Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er
þrifinn að innan sem utan,
allt eftir þínum þörfum.
Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Bónstöð opin virka daga frá 8-19,
Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll)
Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700
Spilastund verður haldin í Borgar-
bókasafninu, Menningarhúsi Gróf-
inni, kl. 15.30-18.30 í dag, mánudag
22. maí. Þar verður hægt að taka þátt
í kotrukeppni, sem sumir kalla back-
gammon að enskum hætti. Eða fólk
getur komið með eigin spil og notið
þess að spila við gamla eða nýja
spilavini í notalegu umhverfi bóka-
safnsins.
Viðburðurinn er haldinn í samvinnu
við Mannréttindaskrifstofu Íslands
og Rauða krossinn.
Heitt verður á könnunni og brauð
og kökur í boði. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Borgarbókasafnið Grófinni
Kotra Tveggja manna tafl, leikið á
fjórskiptu borði með oddlaga reitum.
Kotrukeppni
og borðspil
fyrir alla
Meðal margra sjálfboðaliða Rauða
krossins eru heimsóknavinir um allt
land. Hlutverk þeirra er m.a. að rjúfa
einsemd og einangrun fólks sem af
einhverjum ástæðum hefur misst
samband við aðra, eða á ekki heim-
angengt.
Nú er þörf á fleiri og því heldur
Rauði krossinn heimsóknavina-
námskeið kl. 17.30-19.30 í dag,
mánudag 22. maí, fyrir verðandi
heimsóknavini í húsakynnum Rauða
krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.
Endilega …
… farið í
heimsóknir
Skráning: www.raudikrossinn.is
Carlo Petrini, formaður og stofnandi
Slow Food-samtakanna, heldur erindi
í sal 101 á Háskólatorgi í Háskóla Ís-
lands kl. 13.30 á morgun, þriðjudag-
inn 23. maí. Tildrög stofnunar sam-
takanna voru þau að á níunda áratug
síðustu aldar
gekk Petrini eins
og svo margir aðr-
ir um Róm og kom
við á torginu við
Spænsku tröpp-
urnar, þar sem
nýbúið var að
opna McDonald’s
veitingastað.
Blaðamanninum
og sælkeranum
Petrini þótti þessi alþjóðlegi skyndi-
bitastaður (fast food) einfaldlega
vera móðgun við landið og ríkjandi
hefðir.
Hann gerði sér lítið fyrir og kallaði
saman hóp fólks sem var sama sinnis
og til að sýna andstöðu við heims-
væðingu Fast Food hægelduðu þau
kássu á heitum marmaranum á
tröppunum. Í framhaldinu voru Slow
Food-samtökin stofnuð, en þau eru
nú orðin alþjóðleg samtök í 160 lönd-
um.
Petrini hefur oft fengið viðurkenn-
ingu fyrir störf sín. Hann var valinn
hetja Evrópu hjá Time Magazine
2004 og einn af þeim 50 ein-
staklingum sem gætu bjargað heim-
inum í The Guardian 2008.
Petrini var gerður að heiðurs-
doktor í Aberdeen University og há-
skólar víða um heim hafa tekið undir
mikilvægi boðskapar samtakanna,
m.a. á Íslandi. Einkunnarorð Slow
Food-samtakanna eru góður, hreinn
og sanngjarn matur og leggja þau
áherslu á að það séu mannréttindi en
ekki forréttindi að borða heilnæman
og góðan mat.
Allir velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Formaður og stofnandi Slow Food-samtakanna heldur erindi
Mannréttindi en ekki forréttindi
að borða hollan og góðan mat
www.facebook.com/
events/1899902516959903/
Carlo Petrini
Ljósmynd/Wikipedia
Róm Spænsku tröppurnar í Róm.
Guðrún Erlingsdóttir
gue32@hi.is
FRIÐRIK ÚLFAR
Friðrik Úlfar Ingimarsson,
nemandi á Listnámsbraut, hefur
alltaf haft áhuga á grafískri hönnun.
Valið var auðvelt þegar kom að því
að velja framhaldsskóla utan heima-
byggðar. „Ég var búinn að skoða
marga skóla. Verklegt nám hentar
mér betur og ég er þakklátur að ég
valdi grafíska hönnun í Borgarholts-
skóla. Ég hef alltaf haft áhuga á
grafískri hönnun. Mér finnst hún
skapandi og gefa fjölbreytta mögu-
leika þegar hún er unnin í tölvu.“
Hrísey er heimabyggð Friðriks,
sem gekk í Hríseyjarskóla. Hrísey
er að sögn Friðriks frumkvöðull
þegar kemur að umhverfismálum.
„Sveitarfélagið var frumkvöðull á Ís-
landi í flokkun á rusli og lagði mikla
áherslu á umhverfismál. Skólinn
tengdi það mörgum fögum, til dæm-
is náttúrufræði. Í skólanum fékk ég
áhuga á umhverfismálum.“
Áhyggjur af framtíðinni
Fjórar grafíkmyndir í seríu
mynda verk Friðriks, sem heitir
Framtíðin. „Umhverfismál eru mitt
hjartans mál. Ég hef mikinn áhuga á
þeim en líka miklar áhyggjur. Mig
langar að leggja mitt af mörkum til
betri framtíðar.“ Friðrik vinnur
verk sín í Illustration. Hann teiknar
upp viðfangsefnin og setur þau svo
saman, þannig að úr verði grafík-
listaverk með boðskap.
„Ég útskrifast næsta haust og
langar til þess að vinna sem graf-
ískur hönnuður. Stofna mitt eigið
fyrirtæki með umhverfisvænar
vörur og bæta umhverfið. Það er
samt ekkert meitlað í stein varðandi
framtíðina. Verkið mitt er hrein og
klár ádeila. Það er aðallega gagnrýni
á Ísland sjálft. Ísland er framarlega
að mörgu leyti á heimsvísu tengt
náttúruvernd og fleiru.“
„Skilaboð mín með verkunum
eru í raun einföld. Viltu að framtíðin
verði svona? Hvernig viltu að fram-
tíðin verði? Ungt fólk hefur miklar
áhyggjur af framtíðinni. Alla vega
þeir sem ég þekki þó svo að kann-
anir segi annað.“
Peningagræðgi rótin að öllu
Friðrik segir kynslóðamun vera
varðandi umhverfismál. „Unga kyn-
slóðin er miklu opnari og hefur meiri
áhyggjur af umhverfismálum al-
mennt en eldri kynslóðin. Ástæðan
fyrir því hvernig komið er fyrir okk-
ur í umhverfismálum er peninga-
græðgin. Hún er rótin að öllu,“ segir
Friðrik og hvetur alla til þess að
leggja sitt af mörkum eins og þeir
best geta. Bæði sjálfir og í gegnum
listina.
GUÐRÚN HELENA
Guðrún Helena útskrifast úr
Borgarholtsskóla í vor. Hún er á
Listnámsbraut í grafískri hönnun.
„Mig hefur alltaf langað til að verða
grafískur hönnuður. Ég flutti til
Danmerkur þegar ég var þrettán
ára. Í grunnskólanum var okkur
kennt alveg ótrúlega vel hvað aug-
lýsingar eru. Eftir að ég kynntist
þessum heimi fann ég leiðina til þess
að tjá list mína með þessu listformi.“
Guðrún er ánægð með námið í
Borgarholtsskóla. „Ég gæti ekki
verið ánægðari með að hafa valið
skólann. Ég er ánægð með kennsl-
una og kennarana, sem allir hafa
verið æðislegir, ekki einn slæmur
kennari.“
Guðrún hefur alltaf haft áhuga
á listum. „Meðan aðrir voru í fót-
bolta var ég á myndlistarnám-
skeiðum. Grafík er mjög áhugaverð.
Í rauninni er grafísk hönnun úti um
allt. Á auglýsingaskiltum, umferðar-
skiltum og bara alls staðar.“
Galdrar í grafískri hönnun
Guðrún segir einhverja galdra
felast í því að vinna í tölvu. Það kom
henni ekki á óvart að hægt væri að
sinna listinni í tölvunni. „Það kemur
mörgum á óvart sem líta ekki á graf-
íska hönnun sem listform. Ég er oft
spurð hvort ég sé að læra að hanna
bæklinga. Grafísk hönnun er miklu
meira en það. Það er hægt að gera
listaverk með pensli og striga alveg
eins og það er hægt að gera listaverk
í tölvu.“
„Ég myndi mæla með þessu
fyrir alla. Þetta nám hefur nýst mér
ótrúlega vel, ekki bara sem grafísk
hönnun heldur hef ég þurft að
standa fyrir framan fullt af fólki og
útskýra fyrir því verk mín. Námið
hefur aukið sjálfstraust mitt í því að
koma fram og rökstyðja það sem ég
er að gera.“
Verk Guðrúnar samanstendur
af þremur ljósmyndum. Verkið er
framhald af fyrra verkefni Guð-
rúnar. „Mig langaði að setja út á
Ungir grafíklistamenn með
skýr skilaboð til þjóðarinnar
Lokasýning Listnámsbrautar Borgarholtsskóla í grafískri hönnun stendur nú yfir á Borgarbókasafninu –
Menningarhúsi, Spönginni. Fjórtán útskriftarnemar sýna verk sín. Á listnámsbraut Borgarholtsskóla er leik-
listardeild og kvikmyndadeild ásamt grafískri hönnun. Listaverkin eru fjölbreytt og mörg hver með skýran
pólitískan boðskap. Friðrik Úlfar Ingimarsson og Guðrún Helena eiga verk á sýningunni. Þau voru tekin tali
ásamt Kristínu Maríu Ingimarsdóttir, kennara við Listnámsbraut Borgarholtsskóla.
Morgunblaðið/Hanna
Framtíðin Grafíklistaverk Friðriks Úlfars eru með skýran boðskap. Mynd-
irnar eru gagnrýni á umhverfisstefnu Íslands og afleiðingar hlýnunar jarðar.