Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Eru öll íslensk heimili að … 2. Selur lítrann af bensíni á … 3. Hló á meðan foreldrarnir … 4. Frægð í skugga sorgar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs á Þjóð- minjasafni Íslands, flytur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á morgun, þriðjudag, kl. 12. Þar fjallar hún um tilurð sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sem nú stendur yfir í Bogasal. Í erindinu verður sagt frá ferlinu sem fór fram frá hugmynd að fullmótaðri sýningu, þeim áherslum sem valdar voru og álitamálum sem komu upp. Lagt var upp með að skapa tilefni til umræðu um búferlaflutninga og hvernig ís- lenskt samfélag hefur mótast af flutningum fólks og hugmynda milli landa. Á morgun gefst gestum tæki- færi til að fá innsýn í safnastarfið og taka þátt í samtali um þessi mál. Erindi sviðsstjóra um tilurð sýningar  Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðs- son og Harpa Arnardóttir lesa verkið Bláklukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnardóttur í Mengi í kvöld, mánu- dag, kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30 Leiklesturinn markar upphaf æfingaferils verksins, sem ráðgert er að verði sett upp árið 2018. Bláklukk- ur fyrir háttinn leikur á mörkum hversdagslegs raunsæis og ljóðrænu. Smávægilegir hlutir eins og lyklar og skrár fá djúpstæðari og margræðari merkingu þegar persónur verksins stíga inn í íbúð látinnar konu, heim sem er þeim bæði kunnug- legur og óþægilega framandi. Verkið fjallar um dauðann í lífinu og lífið í dauð- anum. Þrána, miss- inn og hina horfnu ást. Leikritið Bláklukkur leiklesið í Mengi Á þriðjudag Austlæg átt, 5-10 m/s. Dálítil rigning suðaustantil, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 16 stig. Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Hiti 5 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld með köflum suðaustantil, dálitlar skúrir á Suðurlandi, en annars þurrt og bjart að mestu. Kólnar lítið eitt í veðri, hiti 6 til 18 stig. VEÐUR „Ég veit ekki hvaðan þessir strákar fá þessa orku. Við enduðum í 7. sæti í deildinni og mars-mánuður var bara erfiður. Við hefðum alveg getað endað neðar. Menn eru margir mjög þreyttir, en þetta eru bara svo miklir naglar,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, eftir að liðið varð Ís- landsmeistari karla í hand- bolta með sigri á FH í oddaleik í gær. »1 Veit ekki hvaðan þeir fá þessa orku Berglind Björnsdóttir og Fannar Ingi Steingrímsson fögnuðu sigri þegar fyrsta mótið á Eimskips- mótaröðinni í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Fannar Ingi er 19 ára gamall og var þetta fyrsti sigur hans á mótaröð- inni. Berg- lind hefur hins veg- ar unnið fimm sinnum. »8 Fyrsti sigur Fannars Inga á mótaröðinni Stjarnan vann dramatískan sigur á spútnikliði KA í Pepsí-deild karla í gærkvöld. Eyjólfur Héðinsson gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Þrír leik- ir fóru fram í gær og nældu Blikar í sinn fyrsta sigur þegar þeir heim- sóttu Víkinga í Fossvoginn og úr varð fimm marka leikur. Þá unnu Eyja- menn annan leikinn í röð þegar þeir fóru til Ólafsvíkur. »4,5 Dramatík í Garðabænum hjá Stjörnunni og KA ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lars Dietzel, bakari frá Bæjara- landi, hefur nú á einni viku bakað fleiri hundruð þýskar saltkringlur, eða Pretzel, í Bernhöftsbakaríi. Dietzel er uppalinn í Bæjara- landi, sem er syðsta sambandsland Þýskalands, en saltkringlan eins og við þekkjum hana í dag á ræt- ur sínar að rekja þangað. „Bakaranám í Þýskalandi er ekki ósvipað og á Íslandi að því leyti að unnið er samhliða náminu. Á heimaslóðum mínum er auðvitað mikið gert af saltkringlum. Ég lærði í skólanum hvernig á að gera deigið og síðan bakar maður á fullu í vinnunni og fullkomnar þetta,“ segir Dietzel og bætir við að Íslendingar taki vel í salt- kringlurnar. „Ég kom hingað fyrir tveimur vikum og við byrjuðum fyrir viku að gera þýsku saltkringluna. Ís- lendingum virðist líka vel og er fólk að koma og spyrja sér- staklega um þær.“ Bakað í Bandaríkjunum Dietzel hefur farið heimshorna á milli og bakað, meðal annars í Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi, en hann segir að náttúran og landslagið hafi átt stóran þátt í ákvörðun sinni að koma hingað. „Ég var að vinna í Nýja- Sjálandi. Ég nýt þess að ferðast og hugsaði: Af hverju ekki Ísland? Ég elska náttúruna hérna.“ Dietzel kom fyrst hingað til lands fyrir tveimur árum og kynntist þá Sigurði Má Guðjóns- syni, eiganda Bernhöftsbakarís. Hafði Dietzel því samband við bakaríið þegar hann langaði að koma hingað að nýju. „Ég heyrði í Sigurði tveimur ár- um seinna og spurði bara hvort hann vantaði bakara og hann sagði já, þannig að ég kom,“ segir Dietzel. Íslendingar sækja í sykurinn Spurður hvort mikill munur sé á þýsku, íslensku og bandarísku sætabrauði segir Dietzel Íslend- ingana sækja meira í sykrað sæta- brauð og hvítara brauð en Þjóð- verjar. „Íslendingar vilja svipað sæta- brauð og það sem er í boði í Dan- mörku og Þýskalandi, nema að það er aðeins sætara hér. Mér lík- ar sætabrauðið hérna en sem Þjóðverji finn ég alveg fyrir því að þetta er sætara en heima. Þetta er þó ekkert miðað við Bandaríkin, þar er bætt við mjög miklum sykri,“ segir Dietzel og hlær við. Bakarinn frá Bæjaralandi  Þýskur bakari bakar saltkringlur í Reykjavík Morgunblaðið/Hanna Pretzel Lars Dietzel býr til deigið eftir uppskrift frá Bæjaralandi og bakar þýskar saltkringlur á Íslandi. Dietzel stefnir að því að baka fleira en bara saltkringlur í Bern- höftsbakaríi á næstunni. „Við munum örugglega reyna í framtíðinni að framleiða meira af þýsku deigi og baka þýskt brauð, þýskar kökur og þýskt sætabrauð,“ segir Diet- zel en hann útilokar heldur ekki að fram- leiða fleiri saltkringlur og mismunandi gerðir. „Í Þýskalandi eru bakaðar marg- ar mismunandi stærðir og gerðir. Ég var í sumarstarfi hjá fyrirtæki í Þýskalandi á meðan ég var í námi. Þá framleiddum við 2.500-3000 salt- kringlur á hverjum degi. Hér á Íslandi erum við að gera yfir 50 á hverjum degi, það er svo sem ágætt.“ Saltkringlan bara byrjunin STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ BAKA BRAUÐ FRÁ BÆJARALANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.