Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2006, Side 10

Freyr - 01.11.2006, Side 10
SKOGRÆKT Blæösp (Populus tremula) og blæaspar- bróðir (Populus tremula x tremuloides) BLÆÖSP (Populus tremula) OG BLÆASPARBRÓÐIR (Populus tremula x tremuloides) Blæösp er algeng tegund í barrskógabelti Evrasíu, en sjaldgæf innlend tegund á íslandi. Hún vex villt á a.m.k. sex stöðum hérlendis og nær bestum þroska í Egilsstaða- skógi þar sem eru 9 m háar aspir. Rúmlega 100 ára gömul dönsk blæösp f Grundarreit í Eyjafirði er um 13 m há. Blæasparlundir þykja fallegir og sum ár fær hún sérlega glæsilega haustliti. Hún breiðist út með rótarskotum og er allt að því eilíf þótt einstakir stofnar lifi aðeins í 100-200 ár. Blæasparbróðir er blendingur blæaspar og frænku hennar frá Norður-Ameríku, nötur- aspar. Blendingurinn er vart þekkjanlegur frá blæösp en hefur mun meiri vaxtarþrótt og er bæði harðger og beinvaxinn. Hann hefur náð um 8 metra hæð á 15 árum á Tumastöðum. Blæösp hefur lítið sem ekkert verið notuð í skógrækt og enn minna í garðrækt, þar sem hún þykir varhugaverð vegna rótarskot- anna. Nokkur kúnst er að fjölga blæösp þar eð hún myndar ekki fræ hérlendis og erfitt er að fjölga henni með vetrargræðlingum. Þó hefur náðst ágætur árangur með vefja- rækt og einnig er hægt að fjölga henni með rótarbútum og sumargræðlingum. Hún er því nokkuð dýr í fjölgun en eflaust má ná fram töluverðri hagræðingu með fjölda- framleiðslu. Blæösp ætti að nota mikið í yndisskóg- rækt og blæasparbróður í timburskógrækt ekki síður en alaskaösp. Árleg gróður- setning ætti að vera a.m.k. nokkrir tugir þúsunda plantna. Gráelri (Alnus incana) og blæelri (Alnus tenuifolia) GRÁELRI (Alnus incana) OG BLÆELRI (Alnus tenuifolia) Þetta eru náskyldar elritegundir, önnur frá Evrasíu en hin frá Norður-Ameríku. Báðar vaxa þær sem tré frekar en runnar og ná bestum þroska með fram ám og lækjum en þola þó að vaxa í ýmsum gerðum jarðvegs. Þær eru með niturbindandi geislasveppi á rótunum og bæta því jarðveg þar sem þær vaxa. Báðar eiga þær til að breiðast út með rótarskotum en þó ekki í sama mæli og blæ- ösp. Viðurinn er svipaður og birkiviður. Löng reynsla er af ræktun gráelris á (slandi. Það er vel aðlagað og vex ágætlega í öllum landshlutum. Sama virðist gilda um blæelri þótt reynslan af því sé ekki eins löng. Gráelrikvæmi frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi virðast öll vera álíka góð og blæ- elrikvæmi frá Alberta og Alaska einnig. Hæsta gráelrið er um 14 m á Hallormsstað. Stundum hefur reynst erfitt að fá fræ af þessum elritegundum og ræktun plantna í gróðrarstöðvum hefur ekki alltaf gengið sem skyldi. Gróðursetning tegundanna í skógrækt hefur því stundum verið talsverð en oft engin. Þessa erfiðleika verður þó að Reyniviður (Sorbus aucuparia) yfirstíga því tegundirnar eru mjög áhuga- verðar. Gráelri og blæelri ætti að nota í alls- konar skógrækt, ekki síst sem fóstrur eða jafnvel sem aðaltegundir í timburskógrækt. Árleg gróðursetning ætti að vera a.m.k. nokkrir tugir þúsunda plantna. REYNIVIÐUR (Sorbus aucuparia) Reyniviður er íslensk trjátegund og öllum kunn, enda vinsælt garðtré allt frá upphafi garðræktar hérlendis. Fyrir utan blómin, berin og haustlitina, er viðurinn afskaplega fallegur og nytsamur. Einhverra hluta vegna datt mönnum ekki í hug að nota reynivið í skógrækt fyrr en á síðustu 5-10 árum. Nú er að verða breyting þar á ef marka má tölur um gróðursetningu, þvf 65.000 reyni- viðarplöntur voru gróðursettar 2004. Er það algert met, en sambærilegar tölur voru 23.000 árið 2003 og aðeins 3.000 árið 2002. Það er vonandi að reyniviður sé að færast úr flokki vanmetinna trjátegunda. Hann má nota í alls konar skógrækt og ætti árleg gróðursetning að nema hundruðum þúsunda plantna. Áburðarpantanir Pöntunarleiðir: www.aburdur.is Sölumenn í héraði Þjónustumiðstöðvar okkar í verslunum Fóðurblöndunnar: FB á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum o Áburðarverksmiðjan - Sfmi: 580 3200 - Fax: 580 3209 - netfang: aburdur@aburdur.is Aburöaruerksmiöjan V _____________________________________________________________________y 9 FREYR 11 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.