Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Síða 22
HÖNNUN Dagana 4.-7. maí verður sýningin Handverk og hönnun haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur.Meginmarkmið Handverks og hönnunar er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar en í Ráðhúsinu verða básar með fjölbreyttum verkum listamanna til sölu. Handverk og hönnun í Ráðhúsinu 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017 Ég myndi segja að stíllinn minn værifrekar látlaus en á sama tíma hlýlegur.Ég heillast mikið af skandinavískum stíl og oftar en ekki er það dönsk hönnun sem verður fyrir valinu. Mér finnst ótrúlega fal- legt að blanda saman tímalausum, fallegum húsgögnum við nýrri hluti,“ útskýrir Bylgja Dögg, lyfjafræðingur og annar eigandi vef- verslunarinnar Kreó, ásamt Önnu Fríðu Stef- násdóttur, vinkonu sinni, en Kreó sérhæfir sig í vönduðum og fallegum vörum inn á heimilið. Bylgja er fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum en kann vel við sig í Vesturbænum. Hún heldur til að mynda mikið upp á Nes- laugina og segir fátt betra en að hoppa þang- að eftir góða æfingu. „Svo eru flottar sér- verslanir úti á Granda eins og 17 sortir og Búrið en þar er einmitt mikil uppbygging sem gaman verður að fylgjast með.“ Við innréttingu heimilisins segir hún mestu máli skipta að þægindi og útlit fylgist að. „Einnig er mikilvægt að taka góðan tíma í að velja hlutina áður en þeir eru keyptir og þar með skoða vöruúrvalið vel hverju sinni.“ Bylgja skoðar mikið Pinterest og In- stagram þegar hún leitar að innblæstri og segist jafnframt auðveldlega geta gleymt sér við það tímunum saman. „Einnig finnst mér gaman að skoða blöð sem snúa að heimilinu og hönnun, til að mynda er ég áskrifandi að Húsum og híbýlum og er alltaf jafn spennt þegar blaðið dettur inn um lúguna.“ Aðspurð hver sé griðastaður pasins á heim- ilinu segir Bylgja það vera betri stofuna, eins og þau kalla hana, þar sem tveimur fallegum stólum hefur verið komið fyrir við gluggann. „Okkur finnst ótrúlega þægilegt að setjast hér niður og slappa af eða ræða heimsmálin yfir einum kaffibolla. Við notum þessa stóla miklu meira en við áttum von á í fyrstu,“ út- skýrir hún. Aðspurð að lokum hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið nefnir Bylgja svarta gólflampann eftir Arne Jakobsen. „Lampinn er alltaf mjög ofarlega á óskalist- anum. Hann yrði fullkominn við hliðina á svarta leðursófanum. Einnig er ég með augun opin fyrir nýjum borðstofustólum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlýlegt heimili í Vesturbænum Bylgja Dögg Sigmarsdóttir og Hörður Karlsson hafa komið sér vel fyrir á björtu og hlýlegu heimili með skandinavísku yfirbragði á Seilugranda. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Kartell-lampinn á sinn stað í smekklega innrétt- uðu vinnuherberginu. Bylgja Dögg Sigmarsdóttir, heldur mikið upp á danska hönnun. Borðstofan er sérstaklega falleg. Málverkið er eftir afa Bylgju, Garðar Björgvinsson. Skenkinn smíðaði faðir hennir, Sigmar Garðarsson, en ljósið er frá Vita úr Casa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.