Fréttablaðið - 05.12.2017, Síða 25
Skott Insignia er vel rúmt en það er stærra í sumum af samkeppnisbílum hans.
Út er komin hjá Forlaginu bókin Auðnustjarnan eftir Örn Sigurðsson, en hann
er höfundur bókanna Íslenska
bílaöldin, Króm og hvítir hringir
og Gullöld bílsins. Daimler-Benz er
elsti og þekktasti bílaframleiðandi
heims sem á heiðurinn af mörgum
merkustu bílum sögunnar. Ein-
kennismerkið, auðnustjörnuna,
má sjá hvarvetna: á fjölskyldu-
bílum, sportbílum, kappaksturs-
bílum og atvinnubílum. Í Auðnu-
stjörnunni er saga Mercedes-Benz
rifjuð upp með yfir 400 myndum
af glæsivögnum jafnt sem smá-
bílum. Allir eiga það sameiginlegt
að vera framleiddir af yfirburða
kunnáttu og kostgæfni. Sérstakur
kafli er helgaður langri og farsælli
sögu Mercedes-Benz á Íslandi.
Auðnustjarna er 160 bls. að lengd
og ómissandi fyrir alla bílaáhuga-
menn.
Auðnustjarnan – Saga
Mercedes-Benz í máli og myndum
fjölskyldunni, þ.e. hinn nýja Arteon
og Passat, en Insignia er á stærð við
Arteon en samt á verði á við Passat.
Þar kemur einmitt að því góða við
Opel bíla, þar fæst mikið fyrir lágt
verð. En þá kemur helst að þeirri
spurningu hvort Opel skili viðlíka
gæðum í sínum bílum og margir af
samkeppnisbílunum.
Gríðarstórt innanrými
Hinn nýja Opel Insignia kalla þeir
Opel menn Insignia Grand Sport.
Víst er að hann ber ágætlega Grand-
stimpilinn, bæði hvað varðar stærð
og ágæta innréttingu, sem og ytra
útlit. Hvað Sport-nafnið varðar
hefur Insignia þó helst hlotið ámæli
og einhverjir bent á að sumir sam-
keppnisbíla hans bæru nafnið Sport
með meiri glans.
En aðeins að innanrýminu. Hrika-
lega vel getur farið um fimm farþega
í Insignia þar sem pláss fyrir þá alla
er yfrið og fóta- og höfuðplássið
aftur í er af sverustu gerð. Skott
Insignia er vel rúmt en það finnst þó
stærra í sumum af samkeppnisbíl-
um hans. Framsætin eru frábær og
þreyta engan í langkeyrslu og það
sem enn betra er, bíllinn er hriklega
hljóðlátur og vel einangraður.
Hvað efnisval í innréttingunni
varðar þá á hann enn ansi langt í
þýsku lúxusbílasmiðina Benz, Audi
og BMW, en samkeppnin er miklu
fremur fólgin í áðurnefndum bílum
og þar stendur hann mun nær.
Víst er að hann fer létt með Ford
Mondeo í þessum samanburði.
Hvað staðalbúnað, aksturs- og
öryggiskerfi og þægindabúnað
varðar skorar Insignia hátt og Opel
virðist hafa lagt mikið í bílinn,
auk þess hann virðist einkar vel
smíðaður.
Sjö vélarkostir
Vélarkostirnir í Insignia saman-
standa af 1,5 lítra bensínvél í 140
og 165 hestafla útfærslu, sem og 2,0
lítra og 260 hestafla bensínvél. Fjórir
dísilvélar eru í boði, 1,6 lítra vél í
110 og 136 lítra útfærslu og 2,0 lítra
vél í 170 og 210 hestafla útfærslu.
Það krefst þess að velja 260 hestafla
dísilvélina svo Insignia breytist í
nægilegt villidýr til að setja nafnið
Sport í heiti bílsins, en það var
ferlega gaman að aka þeirri útgáfu
Insignia. Minni bensínvélarnar, sem
og þær sem brenna dísilolíu duga
bílnum fyrir þá sem gera einungis
kröfu til þess að komast á milli staða
a og b, en ekki mikið meir. Insignia
er prýðilegur bíll í akstri og tekst
ágætlega við að eyða ójöfnum í
veginum. Hann á þó dálítinn spöl í
marga af hans helst samkeppnisbíl-
um er kemur að sportlegum akstri.
Langflestum kaupendum Insignia
mun líka við eiginleika bílsins í
akstri, enda afar þægilegur bíll þar á
ferð. Það er helst þegar kemur að því
að finna þolmörk hans sem sumir af
samkeppnisbílum hans slá hann út.
Það skal þó fullyrt hér að Insignia
hefur alltaf verið frábær kaup og
verður það enn frekar nú þar sem
Opel hefur lækkað verð hans á milli
kynslóða. Margur sá sem hugsað
hefur sér að kaupa jeppling af stærri
gerðinni ættu að bera þá saman við
þennan bíl og sjá hvað þeir fá raun-
verulega fyrir peninginn. Kannski er
það einungis veghæðin sem margir
hafa oftast fátt við að gera.
Bílar
B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð i ðA A A 7Þ r i ð J U D A G U r 5 . D e S e M B e r 2 0 1 7
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
6
-E
4
B
C
1
E
6
6
-E
3
8
0
1
E
6
6
-E
2
4
4
1
E
6
6
-E
1
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K