Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Stóra myndin er sú að frá árinu 2000
hefur verið nánast samfelld fækkun á
bleikju í ám og vötnum,“ segir Guðni
Guðbergsson, fiskifræðingur og
sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Haf-
rannsóknastofnun. Hann segir að
þessi þróun hafi orðið í öllum lands-
hlutum bæði á hálendi og láglendi og
eigi bæði við um sjóbleikju og stað-
bundna. Svipuð þróun virðist eiga sér
stað í Noregi.
Bleikja er hánorræn tegund og sú
tegund ferskvatnsfiska sem lifir
nyrst. Þannig hefur suðurströnd
landsins verið skilgreind sem suðlæg
mörk útbreiðslu hennar. Skýringa á
breyttri útbreiðslu bleikju hefur eink-
um verið leitað í hækkandi hitastigi
og hlýnandi veðurfari, eins og áður
hefur komið fram.
Fleira spilar inn í og bendir Guðni á
að hitastig hafi farið hækkandi í ám til
2003. Sumarhiti í ám hafi hins vegar
farið lækkandi frá þeim tíma til 2015,
en hafi hækkað aftur í fyrra. Veturnir
séu hlýrri en áður og hitastig í sjónum
í kringum landið sé einnig hærra á vet-
urna heldur en áður.
„Kannski er hnignun bleikjustofna
tengt þroskuninni einhvers staðar á
leiðinni frá hrygningu og þangað til
seiðin eru komin sæmilega á legg,“
segir Guðni. Sjúkdómar geti haft ein-
hver áhrif og séu eflaust einn af þátt-
unum og síðan sé þetta einnig spurn-
ing um veiðiálag.
Spurning um veiðiþol
„Þegar álag vegna veiði leggst á
stofna sem þegar eru orðnir litlir flýt-
ir það fyrir fækkun. Þá er spurning
hvenær stofnar hætta að hafa veiði-
þol og veiðiréttarhafar ættu að velta
því fyrir sér. Í Mývatni voru miklar
sveiflur í átunni og við sáum að þegar
áta var af skornum skammti var
bleikjan að brenna upp á tímabilum.
Að okkar tillögu setti veiðifélagið
strangar veiðitakmarkanir sem hafa
gilt í þrjú ár. Nú fer stofninn stækk-
andi, hversu varanlegt sem það kann
að verða, en á þessum tíma hefur átu-
ástand líka verið í þokkalegu standi.
Einnig hafa veiðar verið takmarkaðar
í Hvítá í Borgarfirði.
Þá hefur strandveiði í net á bleikju
við Faxaflóa verið bönnuð undanfarin
ár og ég veit ekki annað en að því
verði haldið áfram.
Þó svo að það standi í lögum að all-
ir eigi að skila skýrslum yfir veiði þá
hafa ekki borist veiðiskýrslur um sil-
ungsveiði í sjó í nokkuð mörg ár, en
við vitum eigi að síður af silungs-
lögnum. Svo stendur líka í lögum að
aðeins þeir eigi silungsveiðirétt í sjó
sem geti sýnt fram á að hafa stundað
veiðar í fimm ár fyrir gildistöku laga
árið 1957.“
Góðu fréttirnar fyrir þá sem hyggj-
ast veiða silung í sumar er að víða
hafa urriði og sjóbirtingur komið í
stað bleikjunnar. Þetta á einkum við
um norðanvert landið, í ám þar sem
bleikju hefur fækkað hefur sjóbirt-
ingi fjölgað.
Það sem stóð í bókunum
– En hver verður staðan eftir tíu
ár, verður bleikjan með öllu horfin úr
íslenskum vötnum og ám?
„Ef ég hefði verið spurður fyrir 20
árum hvort það gæti gerst að bleikju
myndi fækka svo mikið að hún yrði
sjaldgæf í vötnum sem áður voru
kjaftfull af smábleikju þá hefði ég
sagt að það hefði aldrei gerst og
myndi aldrei gerast. Þá var það sú
reynsla sem við höfðum og það sem
stóð í bókunum.
Í grunninn er staðan sú að bleikja
er hánorrænn fiskur, sem lifir allt í
kringum pólinn og spáin er sú að með
hækkandi hitastigi og hlýnandi veð-
urfari muni bleikju fækka enn frekar.
Ég hef það á tilfinningunni að suð-
urmörk útbreiðslu hennar komi til
með að færast enn norðar,“ segir
Guðni.
Spurður um rannsóknir á fersk-
vatnsfiskum segir hann að staðan sé
ágæt hvað varðar vöktun á laxi og þar
eigi veiðiréttarhafar drjúgan þátt.
Minna fjármagn sé hins vegar í
kringum silunginn og þar skorti á
vöktun og rannsóknir. Vöktun sé góð
t.d. í Apavatni, Mjóavatni, Mývatni
og Elliðavatni og teljari sé í Vest-
urdalsá í Vopnafirði þar sem eru bæði
lax og bleikja.
Veiðitölur gefi mikilvægar upplýs-
ingar en rannsóknargögn til lengri
tíma vanti, til dæmis um aldur, fæðu,
vaxtarhraða og göngur. Með slíkum
gögnum væri hægt að greina betur
hvers vegna bleikju hefur fækkað
eins mikið og raun ber vitni.
Ekki sterkar stórlaxagöngur
Að lokum var Guðni spurður um
horfur í laxveiðinni í sumar og segist
hann ekki reikna með sterkum stór-
laxagöngum. Miðað við reynslu síð-
ustu ára hafi mikið verið af stórlöxum
annað hvert ár og síðasta ár var gott í
þeim efnum. Varðandi smálaxinn séu
horfur ekki slæmar miðað við gott
vor 2016 og jákvæð skilyrði fyrir upp-
vöxt og sjávargöngu. Síðan sé spurn-
ing hvernig laxinum hafi reitt af í haf-
inu í vetur, það komi ekki í ljós fyrr
en veiðitímabilið verði komið af stað.
Enn fækkar bleikju í ám og vötnum
Á bæði við sjóbleikju og staðbundna bleikju Hánorrænn fiskur og suðurmörk útbreiðslunnar gætu
færst enn norðar Urriði og sjóbirtingur hafa víða komið í staðinn Veiði getur flýtt fyrir fækkun
Fjöldi veiddra sjóbleikja og sjóbirtinga
1990 1995 2000 2005 2010 2015
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5000
0
Sjóbleikja
Sjóbirtingur
Ljósmynd/Eydís Njarðardóttir
Rannsóknir Guðni Guðbergsson við seiðamælingar í Laxá í Þingeyjarsýslu.
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar sem
blása hita allt í kring.
Úrval af hiturum
frá Honeywell
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
TORMEK T-4
Vinsæla brýnsluvélin
49.500kr.
Okkar verð
Atvinna