Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 28
Fyrir einn 40 cl Bleikt Gin (Hægt að nota aðrar gintegundir) 15 cl Cocci Rosa (Sætur vermouth) 15 cl Aperol 15 cl Rabarbaralíkjör Setjið klaka í kokteilglas (t.d. Martiniglas) og kælið. Setjið klaka í hræriglas, vökvar mældir út í og hrærðir varlega saman. Klaki fjarlægður úr kokteilglasi. Hellið blöndunni í kokteilglasið en klaki sigtaður frá. Skreytið með rabarbara eða appelsínuberki. Bleikur Negroni Hrafnkell Sigríðarson yfirkokkur og Sigríður Kjartansdóttir yfirþjónn sjá um að allt gangi snurðulaust á MAT BAR. Morgunblaðið/Ásdís Guðjón Hauksson segir fólk koma aftur og aftur til að borða mozzarella-ostinn. Við opnuðum í lok janúar og það er búið að verafullt út úr dyrum flesta daga,“ segir GuðjónHauksson, framkvæmdastjóri og einn af eig- endum MAT BARS á Hverfisgötu. Guðjón bjó á Ítalíu og þekkir vel til ítalskrar matarmenningar og því langaði hann að opna stað sem væri undir ítölskum áhrifum. „Hugmyndin er að hafa þetta svipað og með tapas, að fólk geti deilt diskum og smakkað mikið af mat. Matargerðin á ræt- ur sínar í ítalska eldhúsinu og við leggjum höfuð- áherslu á ferskleika í hráefni og einfaldleika í eldhús- inu. Þetta er í raun ekki flókin eldamennska en við erum að nota norrænar eldunaraðferðir til að breyta ítalska eldhúsinu og gera það að okkar. Við erum að súrsa, reykja og þurrka. Niðurstaðan verður matur með okkar sérkennum. Við notum líka allt hráefnið, það er heildræn vinnsla á öllu,“ segir Guðjón. „Við erum mjög sterkir í grænmetisréttum en einn- ig með kálf, lamb og íslenskt sjávarfang.“ Von á frægum matgæðingi Þrátt fyrir að meirihluti gestanna séu Íslendingar segir Guðjón að dottið hafa inn um dyrnar frægir leikarar utan úr heimi og einnig heimsfrægir kokkar. Ekki vill Guðjón gefa upp hverjir það eru og segir þau hafa þá reglu að taka ekki neinar myndir af gestunum. Kokkurinn, Hrafnkell Sigríðarson, uppljóstrar þó að von sé á frægum matgæðingi innan skamms. Guðjón er að vonum spenntur að fá hann í heimsókn. „Já, upphafsmaður „slow food“ hreyfingarinnar er að koma í mat til okk- ar. Hann heitir Carlo Petrini. Hann er algjör stjarna og hefur haft mjög mótandi áhrif á þessa hreyfingu. Við erum á þeirri línu, erum að nota árstíðabundið hráefni og vinnum gjarnan með litlum söluaðilum. Förum lítið í gegnum milliliði, við verslum meira svona beint frá bónda,“ segir hann. Mozzarella heillar fólkið MAT BAR býður upp á hádegismatseðil en hentar líka vel fyrir fólk sem vill kíkja eftir vinnu í einn kok- teil og smárétt Fyrir þá sem vilja fullan kvöldverð er vinsælt að velja fimm rétta matseðil, en kokkurinn velur mismunandi rétti daglega. Einnig býður MAT BAR upp á gott úrval af góðum vínum og kokteil- um. Guðjón segir mozzarelluna vera mjög vinsæla. „Mozzarellan er orðin okkar ein- kennisréttur. Við erum að vinna þetta með ítölskum ostagerðar- manni og fáum líka ricotta ost frá honum. Svo sýrum við tómatana og gerum okkar eigin basilolíu, þannig að þetta er klass- ískur ítalskur réttur en gerður á annan hátt en venjulega. Fólk kemur oft hingað bara til að fá hann.“ Guðjón segir marga gestina koma aftur og aftur. „Við erum með mikið af fastagestum og margir sem búa hér í hverfinu koma til okkar,“ útskýrir Guðjón. „Það er gaman að það er mjög blandaður aldurs- hópur sem sækir staðinn, bæði yngra og eldra fólk. Fólk sem hefur áhuga á mat. Þetta er mjög lifandi veitingastaður, mikið fjör. Og eiginlega eru engin tvö kvöld eins,“ segir Guðjón og brosir. Ítalskt undir norrænum áhrifum ’Þetta er í raun ekkiflókin eldamennskaen við erum að nota nor-rænar eldunaraðferðir til að breyta ítalska eldhús- inu og gera það að okkar. Við erum að súrsa, reykja og þurrka. Niður- staðan verður matur með okkar sérkennum. Á MAT BAR á Hverfisgötu er notalegt og oft fjörugt andrúmsloft og er tilvalið að kíkja inn og gera vel við sig í mat og drykk. Allir réttir eru hannaðir til að deila og er því bragðlaukunum boðið í veislu þar sem gestir njóta þess að smakka marga litla rétti. Mozzarella-osturinn er í uppáhaldi hjá fastagestum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017 MATUR Parisienne Gnocchi, ricotta og salvía Fyrir 4 60 g vatn 15 g smjör 1 egg 30 g steinselja 30 g spínat 200 g hveiti 3 g salt 300 g kjúklingasoð eða 300 g vatn og einn teningur af kjúklingakrafti 100 g salvía 150 g ricotta Sjóðið saman vatn og smjör. Síðan er salti og hveiti bætt saman við og hrært þar til allt nær saman. Látið kólna að- eins. Bætið við egginu ásamt fínt söxuðu spínati og steinselju og blandað vel. Látið kólna og formið síðan. Sjóðið þar til bitarnir fljóta, sigtið vatnið frá og setjið til hliðar. Steikið gnocchi á pönnu og síðan er soðinu bætt við og látið sjóða aðeins niður. Að lokum er salvíunni bætt við á pönnuna og öllu blandað vel saman. Skammtið á diska og stráið ricotta yfir allt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.