Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
F
alsaðar fréttir, ekki fréttir, heilaspuna-
fréttir, og fleira í þeim dúr taka rúm í
umræðu núna. Stundum er látið eins og
fyrirbærin séu þau fyrstu þessarar teg-
undar og því glæný undir sólinni. Það er
af og frá.
Smámunir núna
Fréttafalsanir og spuni eru til frá öllum skráðum tímum.
Þeir sem hafa verið handhafar opinbers valds, misvel
fengins stundum, hafa beitt þessum vopnum óspart.
Dæmin úr nútímanum eru mýmörg og þekkt og ekki
síður frá nýliðnum tíma.
Í sumum ríkjum hafa fjölmenn ráðuneyti haft þennan
starfa með höndum. Þegar starfsemin er í skjóli alræðis-
valds verður hún að lokum hömlulaus og um leið einn
mikilvægasti hlekkur í keðju kerfisins. Sovétríkin gömlu
eyddu mikilli orku og mannafla í verkefnið og framan af
með furðu góðum árangri. KGB rak umfangsmikla
starfsemi erlendis til að sjá um „disinformasjon“.
Fjölmennir sjálfboðaliðahópar í vestrænum ríkjum
lögðu henni lið. Jarðvegurinn í vestrænum ríkjum var
oft góður, ekki síst framan af í framhaldi heimskrepp-
unnar 1930. Valinkunnir listamenn bárust með þessum
straumum sem var í raun stríður blóðstraumur í fyrir-
heitna landinu sjálfu. Þeir listamenn sem ekki spiluðu
með þrifust illa eða ekki austan tjalds og svo merkilega
sem það hljómar áttu þeir iðulega erfitt uppdráttar vest-
an megin eins og mörg dæmi sönnuðu.
Sumir voru nytsamir sakleysingjar sem töldu sig hafa
eygt brautina til betra og réttlátara lífs. Þeir voru fórn-
arlömb gervifrétta og óskammfeilins áróðurs. Þeir sem
sáu í gegnum lygavefina og tóku að andæfa eins og hér á
landi sættu árásum. En þeir voru til sem höfðu alla burði
til að vita betur og viðurkenndu síðar að þeir vissu allan
tímann betur en þögðu þó. Og þeir gengu reyndar miklu
lengra því gegn betri vitund lögðu þeir lyginni lið með
snilld sinni og hæfileikum og drógu margan að mál-
staðnum sem aldrei hefði fallið fyrir honum annars.
Listamennirnir færðu það sumir fram sem afsökun síðar
að stundum væri óhjákvæmilegt að standa með lyginni
um hríð, í baráttunni við öfl afturhalds og kyrrstöðu til
að tryggja að lokamarkmiðin næðust. Þegar þeim yrði
náð sprytti sannleikurinn sjálfkrafa til sögunnar og sett-
ist í öndvegi við hliðina á réttlæti, jöfnuði og mannúð. En
nú er vitað að söguþráðurinn og sögulokin urðu önnur.
„Upplýsingaráðuneytin“ voru skuggaleg
Joseph Goebbels, áróðurssnillingur foringjans óskeik-
ula, sem sjálfur var áhrifaríkur múgsefjari, er enn ein
helsta táknmynd svívirðilegs lygavaðals sem sullað var
yfir eina helstu menningarþjóð veraldar. Flestir virtust
gleypa fegnir við. Síðar hefur verið reynt að finna skýr-
ingar á þeirri ógæfu og niðurlægingu. Á það er réttilega
bent að ógnarstjórn hafði náð alræðisvaldi sem enginn
mátt sín neins gegn. Það var ekki fyrr en allur heimur-
inn í sjálfsvörn sinni tók loks á móti að taflið snerist við.
En hildarleiknum lauk ekki í Þýskalandi fyrr en allt var
orðið ein rjúkandi rúst.
Fyrstu árin eftir að „foringinn“ komst til valda með
sínar svartstakkasveitir, virtist margt færast til betri
vegar á yfirborðinu. Atvinnuleysið hvarf, óeirðir voru úr
sögunni (miskunnarlaust barðar niður) og ótrúlegir
hernaðarsigrar unnust. Goebbels-iðnaðurinn komst
langt með þessa glansmynd. Allt hitt hvarf sjónum: Per-
sónufrelsi, málfrelsi og lagaskjól einstaklinganna hafði
horfið eins og dögg fyrir sólu. Milljónir myrtar, og enn
fleiri fangelsaðir og þrælkaðir, undirokaðir og pyntaðir.
Og enginn virtist sjá neitt fyrr en eftir lok þessa ömur-
lega stríðs þegar dyr að þessu sýnishorni af helvíti á jörð
luktist upp um stund.
Vondar fréttir þykja betri en góðar
Lýðræðisþjóðirnar, komnar í stríð upp á líf og dauða,
komust ekki hjá því að stýra upplýsingagjöf með all-
harðri hendi í þágu baráttunnar. Það var gert í nauðvörn
og allir töldu sig mega trúa því að frá slíku yrði horfið
þegar fært væri. Og sú varð raunin.
Við hljótum að kannast við, þótt vont sé, að við erum
flest dálítið glámskyggn gagnvart ólíkindafréttum. Þá er
ekki átt við frásagnir af geimverum með óstjórnlegan
áhuga á þeim sem tilheyra fyrirferðarmestu dýrategund
þessarar jarðar. Þó er ekki langt síðan að Orson Wells
og félagar hræddu líftóruna úr milljónatugum manna
með tilkynningum um innrás frá Mars. En aðeins minni
ólíkindafréttir en þetta fá fljótt vængi, ekki síst á svo-
kölluðum samfélagsmiðlum þar sem dómgreindarleysi
virðist sameiginlegt lykilorð tölvum margra.
En óneitanlega virðast „vondar“ fréttir eftirsóknar-
verðari fréttir en góðar. Auðvitað segja menn ekki af því
fréttir þótt rúta hafi farið í miklum strekkingi frá
Reykjavík til Hornafjarðar og komist þangað klakk-
laust. Hefði hún oltið væri mikið um hana fjallað.
Þkæmuað er ekki bara af því að fréttin sé „vond“.
Hundruð langferðabifreiða fara um þjóðvegina og á
áfangastað. Örfáar velta. Menn vilja góðar fréttir af sín-
um nánustu en eftirspurn er að öðru leyti mest eftir
slæmum fréttum sagði reyndur blaðasnápur. Kjörsonur
Don Corleone og conciliatore hans sagði ólánsömum
kvikmyndajöfri í Hollywood að sinn húsbóndi vildi fá
fréttir fljótt, einkum þó vondar fréttir. Það var þó af öðr-
um ástæðum en eru undirrót þorsta almennings eftir
slíkum fréttum. Misjafnar sögur um náungann eiga líka
of greiða leið að eyrum annarra og það vill gleymast að
láta heilbrigða skynsemi sigta mesta ruglið frá. Allir þeir
sem kynnast fjölmiðlum skynja að vondum fréttum, frá-
sögnum um dapurleg örlög eða um meinta glæpsamlega
hegðun af einhverju tagi taka margir á móti með litlum
fyrirvörum. Og það líka þótt fréttirnar beri það með sér
að vera vafasamar.
Og allir þeir sem eru í stjórnunarstöðum á fjölmiðlum
verða fyrir áreitni við að koma inn á fjölmiðla „fréttum“ í
misgóðum tilgangi. Reyndir menn eru því vel á verði.
En enginn sér við öllum. Fari illa leitast skárri fjölmiðlar
við að leiðrétta það sem missagt var. En leiðréttingin
fær aldrei sama uppslátt og athygli og „fréttin“ sjálf
fékk.
En hitt er líka til, að efnislega röng frétt lifir lengi í
mörgum fjölmiðlum sem hver og einn telur sig í skjóli
hinna. Oft kemur á daginn að þeim fréttum er haldið á
lífi. Það eru keyptir undir þær menn. Slíkar fréttir reyna
flestir einnig að leiðrétta. En leiðrétting er lítil miðað við
það sem á undan var gengið. Hún verður eins og Tumi
þumall við hliðina á Jóhanni risa. Aldrei er hamrað á
leiðréttingu dag eftir dag. Hún fær ekki sama uppslátt
og ásökunin, grunsemdin og rangfærslan. Skýringarnar
á þeirri ósanngirni eru í sjálfu sér réttar.
Fyrirfram greiddar refsingar
Það er ekki mjög langt síðan að hér á landi var hægt að
fá grunaða menn úrskurðaða í langt gæsluvarðhald þótt
rannsókn máls væri enn í molum. Gæslan fólst iðulega í
nær samfelldri einangrun. Veruleg breyting hefur orðið
til batnaðar.
Vel rökstuddur ótti við hryðjuverk á Vesturlöndum
hefur leitt til þess að þing lýðræðisríkja hafa veitt rúmar
heimildir til að handtaka menn og halda þeim mánuðum
saman í gæslu án þess að aðgerðin lúti þeim almennu
reglum sem frelsissvipting verður að lúta í lýðfrjálsu
landi. Ekki væri sanngjarnt að segja að hryðjuverkamál
fengju sérstaka meðferð sem eins konar „tískubóla“.
Enn eru þjóðirnar í nauðvörn. En árvekni er þörf því
veruleg hætta er á misnotkun valds í þessum tilvikum.
Það er þekkt að málaflokkar sem áður þóttu fá of litla
athygli í réttarkerfinu hafa smám saman fengið vand-
aðri meðferð en áður. Þrátt fyrir það liggur í loftinu
krafa um að slík mál megi lúta minni og óljósari kröfum
um sönnun en önnur mál sem varða menn refsingum.
Allstór hópur löglærðra manna lætur nú eins og eðlilegt
sé að gera minni kröfur um sönnun í tilteknum málum
en alla jafna hljóti að gilda. Rökin eru oft þau að sönn-
unarfærsla sé óaðgengilegri við tiltekin brot vegna eðlis
þeirra en önnur. Orð kæranda standi gegn orði þess sem
kærður er og fá áþreifanleg gögn önnur. Aðeins ein leið
sé fær. Hún er sú að gera fullyrðingar annars aðilans,
oftans kærandans (þolandans) þyngri á metum. Megi þá
styðjast við mat á trúverðugleika. Slík leið er galopin við
réttarfar þar sem kviðdómar ráða úrslitum um sök eða
sakleysi.
Vísbendingar eru um það að allmörg mál af framan-
Glæpir og refsing,
leiktjöld og önnur tjöld
’
En á hinn bóginn er með öllu óbæri-
legt að menn hafi stöðu sakbornings
árum saman og allan þann tíma séu litlar
eða engar skýringar gefnar á þeirri stöðu
eða hversu lengi sé líklegt að hún standi.
Það væri ekki fullnægjandi svar að yfir-
völdin væru upp fyrir haus í öðrum mál-
um og kæmu þessu ekki að.
Reykjavíkurbréf12.05.17