Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 22
Selma Svavarsdóttir segir engan ákveðinnstíl einkenna heimilið. „Ég blanda barasaman því sem mér finnst fallegt og höfðar til mín og reyni að gera huggulegt,“ út- skýrir hún og segist undanfarin ár hafa nánast eingöngu lagt áherslu á að gera heimilið hlý- legra. „Ég hef lagt áherslu á að bæta lýs- inguna, koma fyrir plöntum, teppum og bætt við hlutum úr keramik, gleri og við. Mér finnst hlutir í náttúrulegum litum fallegir við flotaða gólfið okkar og dökkbláu veggina. Svo eru margir af uppáhaldshlutunum mínum í sterk- um litum og þeir njóta sín virkilega vel í þessu umhverfi.“ Selma segir flesta nýja hluti á heimilinu undanfarið koma úr Heimilisfélaginu. „Enda fást í Heimilisfélaginu eingöngu hlutir sem mig dauðlangar í fyrir heimilið, sjálfa mig eða heimilisfólkið.“ Hvað varðar innblástur segir Selma sér finnast notalegt að fara á kaffihús og blaða í gegnum tímarit og reynir að gera mikið af því. „Annars tollir eins og hálfs árs strákurinn minn ekki inni á kaffihúsi og hleypur bara út, þannig að það hefur aðeins dregið úr kaffi- húsaferðum undanfarna mánuði. En svo er alltaf hægt að stóla á að fá innblástur á Pinte- rest, en ég nota það meira ef ég er að leita markvisst að einhverju afmörkuðu.“ Selma segir eldhúsið uppáhaldsstaðinn sinn á heimilinu enda afskaplega vel heppnað rými. „Við skiptum um eldhús fyrir tveimur árum og nú finnst mér það vera búið að taka á sig góða mynd. Annars erum við mikið niðri í mjúka sjónvarpssófanum okkar og næst á dagskrá er að gera það rými huggulegra,“ útskýrir hún. Spurð að lokum hvað sé í eftirlæti í hverfinu segir Selma það sem hana vanti tilfinnanlega í Fossvoginn vera kaffihús, með góðu kaffi, net- sambandi og tímaritum til að glugga í. „Ég er búin að útfæra þetta kaffihús í huganum, útlit- ið, veitingarnar og líka praktísku hliðarnar og bíð spennt eftir aðilanum sem dembir sér í þetta. Ég skal aðstoða!“ Eldhúsið var tekið í gegn fyrir tveimur árum og er útkoman stórglæsileg. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Selma Svavarsdóttir viðskiptafræðingur sem starfar hjá Lands- virkjun hefur búið sér og fjölskyldu sinni smekklegt og persónu- legt heimili í Fossvogi. Selma, sem er fagurkeri fram í fingur- góma, rekur jafnframt vefverslunina Heimilisfélagið sem hún sinnir í frístundum, enda mikil áhugamanneskja um hönnun. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is PH 80 standlampinn kemur vel út við J16 ruggustólinn frá Wegner. Fallega ullarteppið er frá Heimilisfélaginu. Selma Svavarsdóttir sækir innblástur í tímarit og á Pinterest. Fallegt heimili í Fossvogi HÖNNUN Í dag, sunnudaginn 14. maí kl. 15 verða meistaranemar í myndlist meðlistamannaspjall í tengslum við útskriftarsýningu sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Allir eru velkomnir á viðburðinn og aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall með útskriftarnemum 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.