Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.04.2017, Blaðsíða 44
Frægustu
feðginin í
Hollywood
AFP
Don Johnson sló í gegn í Miami Vice en dóttir hans Dakota Johnson er
upprennandi stjarna og lék m.a. Anastasiu Steele í Fimmtíu gráum skuggum.
Girls-stjarnan Zosia Mamet (Shoshanna Shapiro) er dóttir leikskáldsins og
leikstjórans David Mamet sem er m.a. þekktur fyrir Glengarry Glen Ross.
Eins og allir vita fellur eplið sjaldan langt frá
eikinni en þessar dætur hafa haldið í hefðina og
skapað sér feril í skemmtanaiðnaðinum rétt eins
og feðurnir. Hér verða talin upp einhver frægustu
feðginin í Hollywood en sum eru lík, önnur
skemmtilega ólík.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Lenny Kravitz er þekktari sem rokkstjarna en leikari en hann hefur þó verið í kvik-
myndum á borð við Precious og Hungurleikunum. Dóttirin Zoë Kravitz lék núna
síðast í Fantastic Beasts and Where to Find Them og var líka í Mad Max: Fury Road.
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.4. 2017
LESBÓK
KVIKMYNDIR Madonna er vægast sagt ekki ánægð
með Blond Ambition, mynd sem Universal ætlar að gera
um upphaf ferils poppdrottningarinnar. Madonna varð
enn ósáttari eftir að hún fékk að lesa handritið. „Af
hverju myndi Universal Studios vilja gera mynd um mig
byggða á handriti sem er eintómar lygar,“ skrifaði hún
á Instagram að sögn The Hollywood Reporter en nú er
búið að eyða færslunni. „Höfundurinn Elyse Hollander
ætti að skrifa fyrir slúðurblöð“.
Núna stendur á Instagram hjá henni: „Enginn veit
það sem ég veit og hvað ég hef séð. Bara ég get sagt
sögu mína. Aðrir sem reyna það eru svikarar og vitleys-
ingar,“ skrifar hún.
Madonna óánægð með
kvikmynd um líf sitt
Madonna segir
handritið
byggt á lygum.
AFP
SJÓNVARP Leikstjóri La La Land, Damien
Chazelle, ætlar að leikstýra nýjum söng-
leikjasjónvarpsþáttunum sem munu bera
nafnið The Eddy, að sögn The Hollywood Re-
porter. Sögusviðið er næturklúbbur í París
nútímans og segja þættirnir frá eiganda
klúbbsins, húsbandinu og „eldfimu borginni
sem umkringir þau“.
Handritshöfundur þáttanna er Jack
Thorne, en hann hefur m.a. skrifað fyrir This
Is England, The Fades, Skins og breska
Shameless. Nú síðast vann hann með J.K.
Rowling að hinu vinsæla og verðlaunaða leik-
riti Harry Potter and the Cursed Child.
Sjónvarpsþáttur frá Chazelle
Damien
Chazelle
með Óskars-
verðlaunin
fyrir bestu
leikstjórn.
AFP
Platan Purple Rain kom út árið 1984.
Sex ný lög á
Purple Rain
TÓNLIST Platan Purple Rain með
Prince verður endurútgefin í
tveimur mismunandi útgáfum, De-
luxe og Deluxe-Expanded Edition,
að því er fram kemur á vef Rolling
Stone. NPG Records og Warner
Bros. hafa upplýst um lagalistann á
báðum útgáfum en þær koma út 23.
júní. Í tilkynningu kemur fram að
þarna verði að finna sex lög sem
„hafa ekki áður komið út eða verið
dreift í safnaraheiminum“.
Þarna á meðal verður sólóútgáfa
af „Possessed“ frá 1983, stúd-
íóútgáfa af „Electric Intercourse“,
sem ekki var vitað um áður, fimm
mínútna útgáfa af laginu „Father’s
Song“, sem heyrðist aðeins stutt-
lega í kvikmyndinni Purple Rain.
Einnig verður þarna tíu mínútna
útgáfa af laginu „We Can Fuck“ og
endurhljóðblönduð útgáfa af „Katr-
ina’s Paper Dolls“, sem áður var að-
eins til sem demó.
TÓNLIST Lúxustónlistarhátíðinni
Fyre Festival hefur verið frestað
eftir hörmungarbyrjun. Hátíðin átti
að fara fram tvær helgar í röð á Ba-
hama-eyjum en skipuleggjendur
hafa frestað hátíðinni ótímabundið
eftir að nánast allt fór úrskeiðis.
M.a. hætti tónlistarfólkið við að
spila og sú aðstaða sem var búið að
lofa var ekki til staðar.
Skipuleggjendurnir Ja Rule og
Billy McFarland höfðu lofað fólki
úrvalshátíð þar sem öll aðstaða
væri glæsileg enda kostuðu mið-
arnir frá 500.000 kr. til 26 milljóna
kr. Uppselt var á hátíðina en þegar
fyrstu gestirnir mættu á svæðið var
húsnæðið ekki tilbúið og flotti mat-
urinn sem var búið að lofa var þurrt
brauð með osti og salat borið fram í
frauðplastsöskju.
Ja Rule.
Misheppnuð
tónlistarhátíð
Johnny Depp er ein þekktasta kvik-
myndastjarna síðustu ára (Eddi klippi-
krumla, Sjóræningjar Karíbahafsins) og
Lily-Rose Depp hefur fetað í fótspor
hans. Hún starfar einnig sem fyrirsæta en
lék nú síðast í myndinni Yoga Hosers.