Morgunblaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir helgikom í ljósað Kim
Jong-Nam, hinn
myrti hálfbróðir
Kims Jong-Un,
einræðisherra í Norður-
Kóreu, lést af völdum VX-
eitrunar. Talið er að konurnar
tvær sem réðust á hann, hafi
nuddað framan í hann sitt-
hvorri efnablöndunni sem
varð að VX í andliti hans, og
þannig hafi þær náð að myrða
hann án þess að bíða sjálfar
skaða af, en efnið er baneitrað
í smáum skömmtum, og er
sagt að einn dropi á húð geti
valdið bana nema móteitur sé
veitt þegar í stað.
VX er því réttilega skil-
greint sem gjöreyðingarvopn,
og hafa Sameinuðu þjóðirnar
bannað það. Einungis Banda-
ríkin og gömlu Sovétríkin, nú
Rússland, gengust við því að
eiga birgðir af því á sínum
tíma og hafa bæði ríki skuld-
bundið sig til þess að eyða öll-
um birgðum sínum. Fram-
leiðsla efnisins er bönnuð
samkvæmt alþjóðalögum,
nema í örsmáum rannsóknar-
skömmtum.
En útlagaríkið Norður-
Kórea telur sig ekki þurfa að
lúta neinum lögmálum sem
binda önnur ríki. Sérfræð-
ingar telja að kommúnista-
ríkið búi yfir þriðja stærsta
vopnabúri af VX í heimi á eftir
stórveldunum tveimur, sem
eru í óðaönn að farga birgðum
sínum. Það að efnið hafi nú
verið notað til þess að myrða
mann sem talinn var andstæð-
ingur ógnarstjórnar Kims
Jong-Un sendir þau skilaboð
til annarra, sem vilja streitast
á móti harðræðinu, að þeirra
geti beðið sömu örlög og Kim
Jong-Nam, kvalafullur dauð-
dagi.
Á sama tíma staðfestir
morðið það, að einræðis-
stjórnin í Pyongyang telur sig
geta komist upp með hvað sem
er í skjóli kjarnorkuvopna
sinna. Viðbúið er, að vestræn
ríki vilji reyna að refsa Norð-
ur-Kóreu fyrir morðið, sem og
notkun þeirra á VX. En hvaða
ráðum geta þau beitt? Norður-
Kórea er nú þegar undir vök-
ulu auga umheimsins og refsi-
aðgerðir vegna kjarn-
orkuvopnaáætlunarinnar hafa
lítil sem engin áhrif haft á
hegðun Kims Jong-Un, nema
til hins verra ef eitthvað er.
Enn óheppilegra er, að
morðið sýnir einnig, að Kim
Jong-Un telur sambandi sínu
við Kínverja óhætt, en Kim
Jong-Nam var sagður hafa lif-
að í skjóli Peking-stjórn-
arinnar. Morðið á honum má
því kalla löðrung í
andlit hennar. Á
það hefur verið
bent, að for-
ystuskipti verða í
kínverska komm-
únistaflokknum síðar á þessu
ári. Gæti það verið ástæða
þess að Kim Jong-Un lét til
skarar skríða nú, að hann met-
ur það svo að Xi Jinping muni
ekki dirfast að rugga bátnum
við landamæri sín fyrr en hann
hefur treyst völd sín betur
heima fyrir?
Hvort sem það er skýringin
eða ekki, er það áhyggjuefni
að Kínverjar, helstu banda-
menn Norður-Kóreu, hafa
hvorki haft getu né vilja til
þess að halda aftur af Kim
Jong-Un.
Þrýstingur Kínverja virðist
þó vera að aukast og mun ef til
vill að lokum duga til að koma
böndum á framferði Kim
Jong-Un. Þeir hafa nú stöðvað
innflutning á kolum frá Norð-
ur-Kóreu til Kína og það mun
hafa veruleg áhrif á útflutn-
ingstekjur Norður-Kóreu. Sú
ákvörðun stjórnvalda í Kína
kemur í kjölfar tilraunaskots
Norður-Kóreu út á Japanshaf
fyrr í febrúar og árásarinnar á
Kim Jong-Nam. Áður höfðu
stjórnvöld í Kína dregið úr
kolainnflutningi frá Norður-
Kóreu til að setja aukinn
þrýsting á Kim Jong-Un, en
ákvörðunin nú er afdrátt-
arlausari og skýrari.
Í gær gerðist það svo að að-
stoðarutanríkisráðherra
Norður-Kóreu flaug til Peking
til fimm daga fundar með ut-
anríkisráðherra Kína og öðr-
um háttsettum embætt-
ismönnum og er það fyrsti
fundur svo háttsettra manna
landanna tveggja í tæpt ár.
Ætla má að Kínverjar noti
þann fund til að reyna að koma
því til skila við stjórnvöld í
Norður-Kóreu að þau verði að
breyta hegðun sinni vilji þau
eiga kost á áframhaldandi
stuðningi þessa risavaxna ná-
granna.
Báðir vita að kínversk
stjórnvöld hafa örlög Norður-
Kóreu í hendi sér, en báðir
vita líka að kínversk stjórn-
völd vilja síður stíga skref sem
yrðu til þess að Suður-Kórea
teygði sig norðar á Kór-
euskaganum. Þetta er það
tromp sem Kim Jong-Un telur
sig hafa á hendi og hefur hing-
að til verið óhræddur við að
nota í brjálæðislegri spila-
mennsku sinni. Alls óvíst er að
hótun kínverskra stjórnvalda
verði nægilega sannfærandi til
að fá hann til að hætta að ógna
umheiminum, en full ástæða
er til að vona að svo verði.
Refsa verður Norð-
ur-Kóreu fyrir beit-
ingu VX eitursins}
Útlagaríkið færir
sig upp á skaftið
Þ
að hefur löngum legið fyrir að eldra
fólki fjölgar jafnt og þétt hér á
landi, enda eru lífslíkur stöðugt að
aukast. Það hlýtur að vera gleði-
efni, sérstaklega fyrir gamalt fólk,
sem heldur góðri heilsu. Hagstofa Íslands segir
í mannfjöldaspá fyrir árin 2014-2065, sem gefin
var út fyrir tveimur eða þremur árum, að hlut-
fall 65 ára og eldri fari yfir 20% af heildarmann-
fjölda árið 2037 og aukist svo jafnt og þétt fram
til ársins 2065 og þá verði hlutfallið komið yfir
25%.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort þeir
sem fara með stjórn landsins geri sér almennt
grein fyrir því hvað öldrun þjóðarinnar kallar á
mikla og stóraukna fjárfestingu. Við hátíðleg
tækifæri lofa ráðamenn hjúkrunarheimili hér
og þar upp í ermina á sér, en eitthvað virðist
það oftast dragast úr hömlu að staðið sé við loforðin, eða
þau alla vega frestast um nokkur ár, jafnvel áratugi.
Allir vita hvar framkvæmdir við nýja Landspítalann eru
á vegi staddar og mörg herrans ár í að sú stofnun verði
komin í fulla nýtingu. Aldraðir sem þurfa á hjúkrunar-
rýmum að halda og eru ekki nógu hressir til þess að vera
heima hjá sér þurfa í ákveðnum tilvikum að bíða á sjúkra-
húsum þar til hjúkrunarrými losnar, oft svo vikum og
mánuðum skiptir. Jafnvel þurfa þeir að hírast á göngum
sjúkrahúsa, sem vitanlega er fjarri því að vera boðlegt.
Nýverið hafa verið fréttir af flutningum á heimilisfólk-
inu á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri, þar
sem heilbrigðisyfirvöld ákváðu að loka heim-
ilinu laust fyrir síðustu áramót því ekki hafði
verið ráðist í þær viðgerðir og viðhald sem
nauðsynlegar voru til þess að heimilið héldi
starfsleyfi sínu. Nú er heimilið óðum að tæm-
ast af þeim 29 heimilismönnum sem þar hafa
búið.
Sumir þeirra fá hjúkrunarrými að eigin ósk
strax eða fljótlega, sem er vel, en aðrir þurfa
að bíða og jafnvel dvelja í einhverja mánuði í
svonefndu biðplássi, áður en þeir geta fengið
vist á því heimili sem þeir óska eftir.
Ekki er hér um háværan og kröfuharðan
hóp að ræða, síður en svo. Það eru helst að-
standendur, afkomendur, börn og barnabörn,
sem láta í sér heyra og reyna að berjast fyrir
réttindum þessa fólks, sem lokið hefur sínum
vinnudegi og á að hafa unnið sér það inn á
langri starfsævi að eiga notalegt ævikvöld í því umhverfi
sem það sjálft kýs og njóta þeirrar umönnunar sem það
þarf á að halda.
Hvort sem núverandi heilbrigðisyfirvöld eða heil-
brigðisyfirvöld fyrri ríkisstjórna eiga í hlut er deginum
ljósara að á þessu sviði hafa stjórnvöld engan veginn stað-
ið sig nógu vel og alls ekki áttað sig á nauðsyn þess að
auka framkvæmdir í þágu aldraðra, hvort sem um dval-
arheimili eða hjúkrunarheimili er að ræða, heimahjúkrun
og hvers kyns þjónustu í þágu aldraðra sem kjósa og geta
dvalið heima hjá sér. Við verðum einfaldlega að gyrða okk-
ur í brók. agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Við þurfum að gyrða okkur í brók
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ínýrri skýrslu gerir Rann-sóknarnefnd samgönguslysaþá tillögu til innanríkisráðu-neytisins að það verði afdrátt-
arlaust gert refsivert að ofhlaða
fiskiskip og eftirlit með því tryggt.
Einnig að siglingalögum verði
breytt þannig að eigendum og vá-
tryggingafélögum fiskiskipa verði
gert skylt að taka upp flök skipa sem
sökkva nema sýnt sé fram á að slíkt
sé ógerlegt.
Skýrslan sem um ræðir var birt
fyrir síðustu helgi og fjallar um sjó-
slys sem varð á Vestfjarðamiðum að
morgni 7. júlí 2015. Þá hvolfdi drag-
nótarbátnum Jóni Hákoni BA 60 þar
sem hann var að veiðum. Fjórir
menn voru um borð og drukknaði
einn þeirra en hinum var bjargað um
borð í nærstaddan bát, Mardísi ÍS.
Á þessum tíma var veður norð-
an 6-7 m/s og ölduhæð 1-1,5 metrar.
Jón Hákon var 27 brúttólesta
stálbátur, smíðaður hjá Bátalóni í
Hafnarfirði.
Niðurstaða rannsóknar nefnd-
arinnar var svo kunngjörð í 80 síðna
skýrslu sem birt var sl. föstudag.
Niðurstaðan var, samantekin:
Nefndin telur orsök slyssins
vera þá að skipið var ofhlaðið og með
viðvarandi stjórnborðshalla. Þetta
leiddi til þess að í veltingi átti sjór
greiða leið inn á þilfar skipsins bæði
yfir lunningu og um lensport. Vegna
óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist
stöðugt sjór í lestina. Varð þetta til
þess að skipið missti stöðugleika og
því hvolfdi þegar öldutoppur rann
óhindrað yfir lunningu þess.
Nefndin telur að í aðdraganda
slyssins hafi lensibúnaður í lest ekki
virkað sem skyldi vegna óhreininda í
síu. Þetta átti sinn þátt í því að sjór
safnaðist í lest skipsins.
Nefndin telur að óþéttleikinn á
lestarlúgukarminum hefði átt að
koma í ljós við árlega skoðun skips-
ins.
Þegar skoðuð er hleðsla skipa
er tekið tillit til margra þátta. Má
þar nefna þyngd afla, veiðarfæra,
fiskikara, íss, vélbúnaðar, olíu o.fl.
Þá verður að taka tillit til þess ef
sjór er á þilfari og jafnvel í lest.
Lokaskýrsla RNSA var af-
greidd á fundi 20. febrúar af Geir-
þrúði Alfreðsdóttur, Inga Tryggva-
syni, Hilmari Snorrasyni, Pálma K.
Jónssyni og Hirti Emilssyni.
Jón Arilíus Ingólfsson, rann-
sóknarstjóri RNSA, segir að of-
hleðsla fiskiskipa sé ekki refsiverð
lögum samkvæmt og ekkert sér-
stakt eftirlit hafi verið með málum af
þessu tagi. Nú sé hins vegar ætlunin
að breyta þessu.
Koma mörg svona mál á borð
RNSA árlega?
„Svona mál koma einungis á
okkar borð ef eitthvað gerist eða
nærri því gerist. Við skráðum þó eitt
atvik á síðasta ári þar sem okkur
leist ekki á blikuna. Mér sýnist þetta
hafa verið um það bil 10 mál á und-
anförnum 16 árum sem hafa haft til-
tölulega alvarlegar afleiðingar.“
Hefur þeim farið fjölgandi?
„Það er kannski ekki hægt að
fullyrða það en á undanförnum árum
höfum við fengið margar upphring-
ingar um ofhleðslu en við svo sem
getum ekkert gert, við erum ekki
lögregla. Því miður þá er þetta oft
látið líta út eins og einhver hetjudáð
og/eða afrek eða aflaklær í frétta-
miðlum.“
Hefur verið gert átak til að
brýna fyrir skipstjórnarmönnum þá
hættu sem felst í ofhleðslu skipa?
„Á síðasta ári kölluðum við full-
trúa frá Samgöngustofu á okkar
fund og í framhaldi gerði hún átak
og útbjó auglýsingu sem ætluð var
sjómönnum,“ segir Jón Arilíus.
Vill að ofhleðsla skipa
verði gerð refsiverð
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Komið í land Varðskipið Þór kemur með Jón Hákon BA inn til Ísafjarðar í
júní 2016. Vel gekk að ná bátnum upp af hafsbotni á Vestfjarðamiðum.
Þar sem mörgum spurningum
var ósvarað um þetta sjóslys
eftir frumrannsókn taldi Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa
nauðsynlegt að Jón Hákon yrði
hífður upp af hafsbotni. Vildi
nefndin ganga úr skugga um
það hvort skipið hafi verið lekt,
sannreyna gildandi stöðug-
leikagögn þess sem og að leita
skýringa á því hvers vegna
björgunarbátarnir losnuðu ekki
frá því þegar það sökk.
Landhelgisgæslan aðstoðaði
RNSA við að taka flakið upp.
Lagði LHG til varðskipið Þór
með öflugan spilbúnað, mæl-
ingabátinn Baldur og að auki
sérhæfðan mannskap. Jón Há-
kon var hífður upp í júní 2016
og fluttur til Ísafjarðar þar sem
hann var tekinn á land til rann-
sóknar. Beitt var spilum Þórs og
öflugum lyftibelgjum við verkið.
Áætlað var að það tæki hálf-
an mánuð að ná skipinu upp
miðað við bestu aðstæður en í
reynd tók það 9 daga.
Bátnum náð
af hafsbotni
SVARA VAR LEITAÐ