Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
lÍs en ku
ALPARNIR
s
alparnir.is ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727
Í leik & starfi
SUMARTILBOÐ
Salmon Quest gönguskór
+ legghlífar + 1 par af sokkum
SUMARTILBOÐ
KEYPTU 3 PÖR AF SOKKUM
OG BORGAÐU FYRIR 2
GÓÐ GÆÐI – BETRA VERÐ
39.900 kr.
Fjöldi manns mætti út á götur og torg í Vene-
súela um helgina til að mótmæla Nicolas Maduro,
forseta landsins. Talið er að hátt í 200 þúsund
manns hafi mætt til leiks, en mótmæli hafa staðið
yfir í landinu í yfir 50 daga. Lögreglan skarst í
leikinn og beitti táragasi á mótmælendur, sem
telja að slæmt efnahagsástand landsins sé stefnu
forsetans að kenna. Flestir mættu til að mótmæla
í höfuðborg landsins, eða um 160 þúsund.
AFP
Yfir 200 þúsund mótmæla í Venesúela
Mótmælendur kenna sósíalískri stefnu forsetans um slæmt efnahagsástand
Greint var frá í frétt New York
Times að yfirvöld í Kína hefðu
fangelsað eða drepið 18 til 20 menn
á árunum 2010 til 2012 sem talið er
að hafi veitt bandarísku leyniþjón-
ustunni CIA upplýsingar. Sam-
kvæmt New York Times beinist
rannsókn á málinu að fyrrverandi
útsendara CIA sem njósnaði fyrir
Bandaríkin í Kína, en ekki hafa
fundist næg sönnunargögn gegn
honum. Þá er talið mögulegt að
Kínverjar hafi brotið sér leið inn í
samskiptakerfi CIA. Málið er talið
vera eitt versta áfall sem leyniþjón-
ustan hefur orðið fyrir í fjölda ára.
Kínverjar
drápu njósn-
ara CIA
Mikið áfall fyrir
Bandaríkin
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í opinberri heimsókn Donalds
Trump, forseta Bandaríkjanna, til
Sádi-Arabíu hvatti hann leiðtoga ísl-
am til að berjast gegn öfgahópum
sem kenna sig við trúarbrögðin.
„Þetta eru ekki átök milli ólíkra
trúarbragða, ólíkra trúarhópa eða
mismunandi menningarheima. Þetta
er barátta við grimma glæpamenn
sem leitast eftir því að binda enda á
líf fólks, og alls þess góða fólks af öll-
um trúarbrögðum sem virðir og
verndar líf. Þetta er barátta milli
góðs og ills,“ sagði forsetinn.
Í heimsókninni gengu Trump og
Salman, konungur Sádi-Arabíu, frá
stórum vopnasölusamningi milli
Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu sem
hljóðar upp á 110 milljarða dollara,
eða um 11 þúsund milljarða ís-
lenskra króna. Samningurinn er
tryggir að sögn talsmanna Hvíta
hússins öryggi og festu Sádi-Arabíu,
en landið er einn helsti bandamaður
Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.
Eiginkona Trumps, Melania
Trump, og dóttir hans Ivanka voru
báðar með í för og vakti athygli að
hvorug þeirra bar slæðu í heimsókn-
inni. Þá hitti Ivanka Trump hóp sádi-
arabískra kvenna og ræddi kven-
frelsisbaráttu kvenna um allan heim
og þær hindranir sem mæta konum.
AFP
Leiðtogar Donald Trump gerði stóran vopnasölusamning við Sádi-Arabíu í
opinberri heimsókn sinni og ræddi einnig öfgahópa innan íslam.
Trump sækir Sádi-Arabíu heim
Norður-Kóreumenn gerðu enn eina
eldflaugatilraunina um helgina.
Skotið var á loft meðaldrægu flug-
skeyti frá Puchang-tilraunasvæð-
inu í Pyongan-héraði en það var
suðurkóreska herráðið sem sagði
fyrst frá skotinu. Sérfræðingar
bandaríska hersins staðfestu síðar
að um svipaða gerð af tilraunaskoti
væri að ræða og Norður-Kórea
gerði tilraun með í febrúar á þessu
ári.
Eldflaugin sem skotið var á loft
er talin hafa lent einhvers staðar í
Japanshafi að sögn BBC, en hún er
sögð hafa um 500 km drægni.
Japanir leggjast gegn þessum til-
raunum og segjast hafa gert at-
hugasemdir við tilraunirnar við
Norður-Kóreu.
Þá hefur NATO sagt að tilraunir
Norður-Kóreu með langdrægar
eldflaugar séu ógn við heimsfriðinn.
Fjöldi norðurkóreskra eldflauga-
tilrauna hefur valdið ugg á alþjóða-
vísu og spennu í samskiptum við
Bandaríkin.
Við þeim liggur blátt bann af
hálfu Sameinuðu þjóðanna. Tvær
tilraunir í mars enduðu með því að
flaugarnar sprungu skömmu eftir
flugtak, en þá er talið að Norður-
Kórea hafi verið að prófa flaugar
sem hafa 700 km drægni.
AFP
Spenna Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafa verið gagnrýndar af
Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og fleiri ríkjum auk NATO.
Norður-Kórea gerir enn
eina eldflaugatilraunina
Hassan Rouhani, forseti Írans, var
endurkjörinn með þó nokkrum yfir-
burðum í forsetakosningum sem
fram fóru á föstudag.
Fjórir voru í framboði og hlaut
Rouhani 58 prósent atkvæða. Því
kom ekki til þess að kjósa þyrfti á
milli þeirra tveggja sem flest at-
kvæði fengu, en eins og í Frakk-
landi þarf forseti landsins að hljóta
meirihluta greiddra atkvæða ella
er kosið milli þeirra tveggja efstu.
Helsti keppinautur Rouhanis var
íhaldsklerkurinn Ebrahim Rais.
Þetta eru tólftu forsetakosning-
arnar sem haldnar eru í Íran, en 55
milljónir eru á kjörskrá í landinu.
Hassan Rouhani
kjörinn forseti
ÍRAN
AFP
Kosning Hassan Rouhani forseti Íran.