Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2006, Page 4

Freyr - 01.11.2006, Page 4
HROSSARÆKT Stöðumat á aðbúnaði hesta á húsi Aðbúnaður og velferð hesta hér- lendis hefur á síðustu árum notið vaxandi athygli. Á þetta ekki síst við aðbúnað og velferð yfir vetrar- mánuðina, hvort sem er á útigangi eða á húsi. Lengi þótti ekkert tiltökumál að „setja hesta á guð og gaddinn" og óþarft að fóðra útiganginn. Aðbúnaður hesta á húsi var nær sá sami í áratugi - hestar stóðu í þröngum básum á misjöfnu undirlagi vetrarlangt. Með vaxandi þekkingu hefur mönnum orð- ið Ijóst að huga þarf vel að aðbúnaði og velferð, sé hestinum ætlað að sýna það sem í honum býr. Skilningur á þörfum hesta og vellíðan er þarna lykilatriði. Þar sem stór hluti reiðhesta landsmanna er á húsi vetrar- langt, er mikilvægt að hesthús og allt nær- umhverfi hestanna sé þannig hannað að hestunum líði sem best. Hönnun hesthúsa og nærumhverfis hesta hér á landi hefur á undanförnum árum að mestu verið byggð á reynslu hestamanna, en litlar rannsóknir hafa enn farið fram á atferli, aðbúnaði og velferð hesta á húsi, né heldur athugað hver staða húsvistar hesta er almennt. Til að meta stöðu húsvistar hesta var ákveðið að gera nánari athugun með tilviljanakenndu úrtaki hesthúsa. Verkefnið var unnið sem BS-90 lokaverkefni í búvísindum við Land- búnaðarháskóla Islands (Sigtryggur Veigar Herbertsson, 2006). Markmiðið með verk- efninu var að kanna þær aðstæður og aðbúnað sem hestar á húsi eru hafðir við í dag. VAL HESTHÚSA OG MÆLIÞÆTTIR Verkefnið var unnið í febrúar og mars 2006. Skoðuð voru í heildina 40 hesthús á Norður- og Vesturlandi ásamt Hafnarfirði, Mosfells- bæ og Reykjavík. Hesthúsin voru valin af handahófi og var bankað upp á þar sem sást til mannaferða í hesthúsahverfunum. Áður en farið var á vettvang var útbúinn listi yfir atriði sem skoðuð voru. Að lokinni skoð- un og mælingum var eigandinn spurður hvaða breytingar hann helst vildi gera á komandi árum. STÍURNAR Meðalaldur húsanna sem voru skoðuð var 20 ár og rúmuðu þau að meðaltali 15 hesta. Innréttingar voru alla jafna yngri en húsin en meðalaldur þeirra var 8 ár, trú- lega vegna skiptingar á básum yfir í stfur. Af þeim 570 hestum sem voru í húsunum voru 89% í stíum. Undirlag fyrir hestana var mjög mis- munandi og þar má nefna drenmottur, gúmmímottur og gúmmíbita en algengast var að notast við safnstíur. Hiti í safnstíum er greinilega að ryðja sér til rúms og voru 29% hesthúsa yngri en 5 ára með hita- lagnir undir stfugólfi. Ekkert hús sem var eldra en 5 ára hafði hitalagnir í gólfi. I Ijós kom að stíustærð er stærri í yngri húsunum, en stíustærð var ekki stærri þegar aldur innréttinga var skoðaður sér- Sigtryggur Veigar Herbertsson, meistaranemi við Landbúnaðar- háskóla íslands staklega. Væntanlega er það vegna þess að hesthúsaeigendur eru ekki reiðubúnir að auka það flatarmál sem hver hestur hefur á kostnað þess að fækka í húsunum. Hús smíðuð eftir árið 2000 stóðust öll kröfur um stíustærðir sem reglugerð um Meðalvegghæð á milli stía var 1,62 m. Mynd 2. Háir veggir á milli stía gera hestum erfitt fyrir að bíta hvor annan en í leiðinni minnkar það samskiptamöguleika þeirra. Ljósm. Sigtryggur Veigar Herbertsson Tafla 1 Meðalstærðir stía (m) miðað við fjölda í stíu Hestafjöldi í stíu Flatarmál á hest Staðalfrávik Lengd Breidd Hlutfall Einn 4,4 0,88 2,77 1,59 34% Tveir 3,2 0,61 2,85 2,27 64% Þrír 3,0 0,53 2,95 3,12 2% 4. FREYR 11 2006

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.