Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 COSTA DEL SOL 28. maí í 7 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. BÓKAÐU SÓL Á ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Stökktu frá kr. 52.995 2fyrir1 m/gistingu 48.670 Aguamarina Allt að 39.950kr. afsláttur á mann Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íslenska heilbrigðiskerfið lendir í öðru sæti þegar mælt er aðgengi og gæði heilbrigðiskerfa heimsins. Þetta kem- ur fram í umfangsmikilli rannsókn sem birt er í The Lancet, einu virtasta og elsta læknatímariti heims. Um er að ræða útreikning á heil- brigðisvísitölu (e. healthcare access and quality index) sem er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðis- þjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Rann- sóknin tekur til 195 landa og skoðaðar eru upplýsingar frá árunum 1990 til 2015. Heilbrigðisvísitala Íslands reiknast sem 94 af 100 mögulegum og er það rétt á eftir Andorra sem trónir á toppnum með 95 af 100. Sviss er í þriðja sæti með 92 og Noregur og Sví- þjóð saman í fjórða með 90 stig. Jákvæð niðurstaða fyrir Ísland „Þetta er náttúrulega jákvæð niður- staða fyrir okkur og við erum ennþá þarna með efstu löndum með frændum almennt hefur batnað. Það stendur náttúrlega, eins og við var að búast og við höfum þekkt lengi, að við Íslend- ingar stöndum mjög framarlega og heil- brigðisvísitalan okkar er mjög góð á mörgum sviðum,“ segir Reynir. Hann segir heilbrigðisvísitöluna reiknast að mörgu leyti eftir aðgengi að þjónust- unni sjálfri og meðferðarúrræðum. „Þetta er ákveðinn mælikvarði á hversu auðvelt aðgengi fólk á að þjónustunni og hversu gott aðgengi er að þeim með- ferðarúrræðum sem er í boði.“ Sjúkdómabyrði á heimsvísu Rannsóknin tekur til dánartíðni af völdum viðráðanlegra sjúkdóma og er einnig reiknuð með sjúkdómabyrði á heimsvísu í huga. „Það er líka verið að fjalla um sjúk- dómabyrði og við sjáum í þeim sam- anburði að auðvitað hrjá mismunandi sjúkdómar mismunandi lönd. Þannig eru vandamálin hér á Íslandi allt önnur en þau eru í sumum löndum í Afríku. Sjúkdómarnir eru öðruvísi þar. Þau eru til dæmis að glíma við ákveðnar sýk- ingar, nokkuð sem við glímdum við fyrir áratugum.“ okkar í Skandinavíu og Evrópu,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður lækna- ráðs. „Það er verið að mæla hvað hefur breyst frá árinu 1990 og hvernig þró- unin hefur verið. Hvort læknisþjónusta Íslenska heilbrigðiskerfið í 2. sæti  Ísland er í öðru sæti í umfangsmikilli rannsókn á heilbrigðiskerfum heimsins  Niðurstöðurnar birtar í læknatímaritinu The Lancet  Aðgengi að þjónustu og meðferðarúrræðum meðal þess sem var skoðað Morgunblaðið/Ómar Hringbraut Rannsóknin tekur til 195 landa og eru skoðaðar tölur frá 1990 til 2015. Ísland og Andorra voru einnig meðal efstu landa árið 1990. Heilbrigðisvísitalan (HAQ index) » Reiknast á skalanum 0-100 » Heilbrigðisvísitala Íslands er 94 og er í Ísland í öðru sæti. » Andorra í efsta sæti með heilbrigðisvísitöluna 95 » Danmörk er neðst Norður- landanna með heilbrigðisvísitöl- una 86 og situr í 24. sæti. » Mið-Afríkulýðveldið er í neðsta sæti, með vísitöluna 29. Hann var tignarlegur flórgoðinn sem gæddi sér á horn- síli á Mývatni. Höfuð þessa sérstæða fugls er stórt og svartgljáandi og ganga stórir, gulir fjaðrabrúskar aft- ur frá augum en þeir minnka þegar líður á sumarið. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Tignarlegur á sundi á Mývatni Flórgoði gæðir sér á síli Ofn kísilverk- smiðju United Silicon hf. í Helguvík var gangsettur í gær klukkan 16 að sögn Kristleifs Andréssonar, framkvæmda- stjóra öryggis- og umhverf- ismála hjá fyr- irtækinu. „Búið er að gera yfir þrjátíu lag- færingar og endurbætur á verk- smiðjunni. Mælistöðvar hafa verið settar upp bæði í verksmiðjunni og í bænum. Það verður því fylgst náið með gangi mála,“ segir Kristleifur. Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri á Umhverfisstofnun, sagði í samtali við mbl.is að þær breytingar sem gerðar hefðu verið á verksmiðjunni ættu meðal annars að skila sér í því að óæskilegar lofttegundir eyddust frekar en að skila sér út í andrúms- loftið. Ofninn hefur ekki verið í gangi frá því að eldur kom upp í kís- ilmálmverksmiðjunni þriðjudaginn 18. apríl. Ofn United Silicon gangsettur Verksmiðja United Silicon. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir grein- ingu Samtaka atvinnulífsins (SA) á launum lækna hérlendis, sem birt var í Morgunblaðinu á laugardag, gefa skakka mynd af raunveruleik- anum. Samkvæmt henni eru læknar á Íslandi með 30% hærri regluleg heildarlaun en læknar á Norður- löndunum. „Við teljum að þetta gefi ekki rétta mynd. Svona samanburður er alltaf erfiður, sérstaklega vegna vinnutíma og hvernig launakerfi eru byggð upp,“ segir Þorbjörn. Hann segir nauðsynlegt að taka aldur lækna með inn í reikninginn, en ungir íslenskir læknar starfi flestir erlendis og meðalaldur lækna hérlendis sé almennt hærri en ann- ars staðar. „Það sem er örugglega ekki tekið inn í samanburð SA er að framhaldsnám lækna er og hefur verið að mestu leyti erlendis. Okkar vantar á Íslandi reynda yngri lækna. Þeir koma þá ekki inn í þennan samanburð, sem er fjöl- mennur hópur. Þetta leiðir til þess að meðalaldur lækna á Íslandi er al- mennt hærri og eldri læknar eru með hærri laun en yngri.“ Þorbjörn tekur einnig fram að styrking krónunnar hafi mikil áhrif á samanburð launa við erlend ríki og þá ekki bara hjá læknum heldur öðrum stéttum eins og hjá hjúkr- unarfræðingum. Styttri vinnuvika í Skandinavíu Hann segir að vinnufyrirkomu- lag, hvað varðar vaktavinnu og fjölda vinnutíma í viku, hafi mikil áhrif á niðurstöðurnar. „Í hinum Norðurlandaríkjunum eru greiðslur lækna fyrir vaktavinnu teknar út í vaktafríum en hérlendis eru vakt- irnar greiddar í peningum. Það veldur auðvitað líka hærri launum og svo er vinnuvikan styttri í Skandinavíu,“ segir Þorbjörn, sem starfaði um árabil sem læknir í Noregi. „Ég get vísað í eigin reynslu, en þegar ég var að vinna í Noregi var vaktavinnan 35,5 tímar á viku en hún er 40 tímar hér óháð því hvort teknar vaktir eða ekki. Það þarf alltaf að skila 40 tíma dagvinnu. Þannig er það ekki í Noregi.“ Laun lækna ekki sambærileg  Formaður Læknafélagsins segir samanburð erfiðan Morgunblaðið/Golli Læknar Á Íslandi voru 292 íbúar á hvern lækni í fyrra en 208 í Noregi. „Ég þekki ekkert til þessa upp- gjörs, hvorki gagnvart Ólafi eða öðrum. Þá hafði ég aldrei heyrt þetta fyrirtæki nefnt fyrr en ég sá það í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,“ segir Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Kaupþingi þegar Búnaðarbankinn var keyptur af S-hópnum, spurður um félagið Dekhill og uppgjör af hagnaði í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum. Ólafur Ólafsson sagðist ekkert kannast við félagið, í viðtali við Kastljós, en vísaði á stjórnendur Kaupþings. „Það væri helst Hreiðar eða Sig- urður sem gætu svarað fyrir þetta, geri ég ráð fyrir,“ segir Bjarki og vísar til Hreiðars Más Sigurðs- sonar, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síð- ustu daga hefur Morgunblaðið hvorki náð í Hreiðar Má né Sigurð Einarsson. Ekki næst í Kaupþings- menn  Enn óljóst hver á félagið Dekhill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.