Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Líkamsrækt Margir gera sér ferð í Nauthólsvík, flestir leggja þar rækt við sál og líkama, bera sig að við æfingarnar hver með sínum hætti og láta ekkert hindra sig í ræktinni. Eggert Tæplega þrjú hundr- uð manns sóttu vel heppnað Reykjavík- urþing Varðar, Full- trúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, sem haldið var um helgina. Þingið sótti sjálfstæðisfólk á öllum aldri og úr öllum hverfum borgarinnar til að ræða borgarmál, vinna að stefnumótun og styrkja tengslin sín á milli. Á þinginu komu fram fjölmargar hugmyndir, stórar sem smáar, sem allar miða að því að bæta mannlíf í Reykjavík með einhverjum hætti. Einnig var farið yfir stöðuna í hinum ýmsu málaflokkum borgarinnar og rætt um hvernig standa megi betur að rekstri þeirra. Málefnanefndir unnu að ályktunum sem síðan voru bornar upp og samþykktar á þinginu. Var ómetanlegt fyrir okkur borg- arfulltrúa að taka þátt í störfum Reykjavíkurþingsins og skiptast þar á skoðunum við fjölda fólks sem gjörþekkir aðstæður í sínum hverf- um og veit hvernig bæta má þjón- ustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Vil ég þakka öllum þeim sem sóttu Reykjavíkurþingið og tóku þátt í störfum þess. Sérstaklega vil ég þakka hinum stóra hópi sjálfboðaliða úr sjálfstæðisfélögunum sem lögðu af mörkum mikið starf í sjálfboða- vinnu til að gera þetta glæsilega þing að veru- leika. Reykjavíkurþingið var glæsileg byrjun á baráttu Sjálfstæð- isflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningar, sem fara fram eftir eitt ár, 26. maí 2018. Nú verður fjallað um nokkrar ályktanir þingsins en með þeim hafa línur verið lagðar að stefnuskrá flokksins fyrir kosning- arnar. Reykjavík á að vera fyrsti kostur fyrir alla þá sem vilja búa á höf- uðborgarsvæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill að út- svar verði lækkað í áföngum og verði komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á næsta kjörtímabili. Reykjavíkurborg skal tryggja nægjanlegt framboð af lóðum til sölu. Sjálfstæðisflokkurinn vill að byggingarréttargjald verði fellt nið- ur. Lóðir í nýbyggingarhverfum skal selja á kostnaðarverði. Með auknum íbúafjölda aukast út- svarstekjur sem gerir borgina betur í stakk búna til að sinna grunnþjón- ustu. Lagt er til að öllum leigulóðum íbúðarhúsnæðis verði afsalað til eig- enda húsnæðis þess sem á lóðunum stendur. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi því að afnumin verði sú lagakvöð sem síðasta vinstri stjórn setti á Reykjavíkurborg að fjölga borg- arfulltrúum úr 15 í a.m.k. 23 við næstu borgarstjórnarkosningar, í maí 2018. Sjálfstæðisflokkurinn vill taf- arlaust endurskoða núgildandi að- alskipulag Reykjavíkur. Að- alskipulagið þarfnast betra jafnvægis í þéttingu byggðar og nýrra byggingarsvæða. Samfara áframhaldandi þéttingu byggðar skal leggja áherslu á nýt- ingu byggingarlands austan Elliða- áa. Fullt tillit skal tekið til lífsgæða íbúa og umhverfis. Sjálfstæðisflokkurinn telur mik- ilvægt að standa vörð um græn og opin svæði í borginni og hlúa að nátt- úruperlum, svo sem Elliðaárdal, Laugardal, Öskjuhlíð og svæðinu í kringum Reynisvatn. Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni í aðalskipulagi í óskertri mynd. Staðsetningu flug- vallarins verði ekki breytt nema annar betri kostur bjóðist. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi góðra sam- gangna í borginni, hvort heldur sem um er að ræða hjólreiðar, gangandi vegfarendur, almenningssam- göngur, leigubíla eða einkabíla. Góð- ar samgöngur eru undirstaða nú- tíma lífshátta. Undanfarna áratugi hefur þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykja- vík. Öryggi í umferðarmálum hefur vikið fyrir gæluverkefnum. Nauð- synlegt er að forgangsraða í þágu viðhalds og uppbyggingar á vega- kerfi höfuðborgarinnar með öryggi að leiðarljósi. Meðal brýnna sam- gönguverkefna má nefna Sunda- braut, bætt umferðarflæði Miklu- brautar og tengingar við önnur sveitarfélög. Örar tæknibreytingar munu setja mark sitt á samgöngur framtíð- arinnar og þarf skipulag að taka tillit til þess. Stefna Sjálfstæðisflokksins í skólamálum byggist á því að allir nemendur hafi aðgang að námi sem hentar hverjum og einum. Hagsmunir nemenda skulu ávallt vera miðpunktur stefnumörkunar og framkvæmda í skólum borgarinnar. Lögð verði áhersla á að auka fjöl- breytni í skólastarfi og fjölga val- kostum í námsleiðum og rekstr- arformi skóla. Áhersla verði færð frá miðstýringu í átt að auknu sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi. Efla þarf tengsl skóla og atvinnu- lífs. Lögð verði áhersla á að kynna tækni- og iðngreinar fyrir börnum til að fleiri nemendur skili sér í iðn- og tækninám. Meginviðfangsefni skólastarfs er aukinn námsárangur og framfarir í námi og kennslu. Til að meta þann árangur þarf reglubundnar mæl- ingar og viðmið sem öllum eiga að vera aðgengileg. Auka þarf gagnsæi í árangursmælingum. Tryggja þarf aðgengi allra skóla að viðeigandi og stöðluðum skimunar- og mælitækj- um. Gera þarf átak í endurbótum og viðhaldi á skólahúsnæði, sem víða er í slæmu ásigkomulagi vegna langrar vanhirðu. Sömuleiðis þarf að lag- færa og bæta skólalóðir og skóla- umhverfi. Hér hefur einungis verið tæpt á nokkrum atriðum en í framhaldinu verður gerð grein fyrir fleiri góðum ályktunum sem samþykktar voru á hinu glæsilega Reykjavíkurþingi um helgina. Eftir Kjartan Magnússon » Tæplega 300 manns sóttu Reykjavík- urþingið og mótuðu stefnu í borgarmálum. Þingið var glæsileg byrjun á baráttu fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 2018. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is Glæsilegt Reykjavíkurþing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.