Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Page 45
14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
SJÓNVARP American Gods, nýir þættir byggðir á verð-
launaskáldsögu Neil Gaiman, hafa mælst vel fyrir en
sýningar hófust í Bandaríkjunum og Bretlandi á dög-
unum. Sérstaklega hefur verið rætt og ritað um atriði,
þar sem ástargyðjan Bilquis lokkar til sín mann nokk-
urn, fær hann til að samþykkja að tilbiðja sig kynferðis-
lega og gleypir hann í framhaldinu í heilu lagi – gegnum
leggöngin. Nígeríska leikkonan Yetide Badaki, sem fer
með hlutverk Bilquis, segir téð atriði hafa verið mikla
lífsreynslu fyrir sig enda sé hún forfallinn aðdáandi sög-
unnar. „Ég var tvítug þegar ég las bókina og þegar ég
kom að þessu hugsaði ég með mér: Bíddu nú aðeins
hæg! Hvað í ósköpunum átti sér stað?“ segir Badaki í
samtali við breska blaðið The Guardian.
Át mann – með leginu
Yetide Badaki í
hlutverki Bilquis.
Starz
ROKK Orðrómur þess efnis að eftirlifandi
meðlimir Led Zeppelin muni koma saman og
troða upp á Desert Trip-tónlistarhátíðinni í
Bandaríkjunum í haust mun vera úr lausu
lofti gripinn, að sögn tónlistartímaritsins
Billboard. Einhverjir aðdáendur sveitarinnar
töldu að Robert Plant söngvari væri að gefa
þetta í skyn á heimasíðu sinni með orðunum
„það styttist í þetta“ en Billboard telur víst
að um auglýsingabrellu vegna nýrrar sóló-
skífu Plants sé að ræða. Robert Plant, Jimmy
Page og John Paul Jones komu síðast saman
fyrir áratug ásamt Jason, syni Johns heitins
Bonhams, sem upprunalega var í bandinu.
Endurkoma Zeppelin ekki í kortunum
Led Zeppelin á tónleikum í Laugardalshöll.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Það er hlutverk áskriftarblaða í
þessum heimi að reyna á lesendur
sína, ögra þeim og brýna. Nú
verður til dæmis látið reyna á
sjónvarpsminni þitt, lesandi góð-
ur, með eftirfarandi spurningu:
Manstu eftir Edda skóþveng?
Já, var það ekki! Eddi skóþveng-
ur, eða Eddie Shoestring, eins og
hann hét á frummálinu, var lunk-
inn einkaspæjari í samnefndum
sjónvarpsþáttum sem gengu í tvo
vetur í Bretlandi, frá 1979 til 1980,
og skiluðu sér síðar hingað upp á
Íslandsstrendur. Sú leið var þó
talsvert lengri á þeim tíma en hún
er nú á öld tækninnar.
Talandi um tækni þá var Eddi
tölvunarfræðingur að mennt en
sagði starfi sínu lausu eftir að hafa
fengið taugaáfall. Og hvað gera
menn þegar þeir eru skriðnir sam-
an eftir slíkt áfall? Jú, gerast einka-
spæjarar. Eddi var að vísu enginn
venjulegur einkaspæjari, bak við
rykfallið borð á drungalegri skrif-
stofu; kúnnarnir sóttu að honum á
öldum ljósvakans. Eddi skóþveng-
ur stjórnaði sumsé útvarpsþætti í
þeirri ágætu borg Bristol og kúnn-
arnir hringdu inn þyrftu þeir á að-
stoð hans að halda; svo sem ef
gömul frænka var horfin eða grun-
ur lék á því að makinn væri farinn
að líta í kringum sig.
Einn á Skúlagötunni?
Á ýmsu gekk hjá Edda blessuðum
og alvaran ef til vill ekki alltaf í fyr-
irrúmi. Alltént var einhver tónn í
pistli í ljósvakadálki Þjóðviljans
snemma árs 1982:
„Blessuð kempan hún Eddi
Sjústring er á dagskránni í kvöld
kl. 21.50. Eins og allir aðdáendur
Vest-sjónvarpsstöðvarinnar vita
er þetta hinn liprasti piltur og
býsna glöggur á að verða sér úti
um vandræði. Eddi er vænsti pilt-
ur og vill hvurs manns vanda leysa.
Væri raunar ekki ónýtt ef vér mör-
landar hefðum einn slíkan á Skúla-
götunni til að stytta okkur stundir
í skammdeginu. Þeir hjá Sjónvarp-
inu kalla þetta „sakamálamynda-
flokk“ en okkur finnst allt það sem
Eddi skóþvengur tekur sér fyrir
hendur, þvert á móti, vera
græskulaust gaman. Eða hefur
nokkur vegið mann og annan
hingað til?“
Það var breski skapgerðarleik-
arinn Trevor Eve sem fór með
hlutverk Edda. Hann viðurkenndi
raunar löngu seinna að hann hefði
hlegið upphátt fyrst þegar honum
bauðst hlutverkið enda vanur
maður úr leikhúsi og kvikmyndum
og sjónvarpsþættir þóttu alla jafna
slíku fagfólki ekki samboðnir á
þessum tíma. Eins og dæmin
sanna hefur það gjörbreyst.
Eftir að hafa lesið handritið
ákvað Eve hins vegar að slá til og
entist í tvær seríur og 21 þátt. Þá
fékk hann nóg og vildi snúa aftur í
leikhúsið. Það varð til þess að
framleiðslu á Edda skóþveng var
hætt. Trevor Eve hefur margoft
komið við sögu sjónvarps síðan,
svo sem í BBC-þáttunum Waking
the Dead. Þessa dagana er hann á
skjáum landsmanna í öðrum saka-
málaþáttum, Unforgotten eða
Grafin leyndarmál.
Eddi skóþvengur var býsna glöggur á að verða sér úti um vandræði.
MANSTU EFTIR EDDA SKÓÞVENG?
Vildi hvurs manns
vanda leysa
Trevor Eve, eins og hann er í dag.
MÁLMUR Konur hafa ekki verið
sérlega fyrirferðarmiklar í málm-
heimum gegnum tíðina; hvað þá
bönd sem eingöngu eru skipuð
konum. Þess vegna sætir spánný
hljómsveit með stóreflisnafn, We
Start Wars, talsverðum tíðindum.
Hana skipa sex harðsnúnar konur
en þær eru Nita Strauss gítarleik-
ari, sem leikið hefur með Alice
Cooper, Alicia Vigil bassaleikari
sem áður var í Vigil of War, söng-
konan Seana (eða Shauna Lisse),
gítaristinn Nicole Papastavrou,
hljómboðsleikarinn Katt Scarlett,
sem áður var í Femme Fatale og
Lindsay Martin á trommur.
Fyrsta lag sveitarinnar, The Ani-
mal Inside, er þegar komið út og
fyrstu tónleikarnir eru áformaðir í
hinum goðsagnakennda málm-
klúbbi Whisky A Go Go í Los Ang-
eles á uppstigningardag. Er það
vel við hæfi.
Í samtali við tímaritið Guitar
World segist Nita Strauss lengi
hafa alið þann draum í brjósti að
setja saman málmband skipað
konum. Nú sé hún loksins komin
með einstaka blöndu tónlistar-
kvenna og andinn og getan í band-
inu sé framar vonum.
Ofurmelódískur málmur
Í sama viðtali nota þær Nicole Pa-
pastavrou orðið „ofurmelódískt“
til að lýsa tónlist We Start Wars
en þó sé sitt lítið af hverju þar að
finna; einnig þyngri áhrif, einkum
frá þeim tveimur.
Spurð um nafnið á bandinu
svarar Strauss: „Ég heyrði það fyr-
ir margt löngu og get ekki gleymt
því. Mörg helstu stríð mannskyns-
sögunnar voru háð vegna fallegra
kvenna.“
Þá vitum við það.
Valin kona er í hverju rúmi í hinu flunkunýja málmbandi We Start Wars.
MÁLMBAND SKIPAÐ KONUM
Mörg helstu stríðin voru
háð vegna fallegra kvenna!
Svefntr g
Sef betur alla nóttina, vakna úthvíld og
er laus við fótaóeirðina.
Elsa Ásgeirsdóttir
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is
– töflurnar fá þig til að slaka á,
sofa betur og vakna endurnærð/ur
l Náttúruvara hönnuð til að stuðla að
góðum nætursvefni
l Engin sljóvgandi áhrif
l Sítrónumelis (Lemon balm) notað í
gegnum aldirnar af jurtalæknum
l Magnesíum, L-theanine, Kamilla og B
vítamínblanda
2 töflur fyrir svefn
- náttúruleg leið til að sofa betur
uflanir úr sö unn
Melissa Dream