Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Qupperneq 2
Við hverju megum við búast á sýningunni í ár? Sumar deildir virðast deila ákveðnum hugsjónum. Margir nemendur eru að velta fyrir sér tengslum okkar við náttúruna í verkum sínum. Síðan eru all- nokkur verk sem fjalla um kyn- og fjölskyldu- pólitík, virði hluta og framleiðsluferli. Ég er mjög ánægður með að listasafnið hafi gefið leyfi fyrir því að nota portið til þess að sýna stóru verkin. Útsýnið af svölunum og úr hinum sölunum skiptir mig miklu máli, enda gefur það áhorfendunum meira andrými. Er mikilvægt að mæta? Sýningin er einstakt tækifæri til þess að kynna sér hug- sjón nýrrar kynslóðar listamanna og hönnuða undir einu þaki. Skapandi verkefni eru fóður íslenskar menningar og efna- hagslífs. Það er mikilvægt að almenningur fái að kynnast af alvöru starfi sem felst í að rannsaka, umbreyta efni og myndum og skapa af fagurfræðilegri hugsjón. Hvað finnst þér um íslenska hönnunarsamfélagið? Ísland er heillandi staður fyrir hönnuði. Hvað varðar stærð, fólksfjölda og náttúruauðlindir, snýr það öllu á hvolf. Það eru sterk tengsl milli náttúruauðlinda í hönnunarsenunni sem tekst á við þessi umhverfismál í verkum sínum með miklum leik. Ég held að samfélagið sé að verða miklu fjöl- breyttara og gjarnara á að leyfa nýjum röddum hönnuða að heyrast. Ég er mjög spenntur yfir þeim ungu hönnuðum sem ég hef fengið tækifæri til að vinna með í skólanum. Ég er viss um að þeir munu búa til nýjan vettvang svo að hönnun sé upp- lifun á ólíkan hátt. Eru mörg tækifæri fyrir unga hönnuði í dag? Þessi kynslóð virðist vera mjög sátt við að sinna nokkrum störf- um í einu, af hverju gæti einhver ekki verið bæði hönnuður og bóndi? Eða listamaður og mannfræðingur? Við verðum að losa okkur við einfaldleikann. Fólk er fjölhæft! Ég held að vinnu- munstrið sé að breytast og heimurinn virðist tilheyra fólki sem skapar sýna eigin möguleika. Í dag eru hönnuðir metnir meira á hæfileikum til að skilja samhengi og möguleika og búa til nýjar framleiðsluaðstæður. Hvað er framundan hjá þér? Í sumar er ég að vinna að verkefni sem snýst um vistkerfi í gróður- húsum í samstarfi við norska og sænska listamenn. Þetta er partur af sýningu sem er fyrirhuguð á næsta ári í London sem snýr að því að blanda saman heimildarmyndverki og íhugandi hönnun. THOMAS PAUSZ SITUR FYRIR SVÖRUM M or gu nb la ði ð/ K ri st in n M ag nú ss on Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is KA gerði sér lítið fyrir og sagði Þór upp í vikunni; alltént á sviði hand-mennta. Ekki svo að skilja að sú ákvörðun komi til með að ræna mignætursvefninum; ég skildi aldrei almennilega hvers vegna þetta ólíklega par byrjaði yfir höfuð saman á sínum tíma. Þór/KA hljómar svona álíka vel og bjór/nýmjólk. Þurfi Þórsarar endilega að stofna til samstarfs við annað íþróttafélag væri mun nær að leita hófanna á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis á Kjalarnesi. Ungmenna- félag Kjalnesinga er vanmetið afl í samtímaíþróttum. Af þeirri sameiningu hlytist umtalsvert hagræði; ég meina, Þór myndi spila leikina sem settir eru á fyrir norð- an og UMFK leikina sem settir eru á hér syðra. Við þessa tilhögun myndu sparast háar fjárhæðir en sem kunn- ugt er hefur ferðakostnaður áratugum saman verið að sliga rekstur íþrótta- félaga á landsbyggðinni. Séra Matthías yrði svo verndari hins nýja félags, Þór/UMFK, enda bjó hann og þjónaði á báðum stöðum. Annars ætti Akureyringum ekki að verða skotaskuld úr því að manna tvö handboltalið næsta vetur enda eru íbú- ar bæjarins orðnir 30 þúsund talsins, ef marka má nýjustu tölur frá Kænu- garði. Álíka margir og í San Marínó. Óborganleg upplýsingaveita, Júró- visjón. Sorrí, Gísli minn Marteinn, ég gat ekki haldið þessu í mér! Þrátt fyrir góðan vilja. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að fyrir utan þetta mann- fjöldablakt er ekkert út á framgöngu þína að setja; þú hefur staðið sig fram- úrskarandi vel sem „master of ceremonies“ í Júróvisjón-partíinu mikla þarna eystra og verið mun skemmtilegri og betri en allir keppendurnir til samans, nema þá helst Svala okkar. Hún er einfaldlega of svöl fyrir Evrópu! Eins og Palli í denn. Sjóvið er alltaf hresst en djöfull er þetta leiðinleg tónlist. Og mikil er ábyrgð þess sem fann upp kjólaballöðuna. Geldara tjáningarform er vandfundið og nær að hamast á henni/honum sem fann það upp en samkynhneigðum í þessum heimi. Viðhorf ið til ásta fólks af sama kyni þarna í austurvegi er raunar með miklum ólíkindum; sorglegt, vandræðalegt og forneskjulegt. Ég meina, það er komið 2017! Kjólaballaða „par ömurlens“ í Júróvisjón. AFP Hættir að KA á Þórsurum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Annars ætti Akureyr-ingum ekki að verðaskotaskuld úr því aðmanna tvö handboltalið næsta vetur enda eru íbú- ar bæjarins orðnir 30 þúsund talsins, ef marka má nýjustu tölur frá Kænugarði. Askur Davíðsson Portúgal. Ég vona það, það er eina lagið sem er gott. SPURNING DAGSINS Hver vinnur Eurovision? Vigdís Kristín Rohleder Portúgal. Það finna sig allir í þessu lagi, manni þykir vænt um hann. Morgunblaðið/Ásdís Eyjólfur Kristjánsson Moldova. Mér finnst það ágætt lag. Fanney Hansdóttir Holland. Og Portúgal í öðru sæti. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Útskriftarsýning BA-nema í hönnun og myndlist við Listaháskóla Íslands verður opnuð laugardaginn 13. maí kl. 14.00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin ber yfirskriftina Teikn / Gestures og sýningarstjóri er Thomas Pausz vöruhönnuður. Fóður íslenskrar menningar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.