Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Page 29
Grillaður skarkoli á beini með ansjósusmjöri Fyrir 4 skarkoli, heill hringskorinn fiskur á mann 200 g smjör 1 dós ansjósur, fínt saxaðar safi og rifinn börkur af 1 sítrónu 1 knippi steinselja, fínt söxuð smá ólífuolía Blandið smjöri, steinselju, sí- trónusafa og rifnum berkinum vel saman í hrærivél og þeytið vel í u.þ.b. fjórar mínútur þar til smjörið verður létt. Penslið fiskinn með olíu og grillið á vel heitu grilli í ca. 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið á bakka og kryddið með salti og pipar. Deilið smjörinu á fiskana, ca. 50 g á fisk. Bakið í heitum ofni í ca. 3-5 mínútur, fer eftir þykkt. Setjið á disk og berið fram með kartöflum og sítrónu. 30.4. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 mínútur í „sous vide“-tæki, kælið svo og hreinsið hvítuna frá. Geym- ið rauðuna í olíu þar til hún er bor- in fram. Einnig er hægt að hleypa egg fyrir þá sem eiga ekki tækið. Þá er vatn soðið með dassi af hvít- vínsediki og eggið brotið út í pott- inn. Passið að hafa vatnið á hreyf- ingu; hrærið í hringi þegar suðu er náð. Sjóðið eggið í 3 mínútur. Fyrir 4 500 g blandaðir sveppir 4 eggjarauður 80 g Peccorino-ostur 4 tsk. silungahrogn 1 knippi söxuð steinselja 20 g smjör dass af ólífuolíu Eldið eggin (í skurni) við 75°C í 15 Setjið rauðuna (eða hægeldaða eggið) á miðjan disk. Steikið sveppina á vel heitri pönnu í smjörinu og smá olíu og kryddið með salti og pipar. Setjið sveppina á disk með eggjarauðunni, stráið steinselju yf- ir og rífið Peccorina-ost yfir. Setjið silungahrognin yfir rauðuna og berið fram. Steiktir sveppir með eggjarauðu, silungahrognum og Peccorino stolin frá veitingastaðnum, þannig að ég skírði hana La Vina. Fólk er dásamlega hrifið af henni, hún er dá- lítið sérkennileg, það er enginn botn og hún er bökuð við 220 gráðu hita í fimmtíu mínútur,“ útskýrir hann. „Ég ætla að gera hana að Mars- hall-kökunni,“ segir Leifur og hefur jafnvel í hyggju að baka hana einnig til að selja út úr húsi. Uppskriftin að kökunni var að sjálfsögðu hern- aðarleyndarmál og þegar Leifur bað um uppskriftina var því ekki vel tek- ið. „Ég gúglaði mig áfram og það er greinilegt að fjöldi fólks um heim all- an hefur haft áhuga á þessari köku,“ segir Leifur sem að lokum fann upp- skriftina á netinu. „Ég fann ekki upp þessa köku og þess vegna votta ég staðnum virðingu mína og kalla hana ostaköku La Vina.“ Gott úrval er af vínum frá gamla heiminum. „Happy hour“ er á Marshall og er vinsælt hjá vinahópum að hittast yfir drykk og snarli. Fyrir 10-12 1 kg rjómaostur 7 egg 480 ml rjómi 480 g sykur 60 g hveiti Hitið ofninn í 220 gráður. Hrærið ostinum og sykrinum vel saman í hrærivél. Blandið einu og einu eggi út í, svo rjómanum og hveitinu. Setjið smjörpappír í smelluform. Hellið soppunni í formið og bakið í ca. 50 mínútur. Látið kökuna standa í ca. 4 tíma og berið fram. Berið fram með sætvíninu Santerno Moscato, sem er freyðandi sætvín frá Ítalíu. Ostakaka La Vina

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.