Fréttablaðið - 05.12.2017, Side 16

Fréttablaðið - 05.12.2017, Side 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð á ný um helgina eftir gagngerar endurbætur. Stærsta breytingin er sú að búið er að taka í notkun 25 metra útisund- laug með fjórum brautum og bæta við stórum, heitum nuddpotti og flottri vaðlaug fyrir börn. Stóri potturinn er undir suðurhlið, þar sem sólar nýtur yfir daginn og útisvæðið er allt skipulagt þannig að byggingar og veggir myndi sem mest skjól,“ segir Steinþór Einars- son, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu Íþrótta- og tómstunda- sviðs Reykjavíkur. Stórbætt aðstaða Búið er að stórbæta alla aðstöðu fyrir sundgesti og segir Steinþór hana til mikillar fyrirmyndar. „Það sem skiptir mestu máli er að það er búið færa alla aðstöðu til nútímalegra horfs. Nýr kvenna- klefi er á neðri hæð nýbyggingar, stiginn niður í hann er breiður og það er búið að koma fyrir lyftu svo allt aðgengi er orðið miklu betra en áður. Aðstaða fyrir fatlaða er eins og best verður á kosið, búið er að sérbúa klefa og aðgengið er verður vart betra,“ segir Steinþór og nefnir að á útisvæðinu séu nú flottir útiklefar fyrir þá sem kjósa slíka aðstöðu. Eimbað og kaldur pottur „Svo er búið að bæta við stóru og flottu eimbaði á útisvæðinu og innan skamms bætist við þurrgufa á efri hæð við gömlu pottana. Við hliðina á eimbaðinu er nýr kaldur pottur sem er steyptur frá grunni og að mínu mati einn flottasti kaldi pottur landsins,“ segir Steinþór. Um helgina var formleg opnun á nýju útilauginni og komu margir fastagestir Sundhallarinnar að skoða herlegheitin og segir Stein- þór samdóma álit allra að laugin sé sérlega vel heppnuð. „Það hefur líka tekist einstaklega vel að tengja nýja mannvirkið við það gamla. Mig langar líka sérstaklega að nefna að gjörbylting er á afgreiðsl- unni og allri aðstöðu þar og hægt að setjast niður, njóta veitinga og horfa út á laugarsvæðið.“ Lengri opnunartími Sundhöll Reykjavíkur er opin frá kl. 6.30-22 á virkum dögum og frá kl. 8.00-22 um helgar. „Fólk getur komið í sund áður en það fer til vinnu eða í skólann og svo er hægt að vera í sundi langt fram eftir kvöldi. Þetta er sami opnunartími og í Laugardalslauginni,“ segir Steinþór. Sundhöll Reykjavíkur við Bar- ónsstíg er ein af þekktari bygging- um landsins og um leið sú bygging sem margir telja eina þá bestu frá hendi Guðjóns Samúelssonar, arki- tekts og þáverandi húsameistara ríkisins. Sundhöll Reykjavíkur var vígð 23. mars 1937 og á því 80 ára afmæli um þessar mundir. „Lögð var áhersla á að form og fyrirkomulag viðbyggingarinnar tæki mið af þessu þannig að aðal- byggingin nyti sín sem best um leið og til yrði samstæð heild. Laugar- gólf nýs útisvæðis er hæð neðar en aðkoma frá Barónsstíg, með þessu móti er suðurhlið aðalbyggingar að mestu óbreytt og verður vel sýnileg frá götunni vegna þess hve lang- hliðar nýbyggingar eru gagnsæjar. Léttleiki var í fyrirrúmi við mótun viðbyggingar og hæð og hlutföll, bæði flata og glugga, laga sig að eldri lágbyggingu,“ segir Steinþór. Umhverfisvottuð byggingarefni voru notuð eftir föngum, inn- lend þar sem því var við komið, og þess gætt að viðhaldsþörf yrði í lágmarki. Byggingin verður umhverfisvottuð af bresku rann- sóknarstofnuninni í byggingariðn- aði, BREEAM, og er fyrsta verkefni Reykjavíkurborgar sem hlýtur þá vottun, að sögn Steinþórs. Hönnun og framkvæmdir VA arkitektar ehf. eru aðalhönnuð- ir hússins, verkfræðistofan Verkís sá um alla verkfræðihönnun og um lóðarhönnun sáu VA arkitektar ehf. Aðalverktaki og stýriverktaki var Ístak ehf. Útisundlaugin er 25 m löng með fjórum brautum. Allt útisvæðið miðar að því að hafa sem mest skjól fyrir veðri og vindum. Framhald af forsíðu ➛ Lengi hefur verið beðið eftir útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur. MYNDIR/ANTON BRINK Afgreiðslan hefur tekið gjörbreytingum. Á útisvæðinu eru tveir heitir pottar. Góð aðstaða er í útiklefunum. Kvennaklefinn er rýmri og aðstaða betri. Nú geta allir krakkar leikið sér í nýju vaðlauginni. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 6 -F D 6 C 1 E 6 6 -F C 3 0 1 E 6 6 -F A F 4 1 E 6 6 -F 9 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.