrúar 2017. Þau hjónin, Haddi og Ninna, áttu sér griðastað í sumarbú- staðnum í Ölveri. Þar undu þau við gróðursetningu og útivist. Gott var að heimsækja þau í bú- staðinn. Gestrisni þeirra rómuð þar eins og heima á Skaganum. Haddi var mikill Skagamaður, virkur í félagsstarfi og alltaf tilbúinn að leggja góðum málum lið. Aðrir hafa gert þeim málum góð skil og mun ég þess vegna ekki rekja það frekar hér. Hann var kjörinn heiðursborgari Akraness fyrir margháttuð störf. Þegar við minnumst Hadda er Ninna ávallt við hlið hans, traust og örugg. Fjölskyldan var stór og einstaklega samhent, mikil ást og væntumþykja einkenndi allt sam- band þeirra. Þegar Ninna kvaddi fyrir rúmum mánuði var sem slokknaði lífsneisti vinar okkar. Við Elín eigum ógleymanlegar minningar frá samstarfi og sam- veru okkar með þeim hjónum. Við störfuðum saman í Oddfel- lowreglunni, fórum saman í fjöl- margar ferðir, m.a. hálendisferð- ir með skátunum, siglingar með skemmtiferðaskipum og ferðir um Íslendingabyggðir í Kanada. Frá þeim ferðum er margs að minnast. Betri vini og skemmti- legri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér. Við þökkum Hadda og Ninnu trausta vináttu og ógleymanlegar samverustundir. Við söknum góðra vina og þökkum áratuga fórnfúst starf í þágu Oddfellow- reglunnar og annarra góðra mál- efna. Við biðjum þeim og fjölskyld- unni allri Guðs blessunar. Bragi Þórðarson. Þegar ég fór fyrst að fylgjast með fótbolta, á árunum fyrir 1950, voru þar tveir knattspyrnumenn sem skáru sig úr hvað hæfileika snerti. Annar var Albert Guð- mundsson, hinn Ríkharður Jóns- son. Albert gerðist atvinnumaður í íþróttinni með glæsibrag, en er nú fallinn frá. Hin kempan, Rík- harður, átti sér lengri aldur, allt fram á níræðisaldur, þar til nú, að dánartilkynning birtist. Ég minni á, að í kjölfar lýðveldisstofnunar á Íslandi, var háður landsleikur í knattspyrnu á Melavellinum í Reykjavík, gegn Svíþjóð. Ísland vann leikinn 4-3. Þá varð Ríkharður Jónsson lands- frægur fyrir að skora öll mörkin fyrir okkur. Og í framhaldinu lögðu Akurnesingar knattspyrn- una undir sig, hvað afrek og meistaratitla varðaði. Það var í rauninni ótrúleg staðreynd að lítið þorp, Akranes, gat framleitt hvern snillinginn á fætur öðrum í þessari íþrótt, knattspyrnunni. Með Ríkharð í broddi fylkingar. Ekki bara besti maður vallarins, heldur og sem þjálfari og forystu- sauður innan sem utan vallar. Markaskorari, fyrirliði, þjálfari og stjórnandi. Allt í öllu. Í lok sjötta áratugarins var mitt félag, KR, einnig með gott lið og kappleikir milli Akraness og KR voru þá oftast ef ekki alltaf úrslita- leikir, sem Íslendingar fylgdust vel með. Alltaf troðfullt á áhorf- endapöllunum. Það var mín gæfa að kynnast Rikka, þessari goð- sögn, þessum snillingi, þegar leið- ir okkar lágu saman, á vettvangi landsliðsins, vera með honum í liði, njóta reynslu hans og ábend- inga, dást af færni hans og leik- gleði, hvort heldur sem mótherji eða meðspilari. Þegar ég varð fyrirliði landsliðsins var Ríkharð- ur þjálfari. Það var skemmtilegt tvíeyki. Alltaf var borinn virðing fyrir Ríkharði, innan sem utan vallar, og ég uppgötvaði að Rikki var ekki bara góður knattspyrnu- maður, heldur hlýr og einlægur karakter, kurteis, hlédrægur, fastur fyrir og drengur góður. Hann tók afstöðu með lítilmagn- anum, hafði einlæga og staðfasta skoðun á mikilvægi jafnaðar og samkenndar. Sjálfur var hann málari að atvinnu, iðnaðarmaður og verkamaður. Þar var hann líka í fremstu röð. Seinni árin hafa verið erfið hjá mínum gamla vini, en alltaf hélt hann ró sinni og sýn, gagnvart mönnum og málefnum. Heiðarleg- ur, látlaus og sjálfum sér trúr. Tróð sér aldrei fram, áreitti ekki fólk, en gaf af sér og afstaða hans var skýr og afdráttarlaus. Þannig var sá Ríkharður sem ég þekkti og virti. Og í þeim anda kveð ég þennan yndislega samferðamann. Með þakklæti og virðingu. Ég leyfi mér líka að senda samúðarkveðju frá öllum „mót- herjum“ hans í gamla góða KR- liðinu. Ellert B. Schram. Ríkharður ljónshjarta – það hét hann alla vega meðal okkar, aðdáenda hans fyrir vestan. Stundum Rikki hinn ósigrandi. Það leikur enn ljómi um nafnið, 66 árum eftir að hann – nánast einn síns liðs – sigraði ólympíumeist- ara Svía í landsleik í knattspyrnu árið 1951 – 4:3. Loksins höfðu Íslendingar sannað, þar sem á reyndi, að þeir væru engir eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða. En af því að knattspyrna á að heita hópíþrótt, var þetta einstaklingsafrek þeim mun ótrúlegra. Hvílíkur galdra- maður. Óviðjafnanlegur. Á þess- um 90 mínútum skráði Ríkharður nafn sitt óafmáanlega á spjöld Ís- landssögunnar. Hafi nokkur ein- staklingur gerst fyrirmynd og átrúnaðargoð heillar kynslóðar hins unga lýðveldis, þá var það hann: Skagamaðurinn frækni. Seinna – löngu seinna – átti ég eftir að kynnast honum sem bæj- arfulltrúa og forystumanni okkar jafnaðarmanna á Akranesi, og síðar í Vesturlandskjördæmi. Við vorum óneitanlega stoltir af því – jafnaðarmenn – að eiga slíkan af- reksmann í okkar röðum. Ég gantaðist stundum við hann, að það hefði komið úr hörðustu átt, að hann – erkikratinn – hefði leik- ið stjörnulið fyrirmyndarríkis jafnaðarstefnunnar svona grátt. Gott ef það þyrfti ekki að efna til sérstaks sáttafundar í Alþjóða- sambandinu fyrir vikið. Ríkharður Jónsson var gegn- heill drengskaparmaður, sem kvað að, hvar sem hann haslaði sér völl. Hann unni sinni heima- byggð og lagði fram krafta sína óskerta til að gera hennar hlut sem mestan. Enda bar hann hróð- ur hennar hvert sem hann fór. Við, íslenskir jafnaðarmenn, kveðjum afreksmanninn með eft- irsjá, aðdáun og djúpri virðingu. Við vottum fjölskyldu hans og vin- um okkar dýpstu samúð. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Við fráfall Ríkharðs Jónssonar sjá Framarar á eftir litríkum fé- laga og vini. Ríkharður var aðeins 17 ára þegar hann kom frá Akra- nesi til Reykjavíkur og hóf mál- aranám 1947. Meistari hans var Eiríkur Jónsson, húsa- og listmál- ari, sem varð margfaldur Íslands- meistari með Fram. Rikki minnt- ist Eiríks, sem hannaði Fram- merkið, á 80 ára afmæli Fram 1989 þegar hann gaf bikar, Ei- ríksbikarinn, til minningar um meistara sinn. Bikarinn hefur ár- lega verið veittur ungum leik- manni sem hefur sýnt mestar framfarir í yngri flokkum félags- ins. Þegar Rikki gekk til liðs við Fram sýndi hann strax hvers hann var megnugur – skoraði 9 af 12 mörkum Fram sem varð Reykjavíkurmeistari. Þá var hann lykilmaður í Íslandsmeist- araliði Fram um sumarið og lék sinn fyrsta landsleik. Í byrjun árs 1951 sendi Fram Ríkharð til Þýskalands til að kynna sér betur listir knattspyrn- unnar og var Ríkharður Fram alla tíð þakklátur fyrir þá velvild og sagði að ÍA hefði alltaf staðið í þakkarskuld við Fram. „Framar- ar fengu boð um að senda mann til Koblenz. Þeir buðu mér að fara þrátt fyrir að þeir vissu að ég myndi fara á ný til Akraness vorið 1951. „Ég er viss um að það hefðu ekki orðið stórlegar breytingar hér á Akranesi, ef ég hefði ekki farið til Þýskalands,“ sagði Rík- harður í bókinni: 100 ára saga Ís- landsmótsins í knattspyrnu. Ríkharður var mikill Framari og hugur hans var alltaf hjá Fram. Hann lét sig aldrei vanta á herrakvöld Fram – allt frá byrjun – og á meðan heilsa hans var góð. Þá mætti hann á allar hátíðar- stundir félagsins og einnig til að kveðja gamla félaga. Rikki var sæmdur Gullmerki Fram 1989 – á sextíu ára afmæli sínu. Knattspyrnufélagið Fram kveð- ur heiðursmanninn Ríkharð Jóns- son með mikilli hlýju og þakkar honum fyrir ómetanlegan þátt í sögu félagsins. Börnum hans og öðrum ástvinum eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Sigmundur Ó. Steinarsson. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víkingi Ríkharður Jónsson, málara- meistari á Akranesi, heiðurs- borgari samfélagsins þar, bæjar- fulltrúi um langa tíð og síðast en ekki síst einn besti knattspyrnu- maður Íslendinga fyrr og síðar, er látinn á 88. aldursári. Ríkharð- ur var alla tíð mikil hamhleypa til vinnu og var vinnudagurinn lang- ur. Ríkharður bar aldur sinn vel og var reisulegur í fasi þó síðustu ár hefðu verið honum erfið. Skap- höfnin var ljúf. Hann var mikill keppnismaður og honum var ósýnt um að tapa. Ferillinn á knattspyrnuvellinum var ótrú- legur, en Ríkharður innleiddi al- gerlega nýjan stíl í knattspyrn- unni og segja má að hann hafi verið 25 árum á undan sinni sam- tíð. Aðferðafræðin sést nú víða á knattspyrnuvöllum hérlendis sem erlendis. Hann hafði nefni- lega sérstakt lag á því að skýla boltanum með efri hluta líkamans með sértækum hreyfingum, sem gerði það að verkum að mjög erf- itt var að ná af honum boltanum. Þess utan var Ríkharður afar fljótur og sterkur frá náttúrunn- ar hendi. Þá var skothörku hans upp við mark andstæðinganna viðbrugðið. Fyrir sóknarmann var þetta kjörstaða, sem Rík- harður kunni vel með að fara alla tíð. Fyrir unga pilta sem voru að feta sig áfram í fræðunum var Ríkharður augljós fyrirmynd. Ríkharður fór aldrei í mann- greinarálit. Hann talaði jafnt við alla, hvort sem viðkomandi var byrjandi inni á vellinum, í litlu neðrideildarliði eða lengra kom- inn. Hann vék jafnan góðu að og var uppörvandi. Það var og hefur alltaf verið mikið tilhlökkunarefni að heimsækja völlinn á Akranesi. Umgjörðin þar minnir alltaf á út- lönd í þess orðs bestu merkingu og mikill kúltúr er yfir áhorfend- um. Fyrir aðkomulið er völlurinn mjög erfiður og krefst mikils út- halds í allar mínúturnar 90. Undirritaður átti þess kost að leika á móti Ríkharði í einum af síðustu leikjum hans á vellinum. Það var í undanúrslitum í Bikar- keppni KSÍ árið 1967 á Akranesi í kolvitlausu veðri seint að hausti á malarvellinum þar. Boltinn var meira úti í sjó en inni á vellinum. Skagamenn sendu það ár tvö lið til keppni sem þeir kölluðu af lítillæti ÍA a og b. Gömlu hetjurnar skip- uðu b-liðið með Rikka og Donna í fremstu línu. Upplifunin var mikil. Víkingar unnu leikinn 1-0. Rík- harður var fyrstur inn í klefann til að þakka fyrir leikinn í leikslok. Það var ævinlega hans stíll. Samskipti knattspyrnumanna á Akranesi og forystumanna íþróttanna þar í bæ og Víkings hafa verið mikil alla tíð. Stofnandi og fyrsti formaður Víkings, Axel Andrésson, var um áratugi erind- reki íþróttahreyfingarinnar og ferðaðist vítt og breitt um landið og boðaði fagnaðarerindi íþróttanna. Axel dvaldi mikið á Akranesi á fimmta áratug síðustu aldar og gerði þaðan út í ná- grannasveitir. Þegar Víkingur varð 100 ára, 2008, boðuðu for- svarsmenn íþróttahreyfingarinn- ar á Akranesi Víkinga á sinn fund og skenktu þeim ýmis gögn um Axel og störf hans þar. Á útfarardegi Ríkharðs Jóns- sonar er honum þökkuð leiðsögn- in, skemmtunin og vinskapurinn um leið og ættingjum hans eru sendar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Ríkharðs Jónssonar. Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs. Einn dáðasti og besti knatt- spyrnumaður okkar Íslendinga, Ríkharður Jónsson, er fallinn frá. Það var einhver óútskýranleg ára og ljómi í kringum Rikka, eins og hann var gjarnan kallaður í fót- boltanum. Á árum áður þegar ég var að vaxa úr grasi vorum við ungu leikmennirnir allir meðvit- aðir um afrek Ríkharðs. Svíaleikurinn frægi árið 1951 á Melavellinum, þar sem Ríkharður gerði öll mörk Íslands í 4-3 sigri var og er enn leikur sem lifir sterkt með þjóðinni. Gullaldarlið Skagamanna varð síðan nánast ósigrandi á 6. áratug síðustu aldar og var Rikki þar fremstur á meðal jafningja, bæði sem þjálfari og leikmaður. „Skagamenn skoruðu mörkin“ og Rikki flest þeirra eins og í landsliðinu þar sem hann átti markametið fram yfir aldamótin eða 17 mörk í einungis 33 lands- leikjum. Hann var einnig lands- liðsþjálfari árin 1962 og 1969- 1971. Ríkharður afrekaði svo margt og hann var okkur mörgum mik- ilvæg fyrirmynd. Hann var leik- maður sem skaraði fram úr og gerði það með stæl og þokka. En eftir stendur samt fyrst og fremst manneskjan, faðirinn og afinn sem nú er kvaddur af fjöl- skyldu og ástvinum. Hann fylgir nú Hallberu sinni sem kvaddi ein- ungis fyrir nokkrum vikum. Það eru kannski ein bestu eft- irmæli fótboltahetjunnar Rikka Jóns að hann var „drengur góður“ eins og vinur hans úr boltanum, Ellert B. Schram, orðaði það. Því að þegar öllum sigrunum og kappi sleppir þá stendur eftir maðurinn og vinurinn Rikki. Ég minnist nú Ríkharðs með þá mynd af honum í huganum að leiða unga Skaga- menn inn í nýtt knatthús þeirra á Akranesi fyrir nokkrum árum. Hann var þá eins og ávallt glæstur á velli og stoltur af sínu fólki. Ég vil votta fjölskyldu og ást- vinum Ríkharðs, fyrir hönd Knattspyrnusambands Íslands, okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Ríkharðs Jónssonar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Hafi ég átt aðra bernskuhetju en Gunnar á Hlíðarenda var það Ríkharður Jónsson. Áttan og inn- herjinn frækni á vinstra vængn- um í gullaldarliði Skagamanna og landsliði Íslands hreif mig mjög. Þá þótti mér sumar byrja er leikur Akraness og Reykjavíkurúrvals fór fram á Melavellinum fyrir Ís- landsmótið. Ég og Ingi faðir minn héldum með Akranesliðinu, vaxn- ir úr grasi á Seyðisfirði, og fögn- uðum sigrum þess á Reykvíking- um. Rikki var eldfljótur og leiftrandi flinkur, gaf sendingar á kanta og framherja og þrumaði í mark með hægri og vinstri fæti og gerði ófá skallamörk. Mér þótti hann bera af erlendum landsliðs- mönnum þótt íslenska landsliðið færi oftast halloka fyrir þeim. Væri ég fyrir austan las ég íþróttafréttir Þjóðviljans sem greindu vel frá fótboltafimi Rikka og Sigurður Sigurðarson lýsti af- rekum hans í útvarpinu. Rikki fékk tilboð um að leika erlendis, en margt stóð í vegi fyrir því og hann vildi ógjarnan fara frá Akranesi. Rikki fór þó utan og æfði með Arsenal í Lundúnum. Hann fékk þá brjósklos og slas- aðist en komst samt aftur á fót- boltavöll. Rikki hafði misst hraða og snerpu en var þó enn öðrum fremri. Enginn íslenskur fótbolta- maður sem ég hef séð hefur haft sama sigurvilja, drifkraft og eins fjölbreytta færni og Rikki á fót- boltavelli, og ómæld eru þau áhrif sem hann hefur haft á íslenska knattspyrnu með framgöngu sinni, þjálfun, hvatningu og holl- ráðum. Þegar ég, áratugum síðar, skírði einn afkomanda Rikka í Hafnarfirði fékk ég loks að hitta hetjuna fyrir og sagði honum þá hversu hann hefði hrifið mig í bernsku. Hann bauð mér að heim- Því miður birtist ekki allur texti þessarar greinar á útfarardegi. Hér er greinin í heild. Þá er komið að kveðjustund- inni, mamma. Þú varst okkur systkinunum góð móðir og hugs- aðir alltaf um okkur eins vel og þú gast. Elstur er Egill, sá sem þú hugsaðir um ein, uns Herbert kom inn í líf þitt og þið giftust. Svo eignaðistu Kolbrúnu, sem var skírð í höfuðið á kærri vin- konu þinni, sem gekk alltaf undir nafninu „Kolla í Hafnarfirði“ og var stór partur af lífi okkar í marga áratugi. Það var ekkert svo smátt í fjölskyldunni, afmæli, fermingar, giftingar eða annað, að Kolla í Hafnarfirði mætti ekki og þið vinkonurnar voruð þær sem héldu uppi fjörinu. Þá kom Sveinn Haukur í heiminn og við Guðbjörg Egilsdóttir ✝ Guðbjörg Eg-ilsdóttir fædd- ist 1. ágúst 1937. Hún lést 13. febr- úar 2017. Útför Guð- bjargar fór fram 24. febrúar 2017. urðum fimm manna fjölskylda og flutt- um úr Kópavogin- um í Garðabæ, þar sem allt lék í lyndi um hríð. Svo kom skilnaður ykkar Hebba og þú fluttir í Kópavoginn með Kollu og Svenna, en Egill varð eftir hjá Hebba. Þú varst ekki ánægð með að Egill flytti ekki með, en vissir að þeir voru miklir vinir – eins og þú og Herbert voruð alla tíð þrátt fyrir skilnaðinn. Nokkrum árum síðar fluttuð þið svo aftur í Garðabæ, í Goða- tún 5, aðeins nokkrum húsum frá Herberti og Agli. Þá fórstu að vinna í Bitabæ, rétt hjá heimilinu og vannst mikið en hafðir alltaf tíma fyrir okkur. Goðatún 5 varð fljótt áfangastaður fyrir vini Svenna. Þar var oft mikið fjör, en það voru reglur settar af hús- móðurinni. Allir virtu þær, enda varst þú ákveðin kona en sann- gjörn, og góð við drengina, þótt stundum væru þeir fimm, sex, eða jafnvel fleiri, í 60 fermetra húsnæði. Kolla flutti snemma að heiman og eignaðist svo Töru, sem þú passaðir oft, og þér leiddist ekki ömmuhlutverkið. Heilsa þín var oft ekki góð og stundum var mjótt á munum, en þú sigraðir alltaf. Um síðir varð gigtin svo slæm að þú þurftir að hætta að vinna og það var þér þungbært. Árið 2001 fluttir þú svo á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, til að vera nær systrum þínum, þeim Önnu og Grétu. Nokkrum árum síðar fórstu svo á Grund í Reykjavík og við tók hinn viku- legi heimsóknartími. Á hverjum sunnudegi, eftir hádegi, kom yf- irleitt einnhver. Oftast var það Egill, en Sveinn og Kolbrún kíktu líka við. Lad kom líka í heimsókn, sérstaklega þegar Egill var í hinum margra vikna Taílandsferðum sínum. Heilabilun þín varð þér erfið undir lokin, en alltaf sá maður hilla undir brosið þitt kankvísa alveg til síðustu heimsóknar. Við börnin þín þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Núna ertu komin á góðan stað og hefur hitt Kollu í Hafnafirði, ömmu Stefaníu, Grétu frænku, Egil afa, auk Herberts og nú er líklega heilmikið verið að spjalla saman. Kær kveðja frá Lad og Wor. Þú gekkst Lad í móðurstað þeg- ar hann kom til framandi lands og þú varst vinur hans, rétt eins og hann væri eitt barna þinna, í yfir 20 ár. Egill Grétar, Kolbrún og Sveinn Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.