Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2006, Qupperneq 9

Freyr - 01.11.2006, Qupperneq 9
SKÓGRÆKT Mýralerki (Larix laricina) Sveigfura (Pinus flexilis) Selja (Salix caprea) MÝRALERKI (Larix laricina) Mýralerki dregur nafn sitt af því að það þolir að vaxa í allblautu landi þótt það kjósi frekar að vaxa á þurrlendi líkt og annað lerki. Það er ættað úr barrskógabelti Norður- Amerfku þar sem það vex sem stök tré eða lundir innan um aðrar tegundir. Það er fremur smávaxin lerkitegund en myndar þéttan við með dökkrauðum kjarna sem er verðmætur til ýmissa nota ekki síður en viður annarra lerkitegunda. Rúmlega 50 ára reynsla er af ræktun mýralerkis hérlendis. Það vex fremur hægt en örugglega og hefur náð um 10 m hæð í Vaglaskógi. Mest höfum við notað af kvæmum frá nágrenni Fairbanks í Alaska og er mýralerki þaðan yfirleitt beinvaxið. Það er mjög harðgert og aðlagað stuttu sumri. Því ætti að vera hægt að rækta það í meiri hæð yfir sjávarmáli en rússalerki. Mýralerki hefur verið gróðursett f litlu magni flest undanfarin ár en um 13.000 plöntur voru gróðursettar 2004, sem er óvenju mikið. Það nýtist í landgræðsluskógrækt, yndis- skógrækt og timburskógrækt, sérstaklega í inndölum á norðanverðu landinu. Árleg gróðursetning ætti að vera um og yfir 20.000 plöntur SVEIGFURA (Pinus flexilis) Sveigfura er háfjallatré frá Klettafjöllum Norður-Ameríku. Hún er fremur smávaxin, fimmnála fura, mjög harðgerð en ekki alltaf beinvaxin, eins og nafnið gefur til kynna. Hún er ekki sérstaklega kröfuhörð á frjó- semi jarðvegs og þolir snjóþyngsl ágætlega. Sveigfura á í vök að verjast f heimkynnum sínum vegna ryðsvepps og getur ísland þvf orðið griðland hennar, líkt og með álminn. Um 50 ára reynsla er af sveigfuru á Hall- ormsstað og hefur hún þar náð 12 m hæð. Hún þroskar fræ árvisst í stórum, skrautleg- um könglum og greinar sveigfuru eru þær allra bestu til jólaskreytinga. Fræið er stórt og ætt. Sveigfura er ekkert notuð í skóg- rækt en ætti að koma vel til greina í ynd- isskógrækt, landgræðsluskógrækt og e.t.v. jólatrjáarækt. Árleg gróðursetning ætti að vera nokkrir tugir þúsunda plantna. SELJA (Salix caprea) Selja ervíðitegund ættuðfrá Norður-Evrópu. Hún er stórvaxin samanborið við aðrar víði- tegundir en ólfkt þeim er erfitt að fjölga henni með græðlingum. Hún er harðgerð, falleg og viður hennar nýtist í smíðar. Hún fær stundum á sig víðiryð en það virðist ekki há henni mikið. Um 70 ára reynsla er af selju á íslandi og hún góð. Hægt er að rækta hana um land allt og nær hún góðum þroska í frjósömum jarðvegi. Hún er mjög lítið notuð f skóg- rækt (aðeins 2500 plöntur gróðursettar 2004) og er eina ástæðan fyrir því að hún er ekki notuð jafn mikið og viðja eða alaska- víðir sú að það þarf að fjölga henni með fræi. Það er hins vegar auðvelt því selja ber fræ á hverju ári. Það þarf bara að hafa fyrir því að tína það og sá. Selju ætti að nota f skjólbeltarækt ekki síður en alaskavíði og sem fóstru í timburskógrækt ekki síður en alaskaösp. Árleg gróðursetning ætti að vera a.m.k. nokkrir tugir þúsunda plantna. FREYR 11 2006 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.