Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Side 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017 Teinréttur daginn fyrir níræðis- afmælið 2011. T ilkynnt var fyrr í mánuðinum að hertoginn af Edinborg, Filippus drottningarmaður, myndi hætta að sinna konunglegum skyldum sínum frá og með ágúst næst- komandi. Þá verður hann orðinn 96 ára en hann á afmæli 10. júní næstkomandi og er því ekki nema eðlilegt að draga aðeins úr vinnu. Áhersla var lögð á að ákvörðun hans um að draga úr skyldum sínum væri ekki heilsunnar vegna. „Hertoganum fannst þetta vera rétti tíminn. Hann er nærri 96 ára og flestir hefðu hætt 30 árum fyrr,“ var haft eftir konunglegum aðstoðarmanni í Gu- ardian. Forsætisráðherrann, Theresa May, sagði að Filippus hefði veitt drottningunni „stöð- ugan stuðning“ og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og lýðveldissinni, lof- aði „skýra sýn hans á opinberar skyldur“. Hefur staðið þétt við hlið Elísabetar Vefur Telegraph tók saman nokkur atriði sem allir ættu að vita um hertogann af Ed- inborg, sem hefur staðið þétt við hlið El- ísabetar Bretadrottningar í nærri 70 ár. Enda er hollusta hans við drottninguna eitt af því sem blaðið nefnir. Hjónaband þeirra hefur verið farsælt þrátt fyrir að persónu- leikar þeirra virðist ólíkir. Litið er á Filipp- us sem ævintýragjarnan og öran á meðan drottningin sé varkár og hefðbundin. Ef guð lofar halda þau upp á platínubrúðkaup sitt í nóvember. Hann hefur helgað líf sitt opinberum skyldum. Hann hefur mætt á þúsundir við- burða í Bretlandi og víðs vegar um heiminn. Hann hefur stutt við ótalmörg góðgerðar- samtök. Hann bjó til verðlaun kennd við hertog- ann af Edinborg árið 1956. Þau eru ætluð til að verðlauna afburðafólk á aldrinum 14-24 ára. Þau þykja hafa skilað miklum árangri og hvatt fjölmargt ungt fólk áfram. Leiðist umstang Filippusi leiðist umstang, hann er ekki mik- ið að hugsa um arfleifð sína, hann vill ekki að honum sé vorkennt í veikindum og að ósk hans er reynt að halda hátíðarhöldum í kringum afmæli hans í lágmarki. Eins og vitað er þá er drottningin höfuð ríkisins en Filippus er hinsvegar höfuð kon- ungsfjölskyldunnar. Hann þykir hafa verið ákveðinn faðir og stjórnar bak við luktar dyr. Hann sér til dæmis um fjölskyldugrillin þegar konungsfjölskyldan fer í frí í Bal- moral-kastala. Áhugamaður um hestvagnaakstur Hertoginn hefur mikinn áhuga á hestvagna- akstri og hefur keppt í slíkum. Hann gaf sitt fyrsta viðtal í vikunni eftir að hann tilkynnti breyttar skyldur sínar og var það einmitt um þetta málefni. Hann fór að stunda íþróttina um fimm- tugt eftir að hann ákvað að hætta að keppa í póló. Alla tíð síðan hefur hann unnið að því Arfleifð Filippusar Filippus, hertogi af Edinborg, ætlar að hætta að sinna konunglegum skyldum sínum innan tíðar enda verður hann 96 ára eftir nokkra daga. Hann stendur enn teinréttur þrátt fyrir háan aldur enda er hann ekki að draga úr skyldum heilsunnar vegna. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Elísabet Bretadrottning og Filippus hafa verið gift í nærri því 70 ár. Mynd frá árinu 2013. Hjónin að skoða Kínamúrinn árið 1986. AFP ’Litið er á Filippus sem ævintýra-gjarnan og öran ámeðan drottningin sé varkár og hefð- bundin. Ef guð lofar halda þau upp á platínubrúðkaup sitt í nóvember. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.