Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 23
Kenía 1974-76 þar sem hann stjórn-
aði borunum og mælingum á gufu-
holum fyrir fyrstu jarðgufuvirkjun
Afríku, vann fyrir SÞ í Hondúras
1979 og stjórnaði borunum í Sómalíu
1982-83. Þá var hann verkefnisstjóri
fyrir þróunaráætlun SÞ (UNDP) og
Alþjóðabankann í jarðhitarann-
sóknum og borunum í Djíbútí í
Norðaustur-Afríku 1984-89 og hafði
umsjón með borunum á Asoreyjum
1993.
Á undan og samhliða starfsferli
sínum hjá Jarðborunum ríkisins var
Ísleifur verkfræðingur hjá Vatns- og
hitaveitu Reykjavíkur 1955, hjá
Landssmiðjunni í Reykjavík 1955-
56, stofnaði, ásamt öðrum, verk-
fræðistofuna Traust hf. 1956 og var
verkfræðingur hjá Vermi sf. í
Reykjavík 1962-63. Ísleifur tók einn-
ig þátt í stofnun Jarðhitaskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna 1978.
Árið 1963 vakti Ísleifur Strokk í
Haukadal til lífs með því að stjórna
borun í botn hans niðri á 40 metra
dýpi eftir að hann hafði stíflast og
legið í dái sem goshver síðan í jarð-
skjálftunum 1896. Síðan þá hefur
Strokkur gosið á nokkurra mínútna
fresti og varla efast nokkur um gildi
þess fyrir ferðamannaþjónustuna í
dag.
Þegar Ísleifur var kominn á eftir-
laun 1997 tók hann að sér að hanna
og hafa umsjón með smíði á Stróki,
goshvernum við Perluna. Hann nýtti
þekkingu sína á eðlisfræði og virkni
goshvera til að endurskapa náttúru-
lega gosvirkni með 125 °C yfirhituðu
hitaveituvatni frá dælustöð við Bol-
holt. Í nokkur ár hafði hann umsjá
með hvernum og útskýrði fyrir öll-
um sem áhuga höfðu hvernig hverir
verða til í náttúrunni og hvernig þeir
virka. Að öllum líkindum er þetta
eini manngerði goshverinn í heim-
inum sem gýs á náttúrulegan hátt.
Lokað var fyrir rennsli í hverinn fyr-
ir nokkrum árum en hann má gera
virkan hvenær sem er með því að
hleypa heitu vatni að honum.
Ísleifur hefur oft grínast með það
að nær allt ævistarf sitt sé neðan-
jarðar.
Að auki liggja eftir hann fjölmarg-
ar greinar í Morgunblaðinu þar sem
hann deildi þekkingu sinni og tók
þátt í samfélagsumræðunni
Fjölskylda
Fyrri kona Ísleifs var Ingigerður
Högnadóttir, f. 6.6. 1922, d. 15.12.
1969, leir- og myndlistakona. Hún
var dóttir Högna Guðnasonar, bónda
í Laxárdal í Gnúpverjahreppi, og
k.h., Ólafar Jónsdóttur húsfreyju.
Seinni kona Ísleifs er Birna Krist-
jana Bjarnadóttir, f. 27.7. 1935, hús-
móðir. Hún er dóttir Bjarna Krist-
jáns Bjarnasonar, vélstjóra á
Ísafirði, og f.k.h., Guðrúnar Krist-
bjargar Kristjánsdóttur, húsmóður
á Akureyri.
Börn Ísleifs og Ingigerðar eru
Katrín, f. 22.9. 1956, tölvunarfræð-
ingur og ráðgjafi í Englandi, maki
hennar er Steve Everett jarðfræð-
ingur; Jón Högni, f. 27.4. 1958, vél-
virki í Reykjavík, maki hans er
Sonja Vilhjálmsdóttir; Einar Bragi,
f. 14.12. 1961, vélfræðingur í Reykja-
vík; Bergsteinn Reynir, f. 20.1. 1964,
öryggisráðgjafi í Reykjavík, maki
hans er Arnhildur Guðmundsdóttir
lögfræðingur.
Dóttir Birnu af fyrra hjónabandi
og fósturdóttir Ísleifs er Hanna
Margrét Otterstedt, f. 20.7. 1955,
tækniteiknari í Keflavík, maki henn-
ar er Kristján Sveinsson trésmiður.
Foreldrar Ísleifs voru Jón Þór-
arinsson, f. 5.3. 1864, d. 12.7. 1939,
útvegsbóndi á Einlandi í Grindavík,
og s.k.h., Katrín Ísleifsdóttir, f. 17.2.
1894, d. 9.3. 1972, húsmóðir.
Úr frændgarði Ísleifs Jónssonar
Ísleifur Jónsson
Katrín Ísleifsdóttir
húsfr. á Brúnum
Sigurður Jónsson
b. og form. á Brúnum í Landeyjum
Guðný Sigurðardóttir
húsfr. í Seljalandsseli
Ísleifur Bergsteinsson
b. í Seljalandsseli og
víðar undir Eyjafjöllum
Katrín Ísleifsdóttir
húsfr. í Einlandi
Anna
Þorleifsdóttir
húsfr. á Tjörnum
Bergsteinn Einarsson
b. á Tjörnum í
Stóradalssókn,
á Rangárvöllum
Ólafur
Þórarinsson
múrari í Rvík
Gunnlaugur
Ólafsson
leigubílstj.
í Rvík
Kristólína
Bergsteins-
dóttir
Hreinn
Loftsson
lög-
maður
Sveinn
Scheving
Pálsson
hreppstj. í
Vestmanna-
eyjum
Guðjón
Scheving
málari og
kaupm. í Vest-
mannaeyjum
Aðalheiður
Scheving
fyrrv.
hjúkrunar-
framkv.stj. á
geðdeildum
Borgarspítalans
Margrét Grímsdóttir
húsfr. á Hraðastöðum, bróðurdóttir Hinriks,
langafa Sigríðar, ömmu Sveins R. Eyjólfs-
sonar fyrrv. stjform. Frjálsrar fjölmiðlunar
Ólafur Jónsson
b. á Hraðastöðum í
Mosfellsdal
Guðný Ólafsdóttir
húsfr. í Stokkseyrarseli
og á Kjaransstöðum
Þórarinn Jónsson
b. í Stokkseyrarseli og á Kjarans-
stöðum í Biskupstungum
Jón Þórarinsson
úvegsb. í Einlandi í Grindavík
Elín Hafliðadóttir
húsfr. á Iðu og í
Auðsholti
Jón Jónsson
b. á Iðu og í Auðsholti í Biskupstungum
Ívar Páll
Jónsson
framkvstj.
í Rvík
Gunnlaugur
Jónsson
framkvstj. í
Kópavogi
Jón Steinar
Gunnlaugss.
lögm.
og fyrrv.
hæstaréttar-
dómari í Rvík
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti
Brynjólfur Þorláksson fæddist22. maí 1867 í Nýjabæ á Sel-tjarnarnesi. Foreldrar hans
voru Þorlákur Þorkelsson, f. 1829, d.
1879, bóndi á Bakka á Seltjarnarnesi,
og k.h. Þórunn Sigurðardóttir, f.
1839, d. 1898.
Brynjólfur lærði í barnaskóla á
Seltjarnarnesi að þekkja nóturnar
hjá Guðmundi Einarssyni í Bolla-
görðum. 18 ára gamall lærði hann
organleik hjá Jónasi Helgasyni og
síðan lærði hann um tveggja ára bil
píanóleik hjá frú Önnu Petersen,
móður Helga Pjeturss. Árið 1898 fór
Brynjólfur til Kaupmannahafnar og
lærði þar tónfræði og orgelleik í tíu
mánuði
Brynjólfur var skrifari hjá lands-
höfðingja og síðan vann hann sem rit-
ari í stjórnarráðinu. Hann var söng-
kennari í barnaskólum Reykjavíkur,
MR og Prestaskólanum. Hann
kenndi mörgum orgelleik og þegar
hann var dómorganisti 1902-1913 var
hann aðalmaðurinn í tónlistarlífi höf-
uðstaðarins. Sem harmóníumleikari
mun enginn hafa tekið honum fram,
þegar hann var á besta skeiði. Kom
hann oft fram sem einleikari og einn-
ig sem samleikari með píanói og fiðlu.
Hann stofnaði karlakórinn Káta
pilta, sem skipaður var öllum þeim
bestu söngkröftum, sem þá var völ á
og söng kórinn á Þingvöllum við kon-
ungskomuna 1907.
Brynjólfur bjó í Kanada 1913-33,
einkum í Winnipeg, kenndi þar söng
og orgelleik og stofnaði um 40 söng-
flokka í Íslendingabyggðum. Hann
flutti síðan heim og var söngkennari í
barnaskólum Reykjavíkur 1934-1940.
Brynjólfur gaf út nokkrar nótna-
bækur: Svanurinn, söngvasafn 1906,
Organtónar I og II, 1910-1913.
Eiginkona Brynjólfs var Guðný
Magnúsdóttir, f. 10.1. 1870, d. 20.3.
1931. Foreldrar hennar voru Magnús
Magnússon, sjómaður í Vogum, og
heitkona hans, Sigríður Gunn-
arsdóttir. Börn Brynjólfs og Guð-
nýjar voru Þóra, Þorlákur, Kristín
Guðríður, Ágúst, Þórunn, Jóhanna
Lilja, Þórunn og Sigríður Guðlaug.
Brynjólfur lést 16.2. 1950.
Merkir Íslendingar
Brynjólfur
Þorláksson
90 ára
Ísleifur Jónsson
85 ára
Eyþór Guðmundsson
Kjartan Björnsson
Kristján Halldórsson
Sigrún I. Gísladóttir
Sigrún Víglundsdóttir
80 ára
Ágúst Stefánsson
Guðrún Frances Ágústsd.
Gunnþórunn Gunnlaugsd.
Helgi Sigurðsson
Sigurbjörg R. Stefánsdóttir
75 ára
Ásta María Gunnarsdóttir
Guðjón Jónsson
Hrafn Antonsson
Ingibjörg Steinunn Einarsd.
Jóhanna Sigurðardóttir
Margrét Bragadóttir
Oddfríður Jóna Guðjónsd.
Svavar Geir Tjörvason
70 ára
Ágústa Oddsdóttir
Ágústa Þorleifsdóttir
Brynjar Haraldsson
Erla Hafdís Ingimarsdóttir
Guðríður Guðbjartsdóttir
Róbert Helgi Granz
Sigurður Ástvin Þorleifsson
Sonja Þorsteinsdóttir
Unnsteinn Egill Kristinsson
60 ára
Egill Geirsson
Einar Birgir Steinþórsson
Gunnhildur M. Sæmundsd.
Hansborg Þorkelsdóttir
Jóhann Pétur Jóhannsson
Kristinn Steingrímsson
Lone Hedtoft
Ragna Steinarsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
Sigríður Sörensen
Sigurgeir Tómasson
50 ára
Ásgeir Gylfason
Björn H. Kristjánsson
Dóra Ragnheiður Ólafsd.
Einar Einarsson
Guðjón Jónsson
Guðjón Sverrir Rafnsson
Hildur Gylfadóttir
Ingunn Reynisdóttir
Jón Trausti Gylfason
Karen Emilía Jónsdóttir
Karl Þór Ásmundsson
Kristín Einarsdóttir
Kristín Ósk Bergsdóttir
Lilja Þorsteinsdóttir
Magnús Snorri Magnússon
Martína E. H. Pötzsch
Páll Örn Líndal
Svandís Ingólfsdóttir
Torfi Ásgeirsson
Þorbjörn Guðrúnarson
Þórarinn S.Traustason
40 ára
Berglind Borgarsdóttir
Guðmundur Magnússon
Halldóra Ólöf Brynjólfsd.
Jóhannes Friðrik Ægisson
Jón Björn Jónsson
Lena Sif Björgólfsdóttir
Marianne Jensdóttir Fjeld
Sigríður Ólöf Sæmundsd.
Sigrún Sverrisdóttir
Sigurður Páll Behrend
Þorsteinn F. Jóhannsson
30 ára
Alvilda María Georgsdóttir
Arna Barkardóttir
Björk Sigurjónsdóttir
Björn Ingi Árnason
Eiríkur Sigmarsson
Elvar Páll Torfason
Freyr Gústavsson
Helga Jóna Traustadóttir
Rakel Kristjana Arnardóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Kristín María er
Reykvíkingur og
upplifunarhönnuður.
Maki: Ben Moody, f. 1973,
textasmiður og ritstjóri
Börn: Iris Æsa María, f.
2009.
Foreldrar: Sigþór Sig-
urjónsson, f. 1948, d.
2011, veitingamaður, og
Kristín Sophusdóttir, f.
1952, hjúkrunarfr. og fv.
sviðsstjóri á lyflækn-
ingasviði Landspítalans,
bús. í Reykjavík.
Kristín María
Sigþórsdóttir
40 ára Maduvanthi er frá
Sri Lanka og býr í Reykja-
vík. Hún er leikskólakenn-
ari á Grandaborg.
Maki: Nökkvi Elíasson, f.
1966, klippari hjá 365.
Börn: Jóhann Kumara
Karlsson, f. 2004, og
Elías Nirmal Nökkvason, f.
2014.
Foreldrar: Kudabanda
Abeyrathne, f. 1934, d
1986, og Podimanike Her-
ath, f. 1938, bús. á Sri
Lanka.
Maduvanthi K.
Abeyrathne
30 ára Sæunn er frá
Hjaltastöðum, Akrahr. í
Skagafirði, en býr í Kópa-
vogi. Hún er skipulags-
fræðingur að mennt og er
verkefnastjóri í umhverf-
is- og landgræðslumálum
hjá Orku náttúrunnar.
Maki: Róbert Unn-
þórsson, f. 1978, M.Sc.
tölvuverkfr. hjá Curio.
Foreldrar: Þórólfur Pét-
ursson, f. 1942, og Anna
Jóhannesdóttir, f. 1956,
bændur á Hjaltastöðum.
Sæunn Kolbrún
Þórólfsdóttir