Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017 Laugardalurinn Snjórinn hefur heldur betur breytt umhverfinu. Þar sem áður var spenna og hraði ríkir nú kyrrð og fegurð. Birtan endist lengur og kvöldbirtan bætir um betur. Golli Miðað við hversu umræðan um skipu- lag fjármálakerfisins er umfangsmikil – á þingi, í fjölmiðlum og á ráðstefnum – er merkilegt hve lítill áhuginn er á að beina athyglinni að því hvort og þá með hvaða hætti setja eigi skorður á eignarhald í bönkum. Þetta er ekki síst merki- legt þegar haft er í huga að á næstu árum er stefnt að því að selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka, meiri- hluta í Landsbanka og 13% hlut í Ar- ion. Nú er meira í tísku að krefjast þess að bankar verði brotnir upp og starfsemi viðskiptabanka og fjár- festingabanka aðskilin að fullu. Þó virðast ekki allir vera með það á hreinu hver munurinn er á viðskipta- og fjárfestingabanka. Umræðan um endurskipulagn- ingu fjármálakerfisins er mörkuð í of ríkum mæli af hugmyndum um nauðsyn þess að ríkissjóður verði um ókomna tíð ráðandi hluthafi í a.m.k. einum banka (og skattgreiðendur taki þar með áhættu). Um leið er tískunni fylgt eftir og uppbrot banka í viðskipta- og fjárfestingastarfsemi boðuð. Slíkt uppbrot hefur sína kosti en einnig galla, sem lítt er talað um. „Quick-fix“ Þeir stjórnmálamenn sem héldu um stjórn- artaumana eftir fall fjár- málakerfisins, þar sem bankarnir voru í fangi ríkisins, telja að nú sé rétt að huga að aðskiln- aði, brjóta bankana upp og endurskipuleggja fjármálamarkaðinn. Í fjögur ár höfðu þeir öll tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd en völdu fremur að semja við kröfuhafa um að eignast stærsta hluta fjármálamarkaðarins. Þeir fóru leið umfangsmestu „einka- væðingar“ Íslandssögunnar í stað þess að beita sér fyrir uppstokkun fjármálakerfisins, sem þeir boða kappsamir í stjórnarandstöðu. Um leið er þess krafist að enn einu sinni verði sala bankanna um aldamótin rannsökuð. Engin ástæða er talin til að upplýsa hvernig staðið var að verki þegar bönkum var komið í hendur kröfuhafa í skjóli leynd- arhjúps eða að upplýst verði hvernig staðið var að skuldauppgjöri við fyr- irtæki og einstaklinga á fyrstu ár- unum eftir hrun. Sterkar vísbend- ingar, svo ekki sé meira sagt, eru um að jafnræðisregla hafi ekki alltaf verið með í för. Skyndi- og töfralausnir – „quick- fix“ – eru oft heillandi enda oftar en ekki einfaldar og fyrir stjórnmála- menn er auðvelt að afla þeim fylgis. Afleiðingarnar geta hins vegar orðið verri en sá vandi sem reynt er að leysa. Líkur eru á því að kerfisáhætta ís- lenska fjármálamarkaðarins aukist fremur en minnki ef starfsemi við- skiptabanka og fjárfestingabanka er aðskilin að fullu. Um leið er senni- legt að hagkvæmni bankakerfisins verði enn lakari en nú er – rekstur þess í heild verði dýrari. Lánakjör einstaklinga og fyrirtækja versna sem og hagur sparifjáreigenda. En það er hins vegar rétt og skyn- samlegt að huga að kostum og göll- um þess að knýja fram aðskilnað við- skipta- og fjárfestingabanka- starfsemi. En það er annað sem er mikilvægara. Skorður á eignarhald Hér skal því haldið fram að nauð- synlegt sé, í aðdraganda að sölu bankanna, að setja skýr ákvæði í lög um hámarkseign einstakra hluthafa og tengdra aðila í einum og sama bankanum. Sterk rök eru fyrir því að heimila ekki stærri eignarhlut en sem nemur 15-20% af heildarhlutfé. Og það eru rök fyrir því að ganga lengra. Skynsamlegt virðist að setja skorður við að ráðandi hluthafar í bönkum séu á sama tíma ráðandi hluthafar í öðrum fyrirtækjum og sitji þannig báðum megin borðsins. Fjárfesti og tengdum aðilum, sem fara með yfir 4-5% eignarhlut í banka, á að vera óheimilt að eiga ráðandi hlut í öðrum íslenskum fyr- irtækjum. (Líklega er ástæðulaust að setja skorður við eignarhaldi í er- lendum fyrirtækjum, a.m.k. svo lengi sem þau eiga ekki viðskipti við íslensk fjármálafyrirtæki). Þegar hugað er að framtíð ís- lenska fjármálamarkaðarins og heil- brigði hans eru skýrar leikreglur um eignarhald og girðingar sem koma í veg fyrir krosseignarhald í bönkum og umsvifamiklum fyrirtækjum mikilvægari en flest annað. Það er ekki aðeins óheppilegt og til tortryggni fallið heldur beinlínis hættulegt að umsvifamiklir aðilar í atvinnulífinu séu ráðandi hluthafar í fjármálafyrirtækjum. Krosseigna- tengsl auka líkurnar á því að bankar verði of sókndjarfir og áhættusækn- ir – vikið sé frá eðlilegum viðskipta- sjónarmiðum sem eiga að ráða í starfsemi banka. Hvað segir spegillinn? Fyrir síðustu aldamót lagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, áherslu á nauðsyn þess að sett yrðu lög um hámarks eign- arhlut einstakra hluthafa í fjármála- fyrirtækjum. Í viðtali við Morg- unblaðið 8. ágúst 1998 sagði Davíð það ekki „æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjón- armið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps“. Hann taldi að 3-8% hlutur væri hæfilegur. Vert er að taka fram að sá er þetta skrifar var á því að hugmyndir um hámarks eignarhlut væru rómantískar en óraunhæfar. Sagan og reynslan hefur hins vegar sýnt að ótti Davíðs Oddssonar við að önnur sjónarmið réðu för í rekstri banka en „almenn arðsemissjónarmið“ ef ekki væri hægt að tryggja dreift eignarhald var ekki ástæðulaus. Hagfræðingar, sem barist hafa fyrir takmörkuðum ríkisafskiptum og auknu frelsi viðskiptalífsins, hafa jafnframt varað við innri hættu sem fólgin er í kapítalismanum. Í kvöld- verðarboði Verslunarráðs Íslands árið 1984 var Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, spurður um hvað væri kapítalism- anum hættulegast. Nóbels- verðlaunahafinn bað gestina að líta í spegil. Eins og svo oft áður hafði Fried- man rétt fyrir sér. Eftir Óla Björn Kárason » Skynsamlegt virðist að setja skorður við að ráðandi hluthafar í bönkum séu á sama tíma ráðandi í öðrum fyrirtækjum og sitji báðum megin borðs. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gegn krosseignarhaldi banka og atvinnulífs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.