Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Fleiri minningargreinar
um Þóreyu Vigdísi Ólafs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Þórey VigdísÓlafsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. desember 1949.
Hún lést á heimili
sínu 9. maí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Elín Mar-
íusdóttir, húsmóðir,
f. í Vestmanna-
eyjum 4.8. 1919, d.
31.10. 2007, og
Ólafur Björn Guð-
mundsson, lyfjafræðingur, f. á
Sauðárkróki 23.6. 1919, d. 27.8.
2008. Systkini Þóreyjar: 1) Björn
Már, f. 24.9. 1947, 2) Elín Soffía,
f. 31.10. 1957, 3) Maríus, f. 5.6.
1955. Hálfbróðir samfeðra Guð-
mundur Hannes, f. 28.4. 1942.
Þórey giftist Guðmundi Ei-
ríkssyni, prófessor við Jindal-
háskóla á Indlandi, f. í Winnipeg
26.10. 1947, í Útskálakirkju 15.9.
1973. Foreldrar hans voru Eirík-
ur Sverrir Brynjólfsson, prestur
að Útskálum, í Winnipeg og í
Vancouver, f. 7.9. 1903, d. 21.10.
1963, og Guðrún Guðmunds-
dóttir, prestsfrú og starfsmaður
Sláturfélags Suðurlands, f.
15.11. 1909, d. 31.5. 2000.
Börn Þóreyjar og Guð-
mundar: 1) Guðrún Dögg Guð-
mundsdóttir, f. 29.6. 1973, maki
Óttar Freyr Gíslason, f. 1969.
Dóttir þeirra: Arnhildur Sóley
Guðrúnar Óttarsdóttir, f. 2016.
2) Ólafur Björn Guðmundsson, f.
framkvæmdastjóri/ráðgjafi
Daufblindrafélags Íslands 2003-
2008. Hún var sendiherrafrú í
Ottawa, Pretóríu og Nýju Delí
2003-2014.
Þórey lagði stund á ritstörf og
vann við þýðingar og fyr-
irlestrahald um árabil. Hún er
höfundur „Flogaveiki“ (Iðunn
1990) og vann við öldrunarrann-
sóknina „Reykjavík 80+“ 1991-
1994. Hún var stundakennari í
sálfræði við HÍ 1994-1998 og
2003-2012. Frá ársbyrjun 2017
kenndi hún sálfræði við Jindal-
háskóla.
Þórey gegndi trún-
aðarstörfum hjá fjölda fé-
lagasamtaka. Hún var stofn-
félagi LAUF 1989-1999
(formaður 1992-1994), sat í
stjórn og framkvæmdastjórn
Öryrkjabandalags Íslands 1989-
1999 og 2006-2009 og í stjórn
„Brynju“ hússjóðs ÖBÍ 2007-
2016, Greiningar- og ráðgjaf-
arstöðvar ríkisins 1994-1999,
Norræna fræðslusetursins um
daufblindu og Norræna ráðsins
um málefni fatlaðra 1991-1999,
MS-setursins og Alzheim-
ersamtakanna FAAS 2004-2007.
Þórey var virk í Zontaklúbbi
Reykjavíkur þar sem hún
gegndi formennsku 2009-2010.
Hún var félagi í Hugleik frá
2007 en hún stundaði nám við
Leiklistarskóla Ævars Kvaran
1967-1968. Þórey söng í Kór ís-
lensku óperunnar frá 1987 og
tók þátt í ótal sviðsuppfærslum
og tónleikum.
Þórey verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, 22. maí
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
6.5. 1977, maki
Lovísa Jónsdóttir, f.
1975. Dóttir þeirra:
Þórey Vigdís Ólafs-
dóttir, f. 2013. Börn
Lovísu: Jón Róbert,
f. 1996, og Aron
Snær, f. 1999. 3) El-
ín Vigdís Guð-
mundsdóttir, f.
31.10. 1985, maki
Gunnar Þorvalds-
son, f. 1979. Börn
þeirra: Guðrún Lóa, f. 2013, og
Guðmundur Jökull, f. 2016. 4)
Helga, f. 22.7. 1988.
Þórey ólst upp að mestu í
Smáíbúðahverfinu í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá
stærðfræðideild MR 1969, BA-
prófi í sálfræði frá HÍ 1984, prófi
í félagsráðgjöf til starfsréttinda
frá HÍ 1985 og kandídatsprófi í
sálfræði frá Árósaháskóla 1987.
Hún hlaut kennsluréttindi frá HÍ
1987 og lauk námi í klínískri dá-
leiðslu frá Hypnotherapyschool
of India 2013.
Á yngri árum starfaði Þórey á
Skodsborg-heilsuhælinu í Dan-
mörku, á Geðdeild Borgarspít-
alans og sem flugfreyja hjá Loft-
leiðum. Hún var
félagsráðgjafi/sálfræðingur hjá
LAUF, Landssamtökum áhuga-
fólks um flogaveiki, með hléum
1985-1999, sálfræðingur/
félagsráðgjafi við krabbameins-
deild Landspítala 2001-2003 og
Það er undarleg tilfinning að
setjast niður til að skrifa minning-
argrein um tengdamóður sína.
Alltof snemma og manni finnst
það svo óréttlátt. Það er svo stutt
síðan við sátum og töluðum um
hvað við værum ungar, í anda var
hún 48 og ég 28. Minningar hellast
yfir mig og fylla mig hlýju enda
ekki annað hægt þegar maður
hugsa um Þóreyju. Glaðværð og
hlýja er það sem í mínum huga
einkenndi tengdamömmu mína.
Hún var alltaf svo jákvæð og glöð.
Hún tók mér opnum örmum frá
fyrstu stundu og ég eignaðist góða
vinkonu, fyrir það verð ég ævin-
lega þakklát. Óli sagði mér
snemma í sambandi okkar að
hann væri mikill mömmustrákur
og þegar ég hitti Þóreyju í fyrsta
sinn skildi ég strax af hverju. Hún
var hans besti vinur, stoð og stytta
og þó svo að langur tími gæti liði
milli þess sem þau hittust þá liðu
aldrei nema nokkrir daga án þess
að þau heyrðust í síma eða á
Skype. Hún vildi fylgjast með
hvað væri um að vera í lífi okkar,
taka þátt í gleði og sorgum. Vera
til staðar fyrir Óla og fyrir okkur
öll. Það er engin spurning í mínum
huga að stoltust af öllu var Þórey
af fjölskyldunni sinni. Hún átt ein-
stakt samband við öll börnin sín
og var sannur vinur þeirra allra.
Hún var svo dugleg að hrósa,
segja fallega hluti við börnin sín,
barnabörnin og okkur öll, segja
okkur hvað henni þótti vænt um
okkur. Þið eruð svo sæt og góð,
yndisleg, sagði hún svo oft. Þetta
er dýrmæt minning í dag og veitir
smá huggun að hlý og falleg orð
voru ekki spöruð. Eftir að við Óli
eignuðumst Þóreyju fékk ég svo
að kynnast þeim kærleika sem
hún bjó yfir enn betur. Litla Tóta,
eins og hún kallaði oft nöfnu sína,
var mikil ömmustelpa og Þórey
þreyttist ekki á því að leika við
hana, segja sögur eða syngja. Það
fyllir mig ómældri sorg að hugsa
til þess að þessar skemmtilegu
stundir verði ekki fleiri en við Óli
munum gera okkar allra besta til
að halda minningu elsku Þóreyjar
á lofti. Ég ætla að segja litlu Tótu
frá ömmu hennar sem gaf henni
nafnið sitt. Ömmu sem var svo hlý
og góð. Ég mun líka segja henni
með stolti frá því hversu dugleg
amma Tóta var. Það er ekki á
hvers manns færi að mennta sig
með stóra fjölskyldu en það gerði
hún Þórey. Hún var hörkudugleg
og ósérhlífin. Hún menntaði sig, ól
upp fjögur glæsileg börn og síðast
en ekki síst var hún kletturinn
hans Guðmundar. Hún var jafn-
réttissinni og mikill umhverfis-
sinni. Framtíð landsins okkar
skipti hana miklu máli. Allt þetta
munum við muna og halda áfram
að styðja þessi málefni sem skiptu
hana svo miklu máli.
Það hefur stórt skarð verið
höggvið í fjölskylduna okkar. Ég
og strákarnir mínir þökkum Þór-
eyju fyrir það hvernig hún tók á
móti okkur í fjölskylduna. Ég er
þakklát Þóreyju fyrir þann mann
sem Óli hefur að geyma. Ég er
þakklát fyrir það hversu góð
mamma, amma og tengdamamma
hún var og ég er þakklát fyrir vin-
áttuna okkar. Öll munum við
sakna hennar óendanlega mikið.
Hvíldu í friði, elsku Þórey.
Lovísa Jónsdóttir.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína, Þóreyju Vigdísi Ólafsdótt-
ur, með hlýju og söknuði. Það eru
margar góðar stundirnar sem við
höfum átt saman, oftar en ekki á
framandi slóðum. Jól haldin hátíð-
leg á Indlandi, nýju ári fagnað í
Suður-Afríku. Best var þó að
dvelja hjá Þóreyju í Frostaskjól-
inu. Það er erfitt til þess að hugsa
að Íslandsheimsóknir okkar verði
án þess að sitja að spjalli við Þór-
eyju yfir morgunkaffinu. Hún ný-
komin úr sundi, skrafhreifin og
leiftrandi í hugsun. Það er líka
sárt til þess að hugsa að ævintýrin
sem hún átti með dóttur okkar
verða ekki fleiri. Þórey var
dásamleg amma, með henni sner-
ist allt upp í leik, sérhver saga
varð æsispennandi og skrækir og
hlátrasköll glumdu um allt hús.
Fyrir þetta verð ég ævinlega
þakklátur og gleðst yfir minning-
unum sem eiga eftir að ylja okkur
um ókomna tíð.
Blómin sofa, en silfurrómi blíðum
nú syngur lindin vögguljóðin
unaðsblítt og hljótt.
Góða nótt.
(Ólafur Björn Guðmundsson)
Hvíl í friði.
Óttar Freyr Gíslason.
Elsku Þórey systir mín er látin.
Eftir sitjum við og söknum henn-
ar sárt. Skarðið er stórt sem hún
skilur eftir í hjörtum okkar en
minningarnar verma.
Þórey ólst upp með okkur
systkinunum í blómagarði for-
eldra okkar á ástríku heimili að
Langagerði 96. Þetta var á þeim
árum þegar börn léku sér úti allan
daginn og hlupu um mela og móa á
sólríkum sumardögum. Þórey var
átta árum eldri en ég og var því
sannkölluð stórasystir. Hún gætti
mín og bar hag minn fyrir brjósti
alla tíð. Hún var skemmtileg, hlý,
umhyggjusöm og trygg. Mann-
kostir sem gerðu hana að ein-
stakri systur og vini.
Þórey átti marga góða og
trygga vini sem hún ræktaði vel.
Hún var félagslynd og starfaði
m.a. með Zontaklúbbnum og söng
í Óperukórnum um áratugaskeið.
Starfsvettvangur hennar lýsir því
vel hversu gefandi hún var. Hún
var þekkingar- og viskumiðlari.
Hún kenndi sálfræði við Háskóla
Íslands, en auk þess vann hún
mikið fyrir félagasamtök, m.a. fé-
lag daufblindra og LAUF félag
flogaveikra og gaf út bók um
flogaveiki. Hún var glöggskyggn
og úrræðagóð og ætíð umhugað
um að hjálpa þeim sem áttu um
sárt að binda.
Við systurnar uxum úr grasi og
vorum samferða í gegnum lífið. Þó
langt liði stundum á milli þess að
við hittumst, þá áttum við ótal
gleðistundir saman. Það var alltaf
kátt á hjalla í kringum Þóreyju og
hún hafði gaman af því að fíflast
og hlæja eins og mamma okkar
forðum. Við töluðum oft um lands-
ins gagn og nauðsynjar og þá var
okkur ekkert óviðkomandi. Þórey
var sálfræðingur að mennt, vel
lesin í heimsbókmenntunum, rétt-
sýn og skörp. Það var gaman að
rökræða við hana og að sjálfsögðu
reyndum við að leysa lífsgátuna
þegar færi gafst. Á seinni árum
var hún eldheitur umhverfis- og
landverndarsinni og barðist fyrir
hagsmunum íslenskrar náttúru
sem sannarlega á undir högg að
sækja.
Við þreyttumst aldrei á því að
dásama barnalánið okkar. Ég var
svo lánsöm að fá að kynnast og
fylgjast náið með lífi barnanna
hennar fjögurra sem voru hennar
líf og yndi og hún var óendanlega
stolt af. Hún var elskurík móðir og
barnabörnin fengu einnig sinn
skerf. Þegar ég eignaðist mína
syni, Tryggva og Egil, þá sýndi
hún þeim alltaf einlægan áhuga,
hlýju og væntumþykju og fylgdist
með í lífi þeirra og þroska. Þetta
skynjuðu þeir snemma og þeim
hefur alltaf þótt óskaplega vænt
um Tótu frænku.
Þórey elskaði kartöflur og
krækiber. Ein minning úr kart-
öflugarðinum stendur upp úr en
þá fórum við tvær saman í grenj-
andi rigningu til að bjarga upp-
skerunni í Skammadal. Við sátum
í regngallanum hvor á móti ann-
arri í drullunni og nutum þess að
vera til í núinu! Ég á líka góðar
minningar úr krækiberjamóunum
okkar þar sem við skriðum saman
um mosa og móa landsins okkar
kæra og lásum berin svörtu.
Egill sonur minn og vinur hans
eru nú í heimsreisu og þeir bjuggu
hjá Tótu frænku og Guðmundi á
Indlandi í nokkra daga í febrúar
síðastliðnum. Þeir voru alsælir
með dvölina og ég ætla að enda
minninguna á orðum Egils um
Tótu móðursystur sína: „Hún var
alltaf kát og glöð – eiginlega eins
og sólargeisli.“
Blessuð sé minning Þóreyjar.
Elín Soffía Ólafsdóttir.
Horfin Þórey, harmafregn,
hnígur á sorgarhúm.
Eftir titrar táraregn
og tregans tómarúm.
Megi oss hjálpa helgar vættir
hægt það tóm að fylla;
og eðlis- þínir bestu -þættir
þína minning hylla.
(BMÓ)
Björn Már Ólafsson.
Þórey vinkona mín, mágkona
og bekkjarsystir, varð bráðkvödd
9. maí síðastliðinn. Þórey var
glæsileg kona, bráðgreind og
skemmtilegur félagi. Leiðir okkar
Tótu eins og hún var kölluð, röt-
uðu saman þegar við vorum átta
ára í Breiðagerðisskóla. Tóta
reyndist vera skemmtilega frekn-
ótta stelpan sem stjórnaði í
bekknum. Tóta ólst upp við gott
atlæti, átti einstaklega góða for-
eldra og systkini. Faðirinn stund-
aði blómarækt í frístundum og
móðirin annaðist heimilið af mik-
illi röggsemi. Við Tóta fylgdumst
alla tíð að í skólagöngu okkar, við
vorum í sama bekk í Réttarholts-
skóla og þaðan tókum við síðan
landspróf. Síðan lágu leiðir okkar í
MR og þar áttum við góða daga,
stunduðum námið mátulega vel og
fórum oft í Glaumbæ og á skóla-
böllin.Við lékum báðar aukahlut-
verk í Herranótt þegar Betlara-
óperan var sýnd árið 1968 og þá
kom í ljós að Tóta hafði góða leik-
listarhæfileika.
Vorið 1966 sigldum við Tóta
með gamla Gullfossi til Kaup-
mannahafnar og vorum saman
þar í tvær vikur, þar fórum við t.d.
í fyrsta skipti í járnbrautarlest og
auðvitað líka í Tívolí og á Bakk-
ann. Þetta var skemmtilegur tími
fyrir tvær ungar og óreyndar
stúlkur frá Íslandi. Á mennta-
skólaárunum stofnuðum við
bekkjarsysturnar í 5Z sauma-
klúbb og höfum við hist reglulega í
um fimmtíu ár og vináttan verið
okkur ómetanleg. Vináttan við
Þóreyju leiddi svo til þess að ég
kynntist Bjössa bróður hennar og
varð mágkona hennar. Um svipað
leyti hitti Tóta Guðmund sinn og
þau giftu sig á fallegum degi í Út-
skálakirkju, þar sem pabbi Guð-
mundar hafði þjónað sem prestur.
Ekki leið á löngu þar til að við vor-
um báðar komnar með stóra
barnahópa og hjálpuðumst við
stundum að með börnin og var þá
oft glatt á hjalla. Þórey og Guð-
mundur eignuðust fjögur mann-
vænleg börn sem eru dugmikið
fólk í dag. Barnabörnin eru orðin
sex.
Tóta og Guðmundur bjuggu
lengi erlendis vegna náms og
vinnu Guðmundar. M.a. bjuggu
þau í Bretlandi, Sviss, Kanada,
Kostaríka og í Bandaríkjunum og
nú síðast á Indlandi. Tótu þótti
gaman að koma á nýja staði og
hafði einstaka hæfileika til að að-
lagast nýjum aðstæðum og reyndi
yfirleitt að njóta þess sem hvert
land hafði upp á að bjóða. Hún að-
stoðaði líka Guðmund við vinnu
hans, las prófarkir og lagði gott til
mála. Tóta hafði mörg áhugamál,
las mikið, hafði yndi af gönguferð-
um og stundaði daglega sund.
Hún söng í mörg ár með Óperu-
kórnum og elskaði óperur. Söng-
urinn var henni mjög dýrmætur.
Hin síðari ár var hún komin í
gönguhóp okkar Förusveina og
var ótrúlegt hvað hún fór létt með
allar erfiðu fjallgöngurnar. Nú er
Þórey farin á vit annarra heima.
Ég mun sakna góðrar og traustr-
ar vinkonu sem hafði einstaka frá-
sagnargáfu og sá yfirleitt
skemmtilegar og jákvæðar hliðar
á lífinu. Megi minning hennar lifa
um ókomna tíð. Við Fífumýrar-
fjölskyldan sendum Guðmundi,
börnum og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður Ólafsdóttir.
Elsku Þórey. Nú er mér þung-
ur harmur í hjarta þar sem þú á
ófyrirséðan og skyndilegan hátt
hvarfst af sviði lifanda og þannig
held ég að fjölskyldu þinni og vin-
um líði. Ég hef þekkt þig frá
fyrsta ári og verið í nánum
tengslum við þig og foreldra þína
meðan þau lifðu, en einnig systkini
þín, eiginmann og börn ykkar eftir
því sem aðstæður leyfðu.
Það er margt sem leitar á hug-
ann þegar litið er til baka, m.a.
minningar frá þeim tíma er ég
sem ung telpa í hlutverki barn-
fóstru gætti þín og bróður þíns
Björns, en á þeim tíma var ég mik-
ið inni á heimili foreldra þinna, en
það kallaði ég Kærleiksheimilið.
Einnig minnist ég margra ann-
arra ánægjulegra samverustunda
svo sem ferða fjölskyldunnar í
Heiðarból að vetri til og síðar ferð-
ar, er ég og maður minn heimsótt-
um þig og eiginmann þinn Guð-
mund Eiríksson sendiherra til
Deli í Indlandi fyrir fáum árum
síðan.
Þú hefur sannarlega ekki farið
varhluta af veikindum á lífsleið-
inni, en það sem upp úr stendur í
minningunni um þig er yndislegt
viðmót, náungakærleikur, hljóm-
þýð rödd og fallegt bros. Það var
ávallt gott og gleðigefandi að vera
í návist þinni.
Það er sárt að eiga ekki von á
að hitta þig í lifenda lífi, en við sem
eftir lifum verðum að reyna að
standa upprétt og halda lífsbarátt-
unni áfram og það er ósk mín,
kæra vinkona, að fjölskyldu þinni,
eiginmanni, börnum og barna-
börnum megi hlotnast styrkur til
þess.
Þess bið ég og fjölskylda mín.
Hulda Guðmundsdóttir.
„Ég hef það mjög fínt hér á
Indlandi, landið hefur einhverja
magnaða töfra, það er ótrúlega
gaman að takast á við eitthvað
nýtt og reyna á hausinn. Það væs-
ir ekki um okkur … skólinn er
yndislegur, allt til alls, fallegir
garðar og góður andi … kem heim
í byrjun maí og hlakka til að hitta
ykkur,“ skrifaði Þórey á páska-
dag, 16. apríl sl., í pósti til mín.
Hún hafði tekið að sér að kenna
sálfræði eftir áramótin við JGU-
háskólann í Delí, þar sem Guð-
mundur er prófessor. Þetta var
draumaverkefni og hún naut þess
og að hitta þar gamla vini.
Kynni okkar hófust í MR þar
sem við vorum bekkjarsystur öll
árin. Þar myndaðist djúp vinátta
sem aldrei bar skugga á. Þórey
var vel gefin, glaðvær, heillandi og
skemmtileg. Hún var valin í
Herranótt til að dansa, leika og
syngja, enda lipur á fæti og söngv-
in. Við lentum í blönduðum bekk í
stærðfræðideildinni og vorum níu
stelpurnar sem stofnuðum fljótt
saumaklúbb. Hann hefur starfað í
yfir fimmtíu ár og nú var beðið
með maíhitting eftir Þóreyju. En
lífið er hverfult. Nýkomin heim er
hún skyndilega kölluð frá okkur.
Þórey var mikið á ferð og flugi
eftir að þau Guðmundur festu ráð
sitt og má segja að þá hafi allur
heimurinn verið undir. Þau
bjuggu á ævintýralegum stöðum.
Við fylgdumst með henni í New
York, Kanada, Kostaríka, Suður-
Afríku, Sviss og víðar – síðast á
Indlandi. Hún var alltaf dugleg að
koma heim og dvelja hér svo við
gátum treyst vinaböndin.
Þórey var hrókur alls fagnaðar
er við hittumst. Við fylgdumst
með lífi hver annarrar og hvernig
barnahópurinn stækkaði, en þau
Guðmundur áttu miklu barnaláni
að fagna. Menntaskólaárin voru
rifjuð upp reglulega, skólafélag-
arnir, Glaumbær, vinsælustu lögin
og flugfreyjuárin. Við fórum í
ferðalög og sumarbústaðaferðir
og eiginmenn bættust í hópinn.
Þórey hafði góða kímnigáfu og átti
auðvelt með að sjá spaugilegar
hliðar á málum sem hún útlistaði
með glimt í auga. Við hlógum dátt
að frásögn hennar frá sumarvinnu
bekkjarsystranna á Skodsborg í
Danmörku og öðrum skondnum
atvikum. Þórey var mjög næm á
umhverfi sitt, elskaði gróðurinn
og náttúruna. Hún var farin að
hlúa að sumarbústaðnum við
Múlakot í Fljótshlíð og búa sér
þar sælureit. Hún ræktaði líka
heilsuna með göngum og dagleg-
um sundferðum hvar sem hún var
stödd í heiminum. Hún var lipur
penni og gat lýst stöðum svo mað-
ur sá þá ljóslifandi fyrir sér.
Í opinberri Indlandsheimsókn
minni sem þingforseti áttum við
því láni að fagna að sendiherra-
hjónin, Þórey og Guðmundur,
tóku á móti okkur og voru með í
för. Þá var gaman að geta stungið
af með henni á markað ef smuga
gafst í þéttri dagskránni. Hér var
hún á heimavelli.
Þórey var mikill vinur
barnanna sinna sem áttu alltaf
dyggan stuðning og athvarf hjá
henni og barnabörnin litlu voru
hennar líf og yndi. Missir þeirra
allra er mikill.
Við Einar vottum Guðmundi og
börnunum þeirra, þeim Gunnu,
Óla, Línu og Helgu, tengdabörn-
um og fjölskyldu, okkar innileg-
ustu samúð við sviplegt fráfall
hennar. Þórey lifir áfram í huga
þeirra sem kynntust henni. Við
söknum hennar sárt.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Við Atli erum þakklát fyrir að
hafa átt ánægjustund með Þór-
eyju í afmæli Óla Björns, þannig
verður hún ávallt í minningu okk-
ar.
Við Atli nutum þess að Guð-
mundur og Þórey áttu heima í
framandi löndum. Við fórum að
heimsækja þau á nokkrum stöð-
um. Alls staðar hafði Þórey búið til
mjög fallegt heimili og alltaf voru
móttökurnar stórkostlegar. Sér-
staklega minnisstæð er ferð okkar
til þeirra í Ottawa fyrir 12 árum,
þar sem ég í nostalgíukasti ákvað
að fjölskyldur okkar systkinanna
þriggja ættu að hittast. Það var
enginn smáhópur sem mætti til
þeirra um páska það árið. Alls
voru þetta 15 manns frá 0 til 58
ára. Allt gekk þetta svo ljúft og
snurðulaust fyrir sig enda var Þór-
ey búin að skipuleggja allt svo vel.
Síðasta daginn í afmælisferð
Brynjólfs liðið haust bauð Þórey
okkur að fylgjast með lokaæfingu
Óperukórsins sem fram fór í
Langholtskirkju. Það var mikil
upplifun fyrir okkur og yndislegt
að heyra Þóreyju syngja með
kórnum.
Undanfarin ár fórum við Þórey
nokkuð reglulega saman í hádeg-
ismat og á nýjan stað í hvert
skipti. Þórey sagði svo skemmti-
lega frá og þótti mér vænt um
þessar samverustundir okkar.
Mikið á ég eftir að sakna þeirra og
hennar Þóreyjar.
Guðný og Atli.
Þórey Vigdís
Ólafsdóttir