Fréttablaðið - 05.12.2017, Side 6

Fréttablaðið - 05.12.2017, Side 6
Ferðalög Par getur sparað sér meira en 200 þúsund krónur ef það velur að ferðast sjálft til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu næsta sumar, frekar en að kaupa pakkaferð með íslenskri fararstjórn. Þetta leiðir athugun Fréttablaðsins í ljós. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að svo gæti farið að aðeins um 3.200 miðar verði eyrnamerktir íslenskum stuðningsmönnum á leiki Íslands. Ekki sé víst að allir fái miða. Það kann því að vera óvarlegt að bóka ferð án þess að hafa tryggt sér miða áður. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. júní. Beint flug með WOW air til og frá Moskvu og gisting í tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli kostar tvo einstaklinga um 170 þúsund krónur, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Í þessu felst að ferðalangarnir gista saman í herbergi og hafa heimild til að taka með sér eina stóra tösku í flugið, auk handfarangurs. B e i n t f l u g með WOW air, frá Keflavík til Moskvu í Rúss- landi og til baka kostar 61.978 krónur, þegar þetta er skrifað, eða um 120 þúsund fyrir tvo. Flogið út að morgni föstu- dags og heim a ð m o r g n i s u n n u d a g s . Taska kostar 8.433 krónur og gerum við í þessu dæmi ráð fyrir að par deili einni stórri tösku. Fjögurra stjörnu hótel í Moskvu eru mörg uppseld helg- ina sem leikur Íslands og Argentínu fer fram. Mikið framboð er af þriggja stjörnu hótelum sem mörg fá ágætis einkunn notenda á bókunarvefjum. Blaðamaður gat, að morgni mánu- dags, bókað herbergi á fjögurra stjörnu hóteli, SunFlower Park, fyrir tvo aðfaranætur laugardagsins 16. júní og sunnudagsins 17. júní fyrir samtals 347 dollara. Það gerði hann á bókunarsíðunni hotels.com. Upp- hæðin samsvarar 35.800 krónum. Samanlagt kostar flug og hótel fyrir tvo því 168 þúsund krónur. Þær ferðir sem Icelandair hefur selt, þar sem gist er jafn margar nætur, kosta 195 þúsund krónur á mann, ef gist er í tvíbýli, eða 390 þúsund krónur fyrir tvo. Innifalið í slíkri ferð eru þó að auki ferðir til og frá flugvelli í Moskvu og íslensk farar- stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að íslenskir stuðn- ingsmenn fái 8% miða sem fara í almenna sölu. Völlurinn í Moskvu rúmar 45.360 áhorfendur. Klara segir að ef 40 þúsund miðar fari í almenna sölu fái íslenskir stuðn- ingsmenn aðeins 3.200 miða. Það er innan við þriðjungur af áhorfenda- fjölda á Laugardalsvelli. Hún bendir þó á að einhverjir Íslendingar gætu þegar hafa keypt miða í almennri sölu á vef FIFA, þar sem miðasalan fer eingöngu fram. Þá gætu einhverjir fengið miða á síðari stigum miða- sölunnar. „Við erum sammála um að þetta eru fáir miðar,“ segir Klara við Frétta- blaðið. „En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt.“ Í þessu samhengi má benda á að KSÍ er á meðal nokkurra knatt- spyrnusambanda sem þrýst hafa á FIFA um að fá fleiri miða fyrir sína stuðningsmenn. Hún bendir á að UEFA hafi orðið við slíkri beiðni frá KSÍ og fleirum þegar Evrópumótið fór fram fram í Frakklandi. Klara hefur ferðast nokkrum sinn- um á vegum sambandsins til Rúss- lands. Hún segist hafa verið í „vernd- uðu umhverfi“ í þeim heimsóknum en að hún hafi ekkert séð sem gefi fólki ástæðu til að vera hræddari til við að ferðast til Rússlands en ann- arra Evrópulanda. Rússum sé auk þess mikið í mun að sýna sínar bestu hliðar á meðan á mótinu stendur. Klara segir borgina hreinni en Reykjavík en að sagan drjúpi af hverju strái. „Ég myndi senda fjölskylduna mína í skipulagða pakkaferð en þeir sem eru vanir að ferðast ættu ekki að lenda í neinum vandræðum.“ baldurg@frettabladid.is Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Aðeins um 3.200 miðar gætu verið eyrnamerktir Íslendingum á hvern leik í Rússlandi. Athugun Fréttablaðsins sýnir að tveggja nátta ferð til Moskvu fyrir tvo, sem þú bókar sjálfur, kostar heldur minna en pakkaferð fyrir einn. En ég ætla að vera bjartsýn á að langflestir sem fari út finni miða á einn eða annan hátt. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI! Á VÖLDUM BÍLUM RENAULT Talisman 1,6D Nýsk. 12/2016, ekinn 12 þ.km. dísil, sjálfskiptur, 6 gírar. Verð áður: 4.490.000 TILBOÐ 3.890 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 BMW X1 XDrive18d Nýsk. 04/2017, ekinn 28 þ.km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 4.990.000 TILBOÐ 4.690 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Range Rover Evoque HSE Dynamic Nýsk. 02/2016, ekinn 11 þ.km. dísil, sjálfskiptur. Verð 8.990.000 TILBOÐ 7.990 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 NISSAN X-Trail Acenta Plus 4wd Nýsk. 05/2017, ekinn 29 þ.km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 4.990.000 TILBOÐ 4.590 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Kadjar Zen 4wd Nýsk. 05/2017, ekinn 28 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 3.950.000 TILBOÐ 3.590 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 SUBARU Levorg Premium Eyesight Nýsk. 01/2017, ekinn 8 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð 4.390.000 TILBOÐ 3.790 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Rnr. 370660 Rnr. 192509 Rnr. 144386 Rnr. 144610 Rnr. 144544 Rnr. 153094 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 4 0 5 B íl a la n d T il b o ð 2 x 3 8 5 d e s Leikvangurinn í Moskvu þar sem Íslendingar mæta Messi og félögum á HM 16. júní á næsta ári. NordicpHotos/AFp 5 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r I ð J U d a g U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 7 -0 7 4 C 1 E 6 7 -0 6 1 0 1 E 6 7 -0 4 D 4 1 E 6 7 -0 3 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.