Freyr - 01.11.2006, Side 11
SKÓGRÆKT
Lindifura (Pinus cembra og Pinus sibirica)
Evrópulerki (Larix decidua)
LINDIFURA
(Pinus cembra og Pinus sibirica)
Gerður hefur verið greinarmunur á lindifuru
frá fjalllendi Suður-Síberíu og lindifuru frá
Alpafjöllum sem stundum hefur verið kölluð
sembrafura. Ekki verður þó séð að á þeim
sé teljandi munur, hvorki í útliti né aðlögun,
og því eru þær teknar saman sem ein
tegund í umfjöllun hér. Lindifura er háfjalla-
tré, svipað og sveigfura og fjallalerki, er þvf
harðgerð og nægjusöm en ekki hraðvaxta.
Hún myndar efsta skógarbeltið þar sem hún
vex, oft f bland við lerki. Hún er í meðallagi
skuggþolin í æsku en þolir vel að vaxa á ber-
angri. Viður lindifuru er til margs nytsam-
legur eins og viður annarra furutegunda og
fræ hennar eru æt.
Lindifura er til í elstu gróðursettu skógar-
lundum landsins; Furulundinum á Þingvöll-
um, Grundarreit í Eyjafirði og Mörkinni á
Hallormsstað og er því yfir 100 ára reynsla
komin á hana. Hefur hún vaxið áfallalítið
og er yfirleitt mjög beinvaxin. í Hallorms-
staðaskógi vaxa 11 kvæmi lindifuru og
virðist þau öll vera vel aðlöguð. Hæstu trén
eru um 15 m há. Lindifura þroskar hérfræ
á hverju ári og vandræðalaust hefur reynst
að fá fræ erlendis frá. Ekkert er þvf til fyrir-
stöðu að stórauka plöntuframleiðslu. Svo
er lindifura kjörin tegund til fjölgunar með
beinni sáningu.
Lindifura var lengst af hvorki notuð í skóg-
rækt né garðrækt svo nokkru nemi og sætir
það furðu miðað við hvað hún er falleg og
harðgerð. Undanfarin ár hefur áhugi á
henni þó glæðst. Um 15.000 lindifuru-
plöntur voru gróðursettar 2003 og 33.000
árið 2004. Miðað við kosti tegundarinnar
ætti árleg gróðursetning að nema hundruð-
um þúsunda plantna.
EVRÓPULERKI (Larix decidua)
Evrópulerki er ættað frá fjöllum Mið-Evrópu
en ræktað víða á láglendi, t.d. í Frakklandi
og Skotlandi. Það er stórvaxin trjátegund
sem sýnir mikinn vaxtarþrótt í æsku. Það
þolir misjafnan jarðveg en er ekki skugg-
þolið og verður stundum aflagað undir
miklu vindálagi. Viður evrópulerkis er til
fjölda hluta nytsamlegur eins og viður
annarra lerkitegunda.
Yfir 100 ára reynsla er af evrópulerki hér-
lendis og eru gömul tré til í Reykjavík, á Akur-
eyri, í garðinum Skrúð við Dýrafjörð og á Hall-
ormsstað þar sem það hefur náð 20 m hæð.
Öll kvæmi sem hér hafa verið reynd vaxa
heldur langt fram eftir hausti og er haustkal
því algengt. Hins vegar er vaxtarþrótturinn
það mikill að nettó vöxtur er gjarnan meiri
en á rússalerki í samanburðartilraunum, jafn-
vel á Héraði. Á undanförnum árum hefur
borið minna á haustkali en áður og tengist
það eflaust hlýnun loftslags. Ef fram heldur
sem horfir í þeim efnum ætti evrópulerki að
skipa sér sess meðal mest gróðursettu teg-
unda í íslenskri skógrækt. Er það ekki síst
vegna þess að meirihluti lands sem býðst til
skógræktar er fremur rýrt mólendi og rofið
land. Rússalerki hefur sannað sig á slíku
rýrlendi á Norður- og Austurlandi en er ekki
vel aðlagað hafræna loftslaginu á Suður- og
Vesturlandi. Þar hefur stafafura verið nánast
eini kosturinn til skógræktar á rýrlendi til
þessa.
Evrópulerki er e.t.v. vanmetnasta trjáteg-
und á íslandi. Það ætti nú þegar að koma
til greina við hlið stafafuru í skógrækt á
rýrlendi á Suður- og Vesturlandi og þegar
fram líða stundir gæti það tekið við af
rússalerki á Norður- og Austurlandi. Árleg
gróðursetning evrópulerkis á fljótlega að
nema hundruðum þúsunda plantna og fara
upp í milljónir innan áratugar miðað við að
loftslag fari áfram hlýnandi.
LOKAORÐ
Hér í tveimur greinum hafa 22 trjátegundir
verið nefndar til sögunnar sem allar hafa
sannað sig á íslandi, a.m.k. í garðrækt. Fyrir
utan grá/blæelri, mýralerki, lindifuru og
reynivið, sem aukinn áhugi hefur verið á á
allra síðustu árum, eru þessar tegundir lítið
notaðar í skógrækt hér á landi og sumar alls
ekki neitt. Um það má skeggræða hvort hin
eða þessi tegundin eigi heima á listanum og
allmargar aðrar tegundir mættu e.t.v. vera
á honum eftir því hversu miklar kröfur eru
gerðar til reynslu af þeim hérlendis. Aðal-
atriðið er þó að aukin fjölbreytni í tegunda-
vali er af hinu góða út frá fagurfræðilegum
og líffræðilegum sjónarmiðum og auknum
nýtingarmöguleikum í framtíðinni.
Ný tegund kemst ekki I notkun fyrirhafnar-
laust, sérstaklega ekki ef hún á að verða
aðaltegund eins og hér er gerð tillaga um
varðandi evrópulerki. Rannsóknir þurfa að
fara fram til að finna bestu kvæmin og læra
á ræktun tegundarinnar. Æskilegt væri
síðan að fylgja þeim eftir með kynbótum og
frærækt. Samfara þvf þurfa gróðrarstöðvar
að vera tilbúnar til að taka að sér ræktun
plantna, sem felur nokkra áhættu f sér, og
skógræktendur þurfa að vera tilbúnir til að
kaupa plönturnar, sem einnig felur í sér
nokkra áhættu. Temmileg íhaldsemi er af
hinu góða I þessum efnum en menn mega
ekki láta íhaldsemina halda of mikið aftur
af sér.
Sumar þeirra tegunda sem hér hafa verið
nefndar, svo sem askur, gullregn, þallir og
davki, krefjast natni við ræktun eða sér-
stakra aðstæðna á ræktunarstað. Flestar
gera þær þó litlar eða engar sérkröfur og
aukin ræktun þeirra er ekki vandkvæðum
bundin. Gerum framtfðarskóga íslands fjöl-
breytta, fallega og verðmæta.
FREYR 11 2006
11