Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og
Atli Örvarsson tónskáld hlutu ný-
verið Nýsköpunarverðlaun Akur-
eyrar árið 2017 fyrir frumkvöðla-
starf í upptökum á kvikmynda-
tónlist í Menningarhúsinu Hofi og
sköpun nýrra tækifæra fyrir tón-
listarfólk.
„Þegar Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands starfar sjálfstætt og utan
styrkja kallar hún sig SinfoniaNord
og hefur undir þessu nafni eflst
sem miðstöð þekkingar á við-
burðum á Íslandi þar sem sinfónísk
tónlist kemur við sögu,“ sagði m.a.
í ávarpi sem Unnar Jónsson, for-
maður stjórnar Akureyrarstofu, las
upp þegar viðurkenningin var veitt.
„Upptökustarfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands felur í
sér möguleika á að gjörbreyta
stöðu og tækifærum hljóðfæraleik-
ara á Norðurlandi og víðar. Þetta
gefur atvinnutónlistarmönnum
tækifæri til að kenna í hlutastöðu
en starfa hjá SN á móti. Gangi
þetta allt saman eftir eru góðar lík-
ur á að starfsemin verði segull á
hæfileikafólk af landinu öllu til bú-
setu á Norðurlandi. Upptaka á tón-
list fyrir erlendar og innlendar
kvikmyndir er í raun útflutningur á
hæfileikum og kunnáttu tónlistar-
fólks hér fyrir norðan.“
Gleðistund Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SN, Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Unnar Jónsson stjórnarformaður.
Frumkvöðlastarf í
upptökum verðlaunað
Danski leikarinn Mikkel Boe
Følsgaard (sem flestir kannast við
sem Emil í sjónvarpsþáttunum Erf-
ingjarnir) mun túlka Hamlet í
bresku kvikmyndinni Hamlet Re-
venant sem byggist á leikriti
Shakespeare. Fjallað er um málið í
Politiken, en greint var frá áform-
unum á kvikmyndahátíðinni í Can-
nes sem hófst í seinustu viku.
Leikstjóri myndarinnar er Ken
McMullen og meðal leikara eru Ian
McKellen, Gabriel Byrne, Lambert
Wilson og Connie Nielsen, en með
hlutverk Ófelíu fer Maria Boda.
Óhætt er að segja að Mikkel Boe
Følsgaard hafi vakið athygli al-
þjóðlega kvikmyndabransans 2012
þegar hann lék Kristján sjöunda
Danakonung í dönsku kvikmynd-
inni En kongelig affære (A Royal
Affair). Hann lék einnig í Under
sandet (Land of Mine) sem tilnefnd
var til Óskarsverðlauna sem besta
erlenda kvikmyndin.
Hamlet hefur notið vinsælda á
hvíta tjaldinu, en gerðar hafa verið
um 50 kvikmyndir um prinsinn
danska. Følsgaard er ekki fyrstur
danskra leikara til að leika Hamlet
í mynd, því Asta Nielsen túlkaði
prinsinn 1921. Meðal enskumæl-
andi leikara sem leikið hafa Hamlet
eru Laurence Olivier, John Giel-
gud, Richard Burton, Kenneth Bra-
nagh, Mel Gibson og Ethan Hawke
Danskur Hamlet í breskri kvikmynd
Mikkel Boe Følsgaard
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Nýja sviðið)
Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s.
Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s.
Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s.
Allra síðustu sýningar komnar í sölu!
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
við að Kristni hafi greinilega liðið
ágætlega í þessari sjálfskipuðu út-
legð frá listasenunni. „Ef marka má
skrif hans sjálfs var Kristinn senni-
lega hamingjusamastur á þessum
árum, og er frjór og skapandi allt
undir það síðasta.“
Kristinn var ekki eini listamað-
urinn sem settist að í Hveragerði á
þessum tíma og segir Viktor að á
árunum 1940 til 1960 hafi bærinn
orðið hálfgerð listamannanýlenda.
Þar bjuggu m.a. Kristmann Guð-
mundsson, Gunnar Benediktsson,
Ríkharður Jónsson, Jóhannes úr
Kötlum og Elías Mar. Helsta skýr-
ingin á vinsældum bæjarins meðal
listamanna segir Viktor að hafi
væntanlega verið lágur húshit-
unarkostnaður. „Í Reykjavík þurfti
að hita húsin með kolum, en þau
voru dýr. Í Hveragerði var hins
vegar hægt að setja rör út í næsta
hver og kynda þannig.“
Eins og ævi Kristins hafi ekki
verið nægilega átakanleg, þá varð
mikið menningarslys eftir að hann
lést. „Allt sem var á pappír og
striga var ánafnað listasafni ASÍ, en
eftir urðu alls skonar skúlptúrar
sem var öllum fargað. Bæði sem
málari og skúlptúrlistamaður var
Kristinn ekki samstiga sam-
tímamönnum sínum, og gerði hann
m.a. skúlptúra úr efnum sem á þeim
tíma þóttu ekki nægilega fín til að
geta kallast list, s.s. spónaplötum,
og jafnvel pappa. Allt hvarf þetta,
og ekki einu sinni vitað hver henti
þessum verkum og hvar.“
Segir Viktor tímabært að bæta
upp fyrir það tómlæti sem Kristni
var sýnt. „Ég vil alls ekki meina að
hann hafi verið vanmetinn og ómet-
anlegur snillingur, en hann átti
merkilegt líffshlaup og bjó yfir
áhugaverðum hugmyndum. Hann
varð fyrir miklu mótlæti, en var líka
uppsigað við flesta. Alla tíð hafði
Kristinn óbilandi – og kannski of
mikla – trú á sjálfum sér, og lét
mótlætið aldrei stöðva sig, var eilíf-
lega ungur í anda og sífelt að prufa
eitthvað nýtt.“
Hæfileikar Sjálfsmynd Kristins.
Hús einbúans Seyðtún var hannað eftir hugmyndum Kristins, og sameinaði vinnustofu, íbúð og sýningarrými.
Hæfileikar Mynd tekin á vinnustofu nemenda í Noregi. Kristinn beygir sig
niður á miðju ljósmyndarinnar og hefur merkt við eigið verk á myndinni.
Ævintýri Frá námsárum Kristins (t.v.) . Merkilegt er að honum skyldi takast
að komast út í heim í nám, enda hóf hann lífið nánast sem niðursetningur.
Sérstakur Kristinn á sínum eldri
árum, hávaxinn og síðskeggjaður.
Viktor er ekki ókunnugur útgáfu, en hann stjórnaði á
sinum tíma Hótel Búðum og gaf út bók um sögu Búða
og Hraunhafnar. Aðrir þekkja Viktor best sem stofnanda
auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin, eða sem
stjórnanda ferðaskrifstofanna Óríental og Farvel. Viktor
flutti til Íslands fyrir um það bil fjórum árum eftir að
hafa búið í Asíu í hér um bil áratug, og var það fyrir hálf-
gerða tilviljun að hann keypti hús Kristins Péturssonar.
Fór hann í kjölfarið að rannsaka ævi listamannsins.
Viktor ólst upp í Hveragerði en segist aldrei hafa
kynnst eða vitað af Kristni á uppvaxtarárunum. „Ég sá
húsið auglýst til sölu og sama hvað ég reyndi hafði ég
ekki áhuga á neinni annarri eign. Gerði ég að lokum til-
boð án þess að hafa skoðað húsið sjálfur.“
Eflaust jók það á forvitni Viktors að hann skyldi ekki
hafa vitað fyrr af þessum undarlega manni sem bjó í
hjarta bæjarins. „Flestallir aðrir Hvergerðingar sem
bjuggu hér á þessum tíma eiga minningar um þennan
hávaxna, síðhærða og síðskeggjaða mann, sem var
einbúi í þessu sérkennilega húsi í rúma fjóra áratugi og
hefur eflaust verið með einhvers konar einhverfu. Og
hér varð hann fyrir aðkasti eins og sjálfsagt alls staðar
annars staðar; þeir fullorðnu stríddu honum og börnin
áttu það til að kasta steinum í stóru listamannaglugg-
ana á húsinu hans.“
Fljótlega komst Viktor að því að á Þjóðskjalasafninu
væru geymd þrjú bókarhandrit sem Kristinn hafði
skrifað. „Hægt og sígandi fór mér að renna blóðið til
skyldunnar að gera arfleifð hans verðug skil,“ segir
Viktor.
Útgáfu handritanna verður skipt í þrennt, og koma
þau út í öfugri tímaröð. Fyrsta bókin er væntanleg í nóv-
ember á þessu ári en áætlað að síðasta bókin komi út
árið 2019. „Við byrjum á bókinni Töfratákn, þar sem
Kristinn blandar saman æviminningum og hugleið-
ingum um listina og samtímamenn sína. Því næst kemur
út bókin Úthverfar myndlistarstundir, sem er af svip-
uðum toga en segir frá menntun Kristins og mið-
tímabilinu í ævi hans,“ segir Viktor. „Loks kemur út
Skorinn var mér þröngur stakkur þar sem Kristinn fer
yfir erfiða æsku sína og hvernig hann braust til
mennta.“
Viktor ritstýrir útgáfunni í samvinnu við Markús Þór
Andrésson listfræðing og Ásmund Sigurðsson, graf-
ískan hönnuð. Kalla þeir eftir að fólk sem býr yfir upp-
lýsingum um Kristin eða á verk eftir hann gefi sig fram.
„Við höfum fengið afrit af öllum verkum hans sem eru í
eigu opinberra safna en höfum takmarkaða mynd af því
hvaða verk eru í einkaeigu,“ segir Viktor, sem jafnframt
vonast til að geta komið húsi Kristins, Seyðtúni, aftur í
upprunalegt horf innan nokkurra ára og opna þar sýn-
ingarsal. „Húsinu hefur verið breytt töluvert frá því sem
var, og þegar lesið er hvernig Kristinn skrifar um húsið
sést að byggingin hefur öll verið eitt magnað listaverk.“
Flutti í Seyðtún fyrir hálfgerða tilviljun
ÓLST UPP Í HVERAGERÐI EN HAFÐI ALDREI HEYRT UM MANNINN