Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 Kr. 75.000,- með VSK Sleðasög SP6000 Sögunardýpt @90° 57 mm Sögunardýpt @45° 40 mm Þvermál blaðs 165 mm Afl mótors 1300 W Þyngd 4,4 kg Lengd á landi (fylgir með) 1,40 m Sleðasögmeð landi ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefverslun: www.thor.is IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2016 Suburban LT1 8 manna bíll, keyrður 16.000 km. 5,3L V8, 355 HÖ. VERÐ 13.090.000 2017 Ford F-350 Lariat 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque VERÐ 10.740.000 2017 Ram Limited 3500 í litnum True Blue Pearl, 6,7L Cummins, loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, hiti í stýri, sóllúga, 35” vetrardekk innifalin í verði. Eigum einnig rauðan á lager. VERÐ 10.890.000 2016 Ford Lariat F-350 Lariat í litnum Green Gem Metallic, með Ultimate- og krómpakka. t.d. með sóllúgu og upphituð/loftkæld sæti, fjarstart og trappa í hlera. 6,7L Diesel, 440 Hö, 860 lbs-ft of torque. 35“ vetrardekk innifalin í verði. VERÐ 9.980.000Ath! Myndin er af sambærilegum bíl Hvað á það að þýða að koma enn fram með þetta Bakkusarfrumvarp á Alþingi og heimta áfengissölu í kjörbúðum? Þetta unga fólk, sem nú situr í þingsölum, virðist ekki gera sér grein fyrir því að áfengi hefur um aldir verið einn helsti bölvaldur fjölskyldna og heimilanna og lagt líf mýmargra í algera rúst. Er svo eftirsóknarvert að auka á þann vanda frá því sem orðið er, eða hvað er þetta fólk að hugsa eig- inlega? Ég veit að engir ábyrgir foreldrar og uppalendur kæra sig um að fá áfengissölu í kjörbúðir, jafnvel þótt þeir smakki það sjálfir. Þar sem ég hef komið inn á heimili hefur áfengi líka hvergi verið á glámbekk, þar sem börn geta náð til þess. Þessi þráhyggja í vinum Bakkusar á þingi er alveg óskilj- anleg. Ég hvatti til þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál í blaðagrein í fyrra. Nú hefur Birgitta Jónsdóttir tekið undir þá kröfu. Ég skyldi verða ein af þeim fyrstu sem skrif- uðu undir slíka áskorun. Mál er að linni þessari vitleysu, enda fer þetta eins og ESB-ruglið að minna mest á Fróðárundrin. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vinir Bakkusar enn að á Alþingi Áfengi Á að leyfa sölu áfengis í matavöruverslunum? Sumir segja sem svo að á jörðinni hafi alltaf skipst á hita- og kulda- skeið og hlýnun nú sé bara ein af þeim sveifl- um en gleyma að allar breytingar hafa sínar orsakir. Landrek, eld- gos, myndun fjallgarða og veðrun bergs, árekstur við loftsteina, útgeislun sólar, mönd- ulhalli jarðar – allt þetta og fleira hef- ur haft áhrif. Hraða hlýnun núna er ekki hægt að skýra öðruvísi en að hún sé af mannavöldum – orka frá sólinni hefur ekki aukist að neinu ráði og möndulhalli jarðar nú ætti fremur að stuðla að kólnun. Jarðefnaelds- neyti á svo sem ekki alla sök; hrís- grjónaakrar Asíu og landfyllingar sorps losa mikið metan og hjarðir jórturdýra einnig og því gæti minni kjötneysla hjálpað til. Best er þó að einbeita sér að stóru mengunarvöld- unum – kolum og jarðefnaeldsneyti sem unnið er með berggliðnunar- tækni eða úr olíusandi. Nauðsynlegt er að skilja 2/3 jarðefnaeldsneytis eft- ir í jörðu, skv. IPCC, til að hafa von um að ná markmiðum Parísarsam- komulagsins og því ætti að fara var- lega í nýjar framkvæmdir, sér- staklega í sjó (BP-klúðrið á Mexíkóflóa 2010 er flestum enn í fersku minni). Eins og menn muna þvinguðu Bandaríkjamenn, undir forystu Bills Clinton, Evrópusambandið til að taka upp kolefniskvótakerfið (cap-and- trade) í Kyoto 1997 (Frakkar og Þjóðverjar mótmæltu) en neituðu svo sjálfir að undirrita samninginn. Ekki að það hefði skipt máli því losun gróð- urhúsaloftegunda jókst jafnt og þétt eftir að nýfrjálshyggjan og heims- markaðskerfið tók öll völd, þrátt fyrir Kyoto-bókunina um að draga úr los- un. Aukningin var 61% á heimsvísu frá 1990-2013 skv. því sem Naomi Klein segir í bók sinni „This Changes Everything: Capitalism vs. the Cli- mate“. Nú sjáum við fram á að geta bráðum selt ferða- mönnum skemmtisigl- ingar á norðurpólinn því hlýnun á skaut- unum gerist mun hrað- ar en búist var við. Á Parísarráðstefnunni náðu menn samkomu- lagi um að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2 °C frá upp- hafi iðnbyltingar en þar sem 1,5 gráður eru þeg- ar í pípunum skv. Al- þjóðabankanum án þess að neitt koldíoxíð bætist við lítur ekki vel út með það takmark. Eftir því sem hlýnar meira koma fram hliðarverkanir, hlýr sjór tekur upp minna af CO2, minnkun hafíss og jökla þýðir minna endur- kast, metan losnar úr freðmýrum Síberíu og skóglendi dregst saman vegna þurrka, tíðari skógarelda og skordýra sem þrífast vel í hlýrra loftslagi. Þó að flest ríki heims taki þátt í grænu byltingunni af fullum krafti (Kínverjar sérstaklega) er los- un gróðurhúsalofttegunda enn að aukast. Árið 2015 bættust við 3ppm CO2 í fyrsta sinn og magn metans (CH4) eykst ískyggilega hratt. Það er margfalt virkara en CO2 í að endur- kasta hita til jarðar en hefur styttri líftíma í andrúmsloftinu (brotnar nið- ur í CO2 og vatn á 10-12 árum) og hef- ur því einnig áhrif til hækkunar CO2 í loftinu. Áætlað er að 500 milljarðar tonna CO2-jafngildis séu geymd í freðmýrum og með hraðri hlýnun á norðurskautinu er hætta á að metan fari að losna þaðan í miklu magni. Í fréttum frá Síberíu hefur mátt sjá að hús séu farin að síga og skekkjast vegna þess að sífrerinn sé farinn að bráðna og í Kanada eru inúítar í vanda vegna hins sama. Vísindamenn spá að við 2° hlýnun fari líka Amasón- frumskógurinn að visna sakir þurrka en 10% hans hefur verið eytt nú þeg- ar með skógarhöggi. Förum við yfir 2° er með öllu óvíst að hægt sé að stöðva hlýnunina og þegar sjórinn, sem tekur enn við mestu CO2- magninu, hlýnar að vissu marki fer frosið metan á hafsbotni að losna, en þær birgðir eru nægar til að gera plánetuna okkar nær óbyggilega. Loftslagsvísindamenn telja að þeg- ar jörðin var síðast 2-3° hlýrri, á Mið- Plíósen fyrir 3,3-3,0 milljónum ára, hafi yfirborð sjávar verið um 25 metr- um hærra en nú er, sem er vandamál því meira en milljarður manna býr neðan þeirra marka. Með rann- sóknum á smádýrinu foraminifera sem myndaði skeljar úr kalsíum- karbónati (CaCO2) og finna má í jarð- lögum á sjávarbotni hafa menn kort- lagt hitastig jarðar síðustu 65 milljón árin (eða frá útrýmingu risaeðlanna). Skeljar þessar taka upp meira af O-16 en minna af O-18 ef sjór er heit- ari. Með ísótóparannsóknum kolefnis í steingerðum plöntuleifum geta menn svo séð hlutfall CO2 í andrúms- loftinu á hverjum tíma. Einnig hafa menn komist að því að fjöldi loft- augna í laufblöðum breytist eftir CO2-magni í andrúmslofti og mæla má magn CO2 í loftbólum í jöklasýn- um. Lægst hefur CO2 mælst 180 ppm á síðustu ísöldum en farið í 7.000 ppm á Kambríum fyrir um 500 milljón árum. Gögn þessi sýna fylgni CO2 og hitastigs en ekki fullkomlega því margir aðrir þættir hafa áhrif, s.s. að sólin var daufari fyrr á öldum og því gat CO2-magn verið hærra án þess að framkalla sömu hlýnun og nú. Einnig hefur möndulhalli jarðar áhrif, oft til hlýnunar og þá getur hitastig jarðar hækkað áður en CO2-magnið fer að aukast en hallinn nú ætti að hafa áhrif til kólnunar frekar en hitt, eins og áður er nefnt. Heimildir að mestu frá James Hansen, Storms of My Grand- children. Um hlýnun jarðar og loftslagsvísindi Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Þó að flest ríki heims taki þátt í grænu byltingunni af fullum krafti (Kínverjar sér- staklega) er losun gróð- urhúsalofttegunda enn að aukast. Anna Hrefna Ingimundardóttir Höfundur starfar hjá HSA Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.