Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  124. tölublað  105. árgangur  AÐHALD Í UM- HVERFISMÁLUM MIKILVÆGT PÓLITÍSKUR BOÐSKAPUR Í HÖNNUNINNI BÆKUR EFTIR HANDRITUM KRIST- INS PÉTURSSONAR GRAFÍKLISTAMENN 12 VIKTOR SVEINSSON 26LANDVERND 6 Valsmenn urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta með sigri á FH í Kaplakrika í oddaleik, 27:20. Valur vann úrslitaeinvígið þar með 3:2. Þetta er í 22. sinn sem Valur landar titl- inum en áratugur var liðinn frá síðasta Íslands- meistaratitli félagsins, sem er það sigursælasta í handboltanum á Íslandi. Valur varð einnig bik- armeistari í vetur, og komst í undanúrslit Áskor- endabikars Evrópu. Alls lék liðið 58 leiki á tíma- bilinu og annar þjálfara Vals spyr sig hvaðan leikmenn hafi eiginlega fengið næga orku til að uppskera eins og þeir gerðu. » Íþróttir Valsmenn Íslandsmeistarar karla í handbolta í 22. sinn eftir sigur á FH í oddaleik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvöfaldir meistarar á 58 leikja keppnistímabili Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Samkomulag hefur náðst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Undir rekstrarfélög Basko heyra m.a. 10-11 verslanirnar, Iceland verslanirnar, Háskólabúðirnar og Dunkin' Donuts. Er áætlað að kaupverðið verði 2,2 milljarðar og verður það greitt að fullu með hlutabréfum í Skeljungi. Árið 2014 gerðu félögin með sér samstarfssamning um rekstur 10-11 verslana við flestar eldsneytisstöðv- ar Skeljungs. Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir samstarfið hafa gengið vonum framar og að kaupin á Basko séu m.a. til þess gerð að flýta fyrir þeirri þróun sem verið hefur í samvinnu fyrirtækj- anna. „Saman höfum við tækifæri til að sækja lengra fram en við gæt- um sitt í hvoru lagi. Við viljum hraða þeirri vegferð sem við höfum verið á, og styrkja hana.“ Í apríl var greint frá því að Hag- ar, sem reka m.a. Hagkaups- og Bónusverslanirnar, hefðu keypt allt hlutafé í Olís. Þá hóf stórverslunin Costco sölu á bensíni í gær, en sjálf verslunin verður opnuð á morgun. Valgeir neitar því að kaupin á Basko séu viðbragð við samþjöppun á eldsneytis- og matvælamarkaði og segir hann að eftir kaupin verði töluverður munur á vöru- og þjón- ustuframboði Skeljungs og keppi- nautanna. Engu að síður sé gott að renna fleiri stoðum undir rekstur- inn, m.a. í ljósi breyttrar eldsneyt- isnotkunar: „Sala á eldsneyti hefur verið okk- ar grunnrekstur en það er ekkert leyndarmál að í framtíðinni má vænta þess að hlutur jarðefnaelds- neytis minnki og aðrir orkugjafar komi inn í staðinn. Verður því að leita fleiri leiða til að tryggja að við- skiptavinir hafi ávinning af að venja komur sínar á bensínstöðvarnar, þó þeir séu ekki endilega að kaupa eldsneyti,“ segir Valgeir og bætir því við að á næsta ári muni Skelj- ungur hefja sölu á vetni og bjóða upp á rafhleðslu við margar bens- ínstöðvar sínar. Skeljungur eignast 10-11  Skeljungur kaupir Basko sem meðal annars á 10-11, Iceland, Háskólabúðirnar og Dunkin' Donuts  Æ fleiri fréttir að undanförnu af samþjöppun á smásölumarkaði MBasko metið á... »14  Fjöldi fundarmanna á miðstjórn- arfundi Framsóknarflokksins lýsti yfir vantrausti á Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsókn- arflokksins, en fundurinn var sá fyrsti eftir flokksþingið í haust þar sem Sigurður sigraði í formanns- kjöri gegn þáverandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi kaus að tjá sig ekki um það sem fram fór en segir að miklar tilfinningar hafi verið á fundinum. Ákveðið var að flokks- þing yrði í janúar. »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Miðstjórn Sigurður Ingi sætti gagnrýni. Hart deilt á for- mann á fundinum  Ísland er með næstbesta heilbrigðiskerfi í heimi, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn á heil- brigðiskerfum heimsins. Niður- stöður voru birtar í The Lancet, einu virtasta og elsta læknatímariti heims, fyrir helgi. Um er að ræða útreikning á heil- brigðisvísitölu (e. healthcare access and quality index) sem er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðis- þjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Ísland situr í öðru sæti í niðurstöðum rann- sóknarinnar með heilbrigðisvísitöl- una 94 af 100 mögulegum. »4 Ísland í 2. sæti yfir heilbrigðiskerfi  Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir grein- ingu Samtaka atvinnulífsins á laun- um lækna hérlendis gefa skakka mynd af raunveruleikanum. „Við teljum að þetta gefi ekki rétta mynd. Svona samanburður er alltaf erf- iður, sérstaklega vegna vinnutíma og hvernig launakerfi eru byggð upp,“ segir Þorbjörn. Hann segir að vinnuvikan sé lengri hérlendis en til dæmis í Noregi. Íslenskir læknar fá jafn- framt greitt í peningum fyrir vakta- vinnu en í Skandinavíu fá læknar vaktafrí, svo dæmi séu tekin. »4 Rannsókn á launum gefur skakka mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.