Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017
Ævintýri með Vesturporti
Fimleikarnir leiddu hann á stað sem hann bjóst ekki við í upp-
hafi, eða upp á leiksvið. „Það hvarflaði ekki að mér að ég ætti
eftir að fara á svið. Þetta hefur verið alveg gríðarlega skemmti-
leg lífsreynsla. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir, að
hafa tekið þátt í leikhúslífinu,“ segir Nilli, sem þekkti Gísla Örn
leikstjóra frá því í fimleikunum í gamla daga. Upphaflega átti
Nilli aðeins að sjá um sirkus- og fimleikaþjálfun fyrir leikhóp-
inn en það endaði með því að hann stóð sjálfur á sviði. Sýningin
sem um ræðir, Rómeó og Júlía, var nýstárleg að mörgu leyti og
ekki síst fyrir loftfimleikana.
„Rómeó og Júlía var gríðarlega líkamlegt leikrit. Gísli ákvað
að setja leikritið upp ekki bara á sviði heldur upp í loft og út um
allt. Við fengum að fara inn á Litla svið í Borgarleikhúsinu.
Leikmyndin var einföld en samt mjög flókin. Allt sem við vor-
um með í loftinu nýttist vel þarna út af smæðinni,“ segir hann
og útskýrir að það hefði verið flóknara til að byrja með að hafa
stærra svið.
„Það sem var svo skemmtilegt við þetta leikrit var að við
leikararnir gerðum allt sjálf. Við fengum bara húsnæðið, við
fengum ekki sminkur eða tæknifólk. Þegar þú varst ekki á svið-
inu varstu að vinna. Ég held það hafi verið svo mikil orka í
þessari sýningu því við vorum öll á tánum og nálægt hvert
öðru. Það hjálpuðu allir öllum,“ segir Nilli um töfrana í sýning-
unni.
Áræðnin borgaði sig og hefur leikritið verið sýnt hátt í 400
sinnum í fjölmörgum löndum frá frumsýningunni árið 2002.
Eftir það var Nilli í Woyzeck, Faust og Húsmóðurinni. Hann
rifjar líka upp sýninguna Bastarð sem var norrænt samstarfs-
verkefni á vegum Vesturports. Eftir það var hann í sýningunni
Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu.
Þarf alltaf að svitna
„Lék svona slagsmáladýr. Var í vondu klíkunni og réðst svolítið
á Hróa hött. Ég hef aldrei verið einhver aðalleikari en alltaf
dýrið á bak við. Ég hef alveg fengið setningar og leikararnir
gera svolítið grín að því: Nú fær Nilli að segja eitthvað. Svo er
það tekið út eins og oft gerist í leikhúsinu,“ segir hann.
„Og svo var ég í Óþelló sem var að klárast. Við erum að fara
með það á hátíð í Slóvakíu. Næsta vor förum við með Óþelló á
stóra leiklistarhátíð í Kólumbíu.“
En hver er eftirminnilegasta Vesturportssýningin?
„Fyrir utan Rómeó og Júlíu þá hafði ég alltaf mjög gaman af
Faust. Þetta er mjög tæknilegt leikrit og skemmtilegt. Það er
reyndar alltaf gaman að vera með Vesturporti.“
Þátttakan í Vesturporti hefur verið algjört ævintýri og hann
hrósar Gísla fyrir hugdirfsku. „Það sem er skemmtilegt við
Vesturportssýningar er að Gísli fær oft mjög ýktar hugmyndir
og við bara prófum allt á meðan enginn fer sér að voða. Hann
er ófeiminn við að reyna hluti og það er svo skemmtilegt,“ segir
hann en þetta er ákveðið viðhorf sem ekki allir geta tileinkað
sér.
„Það er líka bara að þora að misstíga sig, að mæta vegg. Það
þýðir ekki endilega endalok heldur þarf að taka á því, það eru
ótrúlegar leiðir að öllu. Þetta hefur kennt mér að halda ótrauð-
ur áfram og að þora. Maður fær hugmynd, langar að gera eitt-
hvað, fara upp á þetta fjall, og þá er bara að vinna að því og
gera það. Ég hef lært gríðarlega mikið í leikhúsinu. Ég er í
mörgum ólíkum störfum en hugsunin er alltaf sú sama; maður
uppsker eins og maður sáir. Maður þarf alltaf að svitna, þú
þarft að hafa fyrir öllu, það er ekkert frítt.“
Málar náttúruna og dýr
Nilli heldur eina til tvær málverkasýningar á ári. „Þar sem ég
vinn ekki eingöngu við listmálun er þetta hæfilegt. Ég byrjaði
að mála sem unglingur í gagnfræðaskóla. Þetta er eitthvað í
mér, mér finnst gaman að teikna og krota en mér finnst ennþá
skemmtilegra að mála. Að búa til einhvern heim. Mér finnst
það bara æðislegt,“ segir hann en dýr og náttúran eru oftar en
ekki mótífin sem verða fyrir valinu. Hann málar til dæmis
helsta, kindur og blóm.
Ein ástæða þess er að hann kann að meta náttúruna og úti-
vist. „Svo er maður með hund,“ segir Nilli en fjölskyldan á gol-
den retriever-hundinn Bósa. „Þetta er allt ástæða fyrir mann
að fara út. Ég verð að fara í reiðtúr, að hreyfa hestana þó það
sé bylur. Mér finnst hestamennskan frekar gefa manni meiri
orku en hitt. Að maður komi eitthvað þreyttur úr hesthúsinu,
það er aldrei þannig, maður er frekar tilbúinn í meira.“
Hann segist oft vera spurður að því hvernig hann fari að
þessu öllu, hvort sólarhringurinn hjá honum sé eitthvað lengri
en hjá öðrum. „En hann er bara venjulegur. Ég sinni minni
fjölskyldu líka og reyni að taka þau með þegar það er hægt.“
Er algjör lúpínukarl
Margar fallegar og vel hirtar plöntur eru á heimilinu og þó Nilli
máli blóm er það kona hans sem er með grænu fingurna á
heimilinu.
Nilli á bogahestinum. Hann
keppti um daginn og vildi
gjarnan gera meira af því.
Morgunblaðið/Golli
’ Ég hef lært gríðarlega mikið í leikhúsinu.Ég er í mörgum ólíkum störfum en hugs-unin er alltaf sú sama; maður uppsker eins ogmaður sáir. Maður þarf alltaf að svitna, þú
þarft að hafa fyrir öllu, það er ekkert frítt.
Nilli málar
stundum
íslenska
fánann.