Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017
Aðalsteinn Ingólfsson flytur á vegum
Listfræðafélagsins fyrirlestur í há-
deginu í dag sem hann kallar Ann-
álaritari á átakatímum – um Kristján
Sigurðsson póstfulltrúa og myndlist-
arsögu hans, 1941–1957. Fyrirlest-
urinn flytur hann í Safnahúsinu við
Hverfisgötu kl. 12 til 13 og er um að
ræða annan fyrirlesturinn í röðinni
„Átakalínur í íslenskri myndlist“.
Kristján Sigurðsson (1892-1984)
var Borgfirðingur sem fluttist til
Reykjavíkur á þriðja áratug 20. ald-
ar. Mestan hluta ævi sinnar vann
hann hjá Pósti og síma, en meðfram
starfi sínu tók hann virkan þátt í lista-
lífinu í Reykjavík langt fram á sjötta
áratug síðustu ald-
ar. Hann lék á fiðlu
og var einn af
„postulunum tólf“,
en það voru menn
sem studdu Tón-
listarfélagið með
ráðum og dáð.
Hann tók einnig
þátt í að stofna
Myndlistaskólann í
Reykjavík og
stundaði sjálfur
nám í myndlist í skólanum. Þá var
Kristján um hríð formaður samtaka
myndlistarnema.
Í tilkynningu um fyrirlestur Aðal-
steins segir að fáir hafi vitað að Krist-
ján hélt dagbækur um myndlistarlífið
í Reykjavík í hartnær tvo áratugi, sá
nær allar sýningar íslenskra og er-
lendra listamanna á því tímabili og
skráði skoðanir sínar á sýningunum,
viðbrögð gagnrýnenda og annarra við
þessum sömu sýningum og eigin at-
hugasemdir við þau viðbrögð. Krist-
ján var því vakandi fyrir allri umræðu
um myndlist í þjóðfélaginu, þar á
meðal skoðanaskiptum myndlist-
armannanna sjálfra, og óhræddur við
að tjá sig um það sem hann sá og
heyrði, á kjarnmiklu og lifandi máli.
Hann var því glöggt vitni að því sem
skrifað er og sagt um myndlist, svo
og innbyrðis samskiptum myndlistar-
manna á einu helsta umbreyting-
arskeiði íslenskrar myndlistar.
Fangar umræðuna
Aðalsteinn hefur verið að skoða
skrif Kristjáns og segir frásögn hans
vera merkilegt innlegg í fræðilega
umræðu um þetta skeið.
„Segja má að þarna komi fram
rödd vel sjálfsmenntaðs alþýðu-
manns, eins og maður ímyndar sér
að Erlendur í Unuhúsi hefði skrifað,“
segir hann. Kristján vann handrit
upp úr dagbókum sínum og gaf
Ragnari Kjartanssyni myndlistar-
manni árið 1968, með því fororði að
ef hægt yrði að koma þessu á prent
þá mætti hann það. Af því varð ekki
og hefur handritið legið hjá afkom-
endum Ragnars þar sem Aðalsteinn
fékk það í hendur og hefur hug á að
gefa það út, með formála og nafna-
skrá.
„Kristján starfaði alla tíð hjá Póst-
inum en hefur þessa feiknalegu þörf
fyrir að taka þátt og í fylgjast með
menningarlífinu. Hann virðist sækja
allar sýningar í bænum frá 1941 til
að minnsta kosti 1968 þegar hann
skilar handritinu til Ragnars Kjart-
anssonar,“ segir Aðalsteinn.
„Kristján fjallar um ár fyrir ár og í
niðurlagi hvers árs dregur hann
saman þær sýningar sem hafa verið
haldnar og hvers eðlis þær voru, með
erlendum verkum eða innlendum.
Hann byrjar textann með hugleið-
ingu um upphaf íslenskrar mynd-
listar og endar svo 1968 með löngu
bréfi til Valtýs Péturssonar, sem er í
írónískum stíl. Síðan birtir hann
glefsur úr umsögnum, lesenda-
bréfum og viðbrögðum við sýning-
unum og myndlist almennt og
kommentar á það. Hann tekur þátt í
þessari umræðu. Þetta er ekki síður
um myndlistarumræðuna en mynd-
listina á þesum tíma, en umræðan
finnst honum greinilega standa að
baki myndlistinni sjálfri.
Kristján fangar vel dýnamíkina í
umræðunni. Hann fylgist með sam-
skiptum listarmannanna sjálfra,
skoðanaskiptum þeirra í blöðunum
og rapporterar jafnvel líka skoðanir
þeirra sem hann hittir á götu.
Kristján er hógvær en létthæðinn,
íhugull en ófeiminn við að vera krít-
ískur á settlegan og síviliseraðan
hátt.“ efi@mbl.is
Ný sýn á myndlistar-
umræðu á liðinni öld
Aðalsteinn Ingólfsson kynnir skrif Kristjáns Sigurðssonar
Ljósmynd/Ragnar Kjartansson
Skrásetjarinn Kristján Sigurðsson sá allar sýningar á löngu tímabili.
Aðalsteinn
Ingólfsson
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Mán 13/3 kl. 20:00 Fors. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas.
Þri 14/3 kl. 20:00 Fors. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn
Mið 15/3 kl. 13:00 Fors. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn
Fim 16/3 kl. 13:00 Fors. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn
Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn
Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn
Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn
Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn
Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn
Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn
Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn
Samstarfsverkefni við Vesturport
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Lau 20/5 kl. 20:00 166. s
Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s Fim 25/5 kl. 20:00 167. s
Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Fös 12/5 kl. 20:00 164. s Fös 26/5 kl. 20:00 168. s
Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Fös 19/5 kl. 20:00 165. s Lau 27/5 kl. 20:00 169. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Úti að aka (Stóra svið)
Mið 1/3 kl. 20:00 Fors. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn
Fim 2/3 kl. 20:00 Fors. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 3/3 kl. 20:00 Fors. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn
Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn.
Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s
Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Sun 30/4 kl. 13:00 42. s
Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 7/5 kl. 13:00 43. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Lau 4/3 kl. 13:00 9. sýn Sun 12/3 kl. 13:00 11. sýn
Sun 5/3 kl. 13:00 10. sýn Sun 19/3 kl. 13:00
Táknmáls.
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Illska (Litla sviðið)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar
Fórn (Allt húsið)
Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn
Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn
Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00
Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00
Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30
Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 4/3 kl. 19:30 aukasýn Lau 11/3 kl. 19:30 aukasýn
Síðustu sýningar!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 4/3 kl. 19:30 Lau 11/3 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Fös 3/3 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30
Sýningum lýkur í mars!
Gott fólk (Kassinn)
Fös 3/3 kl. 19:30 aukasýn
Síðustu sýningar!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 13:00
Sun 5/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 16:00
Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 9/4 kl. 13:00
Sun 12/3 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 9/4 kl. 16:00
Sun 19/3 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 16:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 23:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30 Lau 18/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 22:30 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 22:30
Lau 4/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 22:30 Fim 23/3 kl. 20:30
Lau 4/3 kl. 22:30 Fim 16/3 kl. 20:00
Fim 9/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 20:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn
Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30
Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30
Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn
Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Húsið (Stóra sviðið)
Fös 10/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn
Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00
Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
#islenskaoperan
Hver ertu
ópera?
Spennandi og litríkt námskeið fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára
þar sem heimur óperunnar er kynntur á skapandi hátt.
Leiðbeinandi er Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari.
4. MARS: LEIÐIN UM ÓPERUNA
Við kynnumst krókum og kimum Íslensku óperunnar í Hörpu sem og hvert öðru.
1. APRÍL: LEYNDARDÓMAR PERSÓNUSKÖPUNAR
Við hittum fyrir leikstjóra sem segir okkur frá því hvernig ópera verður til.
Við mátum búninga og veljum okkur karakter.
6. MAÍ: SPEGILL SPEGILL HERM ÞÚ MÉR...
Við kynnumst undirbúningi fyrir óperusýningu og fáum hárgreiðslu og förðun.
Innlit í leikmunageymsluna.
Verð: 1000 kr. skiptið. Tekið verður á móti hópnum kl. 11 í anddyri Hörpu.
Dagskráin stendur frá kl. 11-13. Boðið verður upp á hressingu.
Skráning á opera@opera.is fyrir kl. 16 föstudaginn 3. mars 2017.
L IFANDI FRÆÐSLA FYRIR BÖRN