Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ELÍAS ARASON frá Valstrýtu í Fljótshlíð, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Hellisgötu 19, lést 17. maí og verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. maí klukkan 11. Guðný S. Elíasdóttir Guðm. Grétar Bjarnason Sigurður Ari Elíasson Sigríður Ágústsdóttir Erna Björk Elíasdóttir Gissur Skarphéðinsson barnabörn, langafabörn, langalangafabörn ✝ Róbert HelgiGränz fæddist 22. maí 1947 í Jómsborg, Vest- mannaeyjum. Hann lést 13. maí 2017 á krabba- meinsdeild Land- spítalans. Foreldrar hans voru Ólafur Adolf Gränz, f. 4. mars 1912, d. 14. ágúst 1960, Ásta Ólafsdóttir Gränz, f. 8. janúar 1916, d. 23. apríl 1967. Þau bjuggu lengst af í Jómsborg í Vestmannaeyjum. Róbert var fjórði sex systkina sem eru: Sonja Margrét, f. 1939, Carl Ólafur, f. 1941, Víó- letta, f. 1945, Henrý Þór, f. 1948, Hulda Ósk, f. 1954. Ró- bert kvæntist Jóhönnu Ingimundardóttur, f. 24. apríl 1953, þau eignuðust 3 börn: 1) Jenna, f. 1975, eiginmaður: Björgvin Jónsson, f. 1977, þau eiga tvo syni, Baldur Má, f. 2010, og Emil Inga, f. 2014. 2) Daði, f. 1977, eiginkona Sig- urrós Halldórsdóttir, f. 1978, þau eiga tvö börn; Karen Rós, f. 2002, og Anton Orra, f. 2005. 3) Ólafur, f. 1984, sam- býliskona Erna Rósa Eyþórs- dóttir, f. 1986, þau eiga einn son, Ró- bert Leo, f. 2016. Róbert ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hann lauk barna-, gagn- fræða- og iðnskóla þar, fór svo á samning í hús- gagnasmíði hjá Hlöðveri mági sín- um. Hann tók sér ýmislegt fyrir hendur um æv- ina, allt sem hann gerði lék í höndunum á honum, hvort sem það var sjómennska, sölu- mennska, bílaviðgerðir, tré- smíðar eða verslunarrekstur. Hann var virkur í skátastarf- inu á yngri árum og tók þátt í að stofna Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Hann var lengst af félagi í Bindind- issamtökunum IOGT og var bindindismaður alla ævi. Ró- bert var mikið í Galtalækj- arskógi, bæði tengt störfum sínum fyrir IOGT og seinni ár við landvörslu sumarhúsa og tjaldsvæðis ásamt því að smíða draumabústað fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 22. maí 2017, klukkan 15. Elskulegur bróðir og góður vinur hefur nú kvatt þessa jarð- vist eftir erfið veikindi sem hann tókst á við, með aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. Róbert var alveg einstaklega litríkur karakter. Það var varla nokkuð til undir sólinni sem hann hafði ekki áhuga, eða skoðanir á. Og ekki nokkur verkefni sem hann var hræddur við að takast á við, enda einstaklega fjölhæfur mað- ur sem kom víða við á sínum starfsferli. Hann rak nokkur fyrirtæki, verkstýrði, skipulagði, smíðaði úr tré, gerði upp bíla, vann við sölumennsku og vöru- dreifingu, var landvörður o.fl. o.fl. Hann er nokkrum árum eldri en ég og alveg frá því að ég man fyrst eftir mér var hann mjög spurull og fróðleiksfús og sýndi öllu og öllum áhuga í kringum sig. Hann var einstak- lega þolinmóður og ljúfur frændi allra systkinabarna sinna og jafnvel systkinabarnabarna. Honum tókst að láta þeim hverju og einu finnast þau vera alveg í sérstöku uppáhaldi hjá honum og hann þreyttist aldrei á að hlusta á þau, gefa þeim góð ráð og faðmlag. Þau eru mörg sem sakna hans. Ég hef búið við þau forréttindi að vera litla systirin í fjölskyld- unni og komst því upp með að vera á öndverðum meiði við hann þegar ákveðnar skoðanir voru viðraðar, en hann var ákaflega skoðanafastur maður og stund- um hrikti í húsinu þegar skoð- anaskipti bar sem hæst, en alltaf var farið með sátt frá borði og faðmast í kveðjuskyni. Róbert og Hannes, eiginmaður minn, áttu alveg einstaka vináttu síðustu þrjátíu árin og bar aldrei skugga þar á. Þeir hjálpuðust að við hús- byggingar, bílaviðgerðir og öll önnur verkefni þar sem vantaði fleiri hendur. Þessi vinátta krist- allaðist enn frekar síðustu miss- eri þegar sjúkdómurinn fór að draga þróttinn úr bróður mínum. Þeir voru óaðskiljanlegir. Við munum sakna hans tíðu heim- sókna, faðmlaga og vináttu, en erum jafnframt óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða honum allan þennan tíma og fyrir allt sem hann hefur kennt okkur. Elsku Hanna, Jenna, Daði, Óli, makar og börn, Guð gefi ykk- ur styrk til að takast á við mikinn missi og ylja ykkur við góðar minningar. Hulda Ósk. Í dag kveð ég yndislegan bróð- ur og vin. Lífið getur verið ófyr- irséð og á það einnig við um dauðann. Það eitthvað svo ósann- gjörn niðurstaða að horfa á eftir bróður sínum aðeins 69 ára göml- um í dauðann. Hann var svo far- sæll í sínu einkalífi og átti yndis- lega og fallega fjölskyldu. Fjölskyldan hafði komið sér upp góðu sumarhúsi í Galtalæk en miklu var ólokið innanhúss. Ró- bert hlakkaði mikið til að fá tæki- færi til að ljúka þessu verkefni með fjölskyldu sinni, en þá kom kallið. Galtalækjarskógur var sælureitur fjölskyldu hans um árabil þar sem hann naut tilver- unnar. Róbert hafði þann starfa um árabil að annast og hafa um- sjón með fasteignum og tjald- stæðum í „Skóginum“ og dvaldi þar langdvölum vegna þeirrar þjónustu. Í dag er það huggun harmi gegn að geta við þessi sorglegu tímamót rifjað upp okk- ar góðu og fjölmörgu gleðistund- ir á samleið okkar um lífsins veg. Róbert var einstaklega hjálp- samur og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mjög út- sjónarsamur og ekki voru þau vandamál í bílum eða búnaði ,sem hann fann ekki lausn á og gat verið lærdómsríkt og gefandi að fylgjast með hve þrautseigur hann var oft á tíðum. Róbert var einnig ljómandi góður smiður á járn og tré og skilaði jafnan fal- legu handbragði. Hann var ákaf- lega víðlesinn og fróður um mál- efni liðinna og líðandi stunda. Hann vakti oft verðskuldaða at- hygli í góðum vinahópi fyrir inn- legg sín um menn og málefni. Hann hafði einstakan áhuga á fólkinu, sem byggir landið okkar og vakti það oft furðu hve marga hann þekkti um breiðar byggðir landsins. Um árabil ók hann um vegi landsins á stórum trukkum og rútum og annaðist hann vöru- flutninga um allt landið. Það kom í ljós á unga aldri hve góða yf- irsýn hann hafði yfir stærðfræði og verkefni henni tengd. Á æsku- heimili okkar hafði pabbi gaman af því að varpa fram stærðfræði- þrautum og var það jafnan Ró- bert, sem fyrstur kom með svar- ið. Það var mikill gæfudagur fyrir hann og reyndar fyrir okk- ur öll í fjölskyldunni, þegar hann hitti sína yndislegu, fallegu og góðu konu, Jóhönnu Ingimund- ardóttur, sem varð hans lífsföru- nautur. Saman hófu þau farsæla vegferð og eignuðust þrjú ein- staklega mannvænleg börn, sem öll hafa fært þeim yndisleg ömmu og afabörn. Börn þeirra, tengdabörn og barnabörn hafa myndað sterka heild og trausta samstöðu, sem Róbert var afar stoltur af og þakklátur fyrir. Það gladdi mig mikið þegar Róbert hringdi í mig til Eyja og sagði að þeim hjónum hefði fæðst bráð- fallegur sonur og það væri ákveðið að hann ætti að heita eft- ir mér og föður okkar: Ólafur Gränz. Róbert sagði að þeim hjónum þætti vænt um ef að ég gæti komið og haldið litla nafna mínum undir skírn. Þótti mér vænt um að verða við því. 25. október síðastliðinn fæddist Óla og Ernu Rós fallegur drengur sem ber nafn afa síns Róbert. Við systkinin sex höfum ætíð verið einstaklega samheldin og kær- leiksrík og borið umhyggju fyrir hvort öðru. Við þökkum stórfjöl- skyldu Hönnu og Róberts fyrir ljúfa samferð. Hvíl í friði, elsku bróðir. Iðunn og Ólafur Gränz. Hvað skrifar maður að leiðar- lokum um bróður sinn og vin, sem verið hefur mér samstiga alla ævi, alltaf tilbúinn að gera mér gott. Samskiptin hafa alltaf verið góð og einlæg, einkennst af velvild í venjulegum og hvers- dagslegum hlutum. Við ólumst upp í Vestmannaeyjum, í Jóms- borg nálægt Skansinum, en á Skansinn fórum við oft sem drengir, til leiks og til að horfa á bátana koma inn á milli hafnar- garðanna, og sáum þá hvernig garðarnir leiddu bátana úr brim- inu í örugga höfn. Róbert var slíkur hafnargarður í lífinu, garð- ur sem stundum braut á í bylj- um, en garður sem leiddi aðra í örugga höfn. Hann hvikaði aldr- ei, var alltaf til staðar, fastur á sínum gildum. Í nóvember 2014 greindist Róbert með krabba- mein og litlar líkur á lækningu að mati sérfræðinga. Allir ástvinir voru harmi slegnir, en hann hélt jafnvægi sínu til hinstu stundar, og var kletturinn eða hafnar- garðurinn í þessari erfiðu sjó- ferð. Þegar hann var spurður um líðan, var svarið alltaf: „Mér líður bara ótrúlega vel.“ Róbert sýndi svo mikið æðruleysi að við áttum ekki átt orð yfir þann styrk sem honum var af Guði gefinn. Við- horf hans í veikindunum báru vott um æðruleysi og styrk sem gott er að hugsa til í minningunni um einstakan mann. Róbert sótti styrk í trúna og lét öllum í kring um sig líða vel, jafnvel þegar hann var mest kvalinn. Hann var þakklátur fyrir fjölskylduna sína, og frá honum streymdi góðvild og æðruleysi. Við Róbert komum úr sam- hentum sex systkina hópi og hann var aðeins ári eldri en ég. Við höfum jafnan lagt hvor öðr- um lið og notið þess ríkulega að vinna saman. Róbert var alltaf tilbúinn að hjálpa og gefa, hvort sem hann átti mikið eða lítið. Við misstum ungir foreldra okkar og fylgdumst talsvert að eftir það, bæði í lífi og starfi. Hann reynd- ist alveg einstakur vinur, vinur sem ég hef við allar aðstæður getað treyst. Hann var gjafmild- ari og hreinlyndari en flestir, og þó að yfirborðið hafi stundum virst hrjúft, þá sló þar undir gull- hjarta sem ekkert aumt mátti sjá. Þetta vissu allir sem hann þekktu. Róbert minn, það eru fá- ir eins og þú, og þín verður sárt saknað. Það kom vel fram í veik- indum þínum hvað þú varst mörgum kær, og þá var gott að sjá hve margir voru tilbúnir að standa með þér vaktina þegar brimið buldi á hafnargarðinum á leið þinni í örugga höfn frelsar- ans. Listinn er langur af ástvin- um okkar sem stóðu vaktina með þér, henni Hönnu þinni og börn- unum ykkar. Hannes vinur þinn og Hulda systir eru góður sam- nefnari fyrir þann hóp. Róbert hafði stálminni og var gott að leita til hans með upplýsingar af ýmsu tagi. Hann var trölltryggur vinum sínum, þeir voru ekki bara vinir hans í meðbyr. Hann sóttist aldrei eftir neinu veraldlegu fyrir sig, aðeins heilindum af öðrum. Elsku bróðir, þitt skarð verð- ur vandfyllt og vönduð verk þín sjást víða. Þar verður margt til að minna okkur öll á þig í fram- tíðinni, auðvitað verður það sárt, en samt er svo margt til að gleðj- ast yfir í sjóði minninganna. Að leiðarlokum er okkur ljúft að minnast jákvæðni þinnar, hjálp- semi, hlýja faðmlagsins, ein- stakrar og jafnrar framkomu við alla, og góðvildar þinnar við börn. Já, þú kunnir að láta allt þetta venjulega hafa mikið vægi og skipta máli, enda er það snilldin í góðum mannlegum samskiptum, minn kæri bróðir. Far þú í friði, Guð blessi fjöl- skyldu þína. Við söknum þín, Henrý og Ingibjörg. Að morgni þess 14. maí fáum við hringingu. Róbert frændi hafði dáið snemma um morgun- inn. Aðeins viku áður höfðum við átt yndislega stund saman þegar við hjónin brugðum okkur suður. Þá var frændi svo hress að varla var hægt að hugsa til þess að viku seinna stýrði hann fleyi sínu inn í Sumarlandið. Frá því ég man fyrst eftir mér man ég eftir Róbert og fjölskyld- unni í Jómsborg. Minningarnar streyma fram. Á vissu æviskeiði mínu leið varla sá dagur að ekki væri komið við í Jómsborg enda húsið í leiðinni þegar ég pabbast- rákurinn rölti í sundlaugina sem nú er undir hrauni. Feður okkar voru bræður og þeir voru eins góðir bræður eins og bræður best geta verið. Ávallt tilbúnir að rétta hvor öðrum hjálparhönd. Ég minnist þess á aðfangadag þegar Chevrolet renndi í hlað og út úr honum steig jólasveinninn með gjafir í poka. Seinna rann það upp fyrir okkur börnunum í Sigtúni að hann var grunsamlega líkur bróður hans pabba. Og áhyggjulaus barnæskan leið hjá í öllum þeim ævintýrum sem okkar biðu heima í Vest- mannaeyjum. En við örlögin er erfitt að ráða og í nóvember 1960 lést heim- ilisfaðirinn í Jómsborg langt um aldur fram þegar hann leitaði sér heilsubótar á Reykjalundi. Og nú var staða heimilisins í Jómsborg ekki ólík því og var á Stóruborg þegar langafi Finnur bóndi drukknaði frá langömmu Ólöfu og stórum barnahóp í einu mesta sjóslysi sem orðið hefur við Vest- mannaeyjar, í Beinakeldu 16. maí 1901. Þá voru 12 dagar í 10 ára afmæli ömmu okkar Þóru og Finnur bróðir hennar ófæddur. En Ásta og börnin sex í Jóms- borg sýndu svo sannarlega hvað í þeim bjó við fráfall heimilisföð- urins. Þarna er Róbert 13 ára, Hulda yngst systkina aðeins 6 ára göm- ul. Strax og skóla lauk að vori var byrjað að vinna og það var unnið allt sumarið og ein og ein útskip- un tekin með skóla yfir veturinn. Launaumslagið fyrir það sem aflaðist fór jafnharðan upp í hillu til mömmu og þannig með dugn- aði og eljusemi bjargaðist allt og hið góða skap Gränzara aldrei langt undan. Kraftmiklir strákar veiddu fisk, tíndu egg á vorin og veiddu lunda á sumrin og komu stoltir heim með björg í bú. Enn er harmur kveðinn að fjölskyldunni í Jómsborg þegar Ásta lést árið 1967, aðeins 7 ár- um eftir að heimilisfaðirinn féll frá. Það var alltaf gaman með Ró- bert, stutt í glettni og gamanmál þegar við m.a. rifjuðum upp tím- ann heima í Eyjum. En kannski var mest gaman með honum þegar við vorum eitt- hvað að bralla saman. Þegar við Didda mín byrjuð- um að búa og áttum ekki margt innanstokks þá smíðuðum við saman húsgagn sem við áttum í mörg ár og ég man hvað ég var stoltur af. Eins þegar við stóðum í bílviðgerð. Það var ekkert verk- efni þannig að Róbert réði ekki við það, allt lék í höndum hans og hann var eldsnöggur að átta sig á hvernig hlutirnir áttu að vera. Kannski var veikleiki frænda míns sá, að hann var oft of upp- tekinn af því að gleðja aðra og hugsaði þá minna um sjálfan sig. Róbert var fastur í skoðunum og fór ekkert dult með hvað hon- um fannst um tiltekin mál. Við vorum ekki alltaf sammála, en ég dáðist að sannfæringarkrafti hans og hversu hreinskiptinn hann var. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi, eignaðist yndislega konu, hana Hönnu sína, börn og afabörn. Við Didda mín sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur við fráfall æskuvinar og frænda Róberts Helga Gränz. Óli Þór Ástvaldar. Það var fljóthlaupið á milli æskuheimila okkar Róberts, Gjá- bakka og Jómsborgar. Fótfráir hlupum við í heimsóknir hvor til annars til að stunda leiki og ærsl- ast örlítið. Nú er hverfið allt og heimilin horfin undir hraun, en vináttan og væntumþykjan milli fólksins stendur eftir. Herranum tókst einstaklega vel upp þegar hann skóp leik- tjöldin um æsku okkar barnanna í austurbænum í Vestmannaeyj- um, hver dagur var nýtt ævintýr og svo annað betra næsta dag. Þetta var góður tími. Ég kynntist bræðrunum, þeim Róberti, Henry og Óla, allvel og var vinátta á milli okkar alltaf, þótt fundum fækkaði með árun- um. Jómsborgarsystkinin öll voru og eru einstaklega glaðlynd og skemmtileg, mikið sómafólk. Róberti var margt vel gefið, myndarlegur, glaðlyndur, skemmtilegur og einstaklega greiðvikinn. Hann vildi hvers mann vanda leysa og aldrei hall- aði hann orði að nokkrum manni. Mér finnst ég aldrei hafa þakkað honum sem skyldi vinátt- una og vinsemdina. Ég trúi því að handan jarð- vistar bíði betri vist, þar sem rík- ir fögnuður og endurfundir verða með æskuvinum í faðmi Drottins. Ég held að landslaginu hinum megin svipi mjög til æskustöðv- anna, skans og klappir og brattur klettur þar sem stendur hásætið. Í eilífðinni verður næði til að rifja upp sæludaga bernskunnar í Eyjum og brosa í kampinn yfir prakkarastrikunum. Róbert Gränz var vænn maður og drengur góður. Hans verður sárt saknað. Megi Guð styrkja fjölskyldu hans í sorginni Senn er nótt og ljósar lendur liðins dægur hverfa í skuggann Rökkurtjöldin herrans hendur hafa dregið fyrir gluggann. (Jón Pétursson.) Vertu sæll vinur – sjáumst. Kjartan Ásmundsson. Svo alltof fljótt er af heimi horfinn heilladrengurinn Róbert Gränz. Baráttunni er lokið, svo mis- kunnarlausri og grimmri, en all- ar kveðjur hans til okkar merl- uðu af vongleði og veitulum kærleika til alls er honum var kærast. Það munaði um hann Róbert á sviði bindindishreyfing- arinnar, það munar um það þeg- ar hann er allur og ekki lengur til að gleðja geð okkar, hvetja til dáða, örva til átaka, hans er sannarlega saknað úr okkar ranni. Hlýjan í viðmótinu, græskulaus gamansemin, verka- drjúgur og vinsæll var hann og vekjandi var hann alveg sérstak- lega þegar æskan átti í hlut og hvað unnt væri að gera til að laða hana fram til sóknar fyrir heil- brigt líferni í hvívetna. Um hann eigum við Hanna hinar ljúfustu minningar og harmur okkar sá að mega ekki eiga samfylgd hans lengur, léttur hlátur hans og leikandi hressi- leikinn svífa okkur fyrir hug- skotssjónum og verma lund okk- ar. Um hann Róbert mætti segja svo ótalmargt, rifja upp svo margar ánægjustundir frá ótal samfundum okkar, en þetta á að- eins að vera innileg kveðja yljuð miklu þakklæti. Henni Jóhönnu hans, þeirri miklu öndvegiskonu, og börnum þeirra færum við Hanna hjartanlegar samúðar- kveðjur. Björt er sú minninga- mynd sem hinn trausti félagi skilur eftir í hug okkar og hjarta. Megi allar góðar vættir almætt- isins fylgja honum á ókunnar ei- lífðarlendur. Hanna og Helgi Seljan. Nú er hann Róbert félagi okk- ar farinn. Það hefur verið okkur gæfa að fá að hafa hann í röðum IOGT í gegnum árin. Róbert hef- ur sinnt þar mörgum trúnaðar- störfum sem verða seint full- þökkuð. Hæverska félaganna hefur oft verið slík að ekki hefur mikið verið rætt hvað vel er gert fyrr en of seint. Róbert lét okkur alltaf vita þegar honum fannst við vinna vel og benti okkur hik- laust á hvað væri hægt að gera betur eða hvernig væri hægt að gera hlutina enda var þar þús- undþjalasmiður á ferð. Barna- stúkan Æskan naut hans krafta svo um munaði þegar við vorum á Eiríksgötu 5 og í Stangarhyl 4. Krakkarnir hændust að honum og urðu vinir hans. Krakkarnir okkar kynntust honum virkilega vel í Galtalækjarskógi, en þar undi hann sér sérstaklega vel frá því hann kom þar fyrst. Róbert hafði lag á að ræða í bróðerni hvernig hægt væri að fram- kvæma viðhald eða breytingar í starfinu og fá í lið með sér sjálf- boðaliða. Vandvirkur var Róbert og gaman var að sjá hvað hann var þolinmóður að kenna okkur að það skal vanda sem lengi skal standa. Okkur er þakklæti efst í huga að fá að kynnast Róberti og ganga með honum veginn fram á við. Við vottum fjölskyldu samúð og hlýhug frá félögum og vinum í IOGT. Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Róbert Helgi Gränz  Fleiri minningargreinar um Róbert Helga Gränz bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.