Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017
Að undanförnu hafa verið aðbirtast sérkennilegar fréttir
af aðkomu vogunarsjóða að ís-
lenska bankakerfinu. En nú þykj-
ast menn sjá merki
þess að stjórn-
arliðar sem afhentu
slíkum tvo rík-
isbanka umræðu-
laust sem „hrein
vinstristjórn“ sjái
að sér.
Styrmir Gunn-
arsson, fyrrverandi
ritstjóri, skrifar:
Umræður, sem fram fóru á Al-þingi í gær að frumkvæði
Katrínar Jakobsdóttur, formanns
VG, og Oddnýjar G. Harðardóttur,
fyrrverandi formanns Samfylk-
ingar, um málefni fjármálafyr-
irtækja, eru mjög mikilvægar.
Þær eru vísbending um að þingiðsé að vakna til vitundar um að
taki það ekki til hendi nú þegar um
endurskipulagningu bankakerf-
isins, verði leikurinn frá því fyrir
hrun endurtekinn, þótt það yrði
með svolítið öðrum formerkjum.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-ardóttur hafði áreiðanlega í
mörgu að snúast á árunum 2009-
2013 en það undarlega var að hún
skyldi ekki hefjast þá þegar handa
um það verkefni, eins og margar
aðrar þjóðir í okkar heimshluta
gerðu.
Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnarFramsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks var farið að ræða sölu
ríkisbanka eins og ekkert væri
sjálfsagðara, þótt ekkert sem máli
skipti hefði verið gert til að takast
á við þá veikleika, sem leiddu til
hruns bankanna.
En nú virðist þingið vera aðvakna af værum svefni og
tími kominn til.“
Styrmir
Gunnarsson
Batamerki
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.2., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Bolungarvík -2 heiðskírt
Akureyri -2 léttskýjað
Nuuk -4 alskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 5 súld
Stokkhólmur 4 þoka
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 1 snjókoma
Brussel 4 skúrir
Dublin 8 skúrir
Glasgow 7 skýjað
London 4 skúrir
París 8 skýjað
Amsterdam 4 skúrir
Hamborg 7 skúrir
Berlín 10 heiðskírt
Vín 9 skýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 15 skýjað
Madríd 11 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 14 rigning
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -17 heiðskírt
Montreal 0 léttskýjað
New York 6 léttskýjað
Chicago 11 þoka
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:34 18:47
ÍSAFJÖRÐUR 8:45 18:46
SIGLUFJÖRÐUR 8:28 18:29
DJÚPIVOGUR 8:05 18:15
Mildur vetur hefur haft það í för með sér að sala á
heitu vatni hjá Veitum ohf., dótturfyrirtæki Orku-
veitu Reykjavíkur, hefur verið umtalsvert minni
en í fyrravetur. Hjá Veitum merktu menn ekki
umtalsverða aukningu um síðustu helgi þegar
snjóaði og kólnaði í höfuðborginni.
Samkvæmt upplýsingum frá Veitum nam sala á
heitu vatni 36 milljón rúmmetrum (tonnum) frá og
með september 2016 út janúar 2017. Salan á sama
tímabili árið á undan nam 39 milljón rúmmetrum.
Árið 2015 var í reynd metár frá upphafi í heita-
vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu.
„Um 90% af heita vatninu eru notuð til húshit-
unar og því getur nærri hvort við sjáum ekki áhrif
þessa milda vetrar í heitavatnsnotkuninni,“ segir í
svari Veitna.Veðurfarsáhrif séu þó ekki aðeins
bundin við lofthita. Vindafar (meiri kæling =
meiri notkun) og sólarstundir (meiri ylur inn um
glugga = minni notkun) skipti líka talsverðu máli.
„Á móti mildu veðri vegur að talsvert hefur
bæst við af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og
þetta nýja rými þarf allt að hita upp,“ segir í svari
Veitna ohf. sisi@mbl.is
Minna heitt vatn á mildum vetri
Sala á heitu vatni
dregst saman hjá Veitum
Ljósmynd/Veitur
Hitaveitutankar Minna hefur selst af heitu vatni
í vetur vegna þess hve veðrið hefur verið milt.
Lögregla hefur til rannsóknar 8-12
mál sem tengd eru misnotkun ein-
staklinga á appi Íslandsbanka sem
ber nafnið Kass. Forritið er notað
til að millifæra lægri upphæðir og
deila kostnaði. Hámarksmillifærsla
í appinu er 100 þúsund krónur, en
samkvæmt upplýsingum frá bank-
anum nemur heildarupphæð þess
sem stolið var um einni milljón
króna. Í þessum tilvikum komust
óprúttnir aðilar yfir greiðslukorta-
upplýsingar og skráðu kortin inn í
appið. Með þeim hætti millifærðu
þeir fé inn á eigin bankareikninga.
„Það er alltaf hægt að sjá hver er á
bak við svikin og við höfum gefið
lögreglu þær upplýsingar,“ segir
Unnur Johnsen, vörustjóri Kass.
Atvikin komust flest upp á síðasta
ári og að sögn Unnar hefur eitt til-
vik komið upp það sem af er ári.
Viðskiptavinum hefur verið bætt
tjónið. vidar@mbl.is
Milljón stol-
ið með Kass
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsbanki Kass er notað til þess
að millifæra og skipta reikningum.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt