Fréttablaðið - 05.12.2017, Síða 48

Fréttablaðið - 05.12.2017, Síða 48
Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Bakþankar Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Skömmu fyrir nón síðast-liðinn laugardag er mér ekið, nýlentum hér á landi, í gegnum Garðabæ á leið til föðurhúsa í Kópavogi. Verður mér þá litið til suðurs í hraunið þar sem nær allur bílafloti landsmanna umkringir Costco og síðan blasir við mér bíla- lest mikil sem bíður þess að komast fyrir í sömu mergðinni. Mér varð hugsað til þorps nokkurs á Spáni þar sem ég hélt upplestur. Ekki leist mér á blikuna þegar þangað kom því þorpið virtist tómt. Það var ekki fyrr en mig bar að kirkjunni að ég áttaði mig á því hvar þorpsbúar voru. Nú á laugardaginn fannst mér ég hafa komið heim í miðri messu. En annars er það aðdáunarvert hvað kapítalistarnir hafa náð að hagræða hér í landi og geta þannig boðið þjóð vorri upp á enn meiri einsleitni en kommúnistar höfðu þorað að láta sig dreyma um. Ein búð, örfáir sjávarútvegsrisar, örfá bú, verið er að vinna að því að koma öllum fyrir í einni borg, þar sem örfáir eiga allan húsakost og þannig má áfram telja. Nú þarf hið opinbera bara að reka loka- hnútinn á þetta. Það sjá það allir hversu mikið vesen er að vinna með mörgum flokkum. Reynslu- laus flokkur gengur úr skaftinu að næturþeli og síðan tekur tíma og ótal tár, á vinstri vanga, að setja þetta saman að nýju. Af hverju ekki að hafa bara einn flokk? Og allt þetta lífsskoðunarvesen, með óendanlegum þyngslum fyrir kom- mentakerfin? Eigum við ekki bara að hætta þessu röfli og setja öll trú okkar á Mammon? Og svo fyrir þá sem kunna ekki fótum sínum forráð í þessari framúrskarandi einsleitni má náttúrlega hanna eitt stórt tjald- svæði í Laugardal. Að koma heim í miðri messu BRÉF OG FRÁSAGNIR ÍSLENSKRA PILTA Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR MAMMA, ÉG ER Á LÍFI Jakob Þór Kristjánsson Opið allan sólarhringinn í öllum verslunum 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 6 -D A D C 1 E 6 6 -D 9 A 0 1 E 6 6 -D 8 6 4 1 E 6 6 -D 7 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.