Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Page 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
JAÐARINN Enninful hóf feril sinn snemma á tíunda
áratuginum hjá breska tímaritinu i-D, sem var mjög
á jaðrinum á þeim tíma miðað við Vogue. Tímaritið
var stofnað nokkrum árum fyrr af Terry Jones, sem
áður hafði verið listrænn stjórnandi hjá breska Vogue.
Hann vildi gera hinni lifandi stórborg London betri og
sannari skil en glansmyndin sem hann sá í Vogue.
Skrifstofur blaðsins voru í Covent Garden og á þess-
um tíma sogaðist ungt og skapandi fólk að tímarit-
inu.
Ein af þeim sem Enninful vann með hjá i-D var stíl-
istinn og skartgripahönnuðurinn Judy Blame. Hún
segir að blaðið hafi verið skólinn hans og bauð hon-
um að flytja inn með sér í hús sem var í eigu Neneh
Cherry. Fólk tók eftir Enninful frá upphafi og þegar
tískuritstjóri blaðins hætti skipaði Jones Enninful í
hans stað. Þá var hann aðeins 18 ára gamall. Jones
segir að hann hafi farið eftir innsæi sínu. Tilgangur
blaðsins hafi verið að gefa ungu og efnilegu fólki tæki-
færi í upphafi ferils síns. „Ég vildi hafa þessa orku,
þetta ferska upphaf, þegar fólk er með augun opin og
tilbúið til að taka áhættu,“ segir Jones.
PJ Harvey á forsíðu i-D í september 1995. Myndina tók
Craig McDean en stílisti var Edward Enninful.
Upphafið hjá i-D
EDWARD ENNINFUL var á dögunum ráðinn næsti ritstjóri breska Vogue.
Hann tekur við af Alexöndru Shulman þegar hún hættir 1. ágúst næstkom-
andi eftir meira en 25 ár í ristjórastólnum. Enninful verður fyrsti karlmaður-
inn til að gegna þessu hlutverki.
Enninful fæddist í Gana í febrúar 1972 og er því 45 ára. Hann fluttist ung-
ur með fjölskyldu sinni til London og ólst upp í hverfinu Ladbroke Grove í
vesturhluta borgarinnar. Móðir hans var saumakona og fékk hann innblástur
frá litríkum flíkunum sem hún saumaði föt úr fyrir vini sína úr samfélagi
Ganabúa í London.
Hann hóf feril sinn í tískuheiminum fyrir framan myndavélina en hann var
uppgötvaður, eins og sagt er, af tískustílistanum Simon Foxton í neðanjarð-
arlest í bresku höfuðborginni. Foxton fannst hann hafa eitthvað sérstakt við
sig og vildi fá að mynda drenginn. Enninful fór heim til sín og bað um leyfi
enda var hann aðeins 16 ára. Myndatakan var fyrir
breska tímaritið i-D, sem var þarna nýlega stofnað.
Ljósmyndari var hinn þekkti Nick Knight og stílisti
var fyrrnefndur Foxton. Í stuttu máli sagt heillaðist
Enninful af tískuheiminum, var fljótlega kominn hin-
um megin við myndavélina og var ráðinn aðstoðar-
maður Foxtons. Þannig hófst um 30 ára ferill Ennin-
fuls í tískuheiminum. Næsta stopp er síðan Vogue
byggingin við Hanover torg í London. Hann er svart-
ur og samkynhneigður karlmaður sem hefur verið
ráðinn í stöðu sem hvítar konur hafa verið í síðustu
hundrað árin. Sambýlismaður hans heitir Alec Max-
well og er kvikmyndagerðarmaður.
„Þetta sýnir að Guð er til,“ sagði ljósmyndarinn
Nick Knight sem Enninful vinnur enn með, í samtali
við New York Times. „Hann hefur brotið þetta form.
Ég held að þetta gefi mörgum von, sem hafa hingað til
horft á tískuheiminn sem eitthvað sem þeir muni aldr-
ei komast inn í.“
Enninful var ráðinn tískuritstjóri i-D árið 1991 þeg-
ar hann var aðeins 18 ára. Hann var þá yngsti tísku-
ritstjórinn í heiminum í sambærilegri stöðu. Hann var
hjá tímaritinu í um 20 ár. Hann hefur starfað fyrir
ítalska og bandaríska Vogue og hefur gegnt stöðu list-
ræns stjórnanda og tískuritstjóra bandaríska tísku-
tímaritsins W frá árinu 2011. ingarun@mbl.is
VINKONAN Naomi Campbell og Enninful kynntust
í myndatöku fyrir i-D í París árið 1993.
„Ég hafði heyrt um hann,“ sagði Campbell sem
varð strax hrifin þegar hún hitti hann.
„Ég var mjög hrifin af fatastíl hans, af persónuleika
hans, ég var bara mjög hrifin af honum,“ sagði hún.
„Hvaða fyrirsæta sem er mun segja þér að þegar
Edward var hjá i-D og þau voru aldrei með mikla
peninga, en sama hvað, ef Edward hringdi, hoppuðu
stelpurnar upp í flugvél og mættu á staðinn. Við viss-
um að þetta yrði góð og skapandi myndataka. Okkur
langaði að vera hluti af þessu.“
Campbell, sem er einhver þekktasta fyrirsæta síð-
ustu áratuga, hefur ennfremur sagt að hún líti á Enn-
inful sem bróður sinn.
Þegar Enninful fékk OBE-orðuna í fyrra fylgdi
Campbell honum í Buckinghamhöll. Hún hélt enn-
fremur stóra veislu fyrir hann eftir athöfnina en þang-
að mættu m.a. Kate Moss og Madonna.
Eins og bróðir
Naomi Campbell og Kate Moss. Mynd úr i-D, ágústhefti 1994.
Myndina tók Steven Klein en Edward Enninful var stílisti.
HEIÐRAÐUR Enninful er hand-
hafi OBE-orðunnar frá því í októ-
ber í fyrra. Hann hlaut hana fyrir
að auka fjölbreytni í tískuiðnað-
inum.
Anna Bretaprinsessa afhenti
honum orðuna við hátíðlega at-
höfn í Buckinghamhöll.
„Þetta er einhver sérstakasti
dagur lífs míns. Það er dásamlegt
að vera heiðraður af landi mínu
umkringdur fjölskyldunni og
mínum bestu vinum,“ sagði
hann.
Enninful með OBE-orðuna.
Orða fyrir
tísku-
framlag
Straumhvörf
hjá Vogue
AFPStefano Tonchi, ritstjóri W, Edward Enninful og Giovanna Engelbert, tískuritstjóri og stílisti.
’Hann er svartur og sam-kynhneigður karlmaðursem hefur verið ráðinn í stöðusem hvítar konur hafa verið í
síðustu hundrað árin.
Linda Evangelista. Stílisti var Edw-
ard Enninful og ljósmyndari Tesh.
Mynd úr i-D frá mars 2004.
Enninful með góðri
vinkonu sinni
Naomi Campbell.
Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is
að f m
viðskiptum
Elsa Alexandersdóttir
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Evert Guðmundsson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Guðmundur Hoffmann
Steinþórsson
lögg. fasteignasali