Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.2006, Blaðsíða 12
BYGGINGAR Hversu lengi duga steyptu gólfbitarnir? Feðgarnir Kristian og Alf Vinning- land í bænum Time á vesturströnd Noregs hafa misjafna reynslu af gæðum steyptra gólfbita. Gæði steypunnar voru svo lítil að ammon- íak smeygði sér inn að járnabinding- unni sem ryðgaði í sundur. Afleiðing- arnar voru þær að skipta þurfti um gólfbita með ærnum tilkostnaði. „Við vissum ekki að ástandið væri svona slæmt fyrr en við byrjuðum að háþrýstiþvo gólfbitana því vatnsgeislinn fór beint í gegn- um gólfið! Því var ekkert annað að gera en að henda gólfinu út áður en illa færi og skepnurnardyttu niður um það. Steyptir gólf- bitar hafa fallið niður í haughús í mörgum fjósum," segja Alf og Kristian. Bitarnir hjá þeim feðgum voru á stnum tíma keyptir í Árdal Betong og dugðu vel í 20 ár áður en þeir skiptu þeim út. Feðgarnir segja að miðað við ástandið hefði átt að skipta fyrir nokkrum árum. Þeir benda einnig á að gæði gólfbitanna hafi verið lítil hjá fleiri framleið- endum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Steyptur gólfbiti frá O.C. Ostrátt sem þeir prófuðu dugði til að mynda M 5 ár. TOPPGÆÐI FRÁ SPENNBETONG Alf og Kristian urðu sér úti um notaða, steypta gólfbita fyrir meira en 20 árum. Þeir voru framleiddir í kringum 1960 og geymdir Traust steypa í gólfbita frá Spennbetong sem er alveg þétt. Hér smýgur ammoníakið ekki inn að járnabindingunni. Þegar bitinn var sagaður í tvennt kom í Ijós að járnabindingin var heil. á bænum eftir að hafa verið í notkun í 10 ár á bænum Kvernelands Fabrikk. í gegn- um árin hafa Alf og Kristian notað þá til að skipta út fyrir ónýta gólfbita. Allt önnur gæði voru í þessum gólfbitum en í þeim nýrri. Kristian og Alf sýna einn steyptan gólf- bita af þessari tegund sem þeir hafa sagað í tvennt. Eftir rúm 40 ár eru bæði steypa og járnabinding jafngóð og þegar gólfbitinn var nýr. Kristian hellir vatni yfir gólfið sem fer ekki inn í steypuna. Því næst hellir hann vatni yfir ónýta steypugólfið frá Árdal sem drekkur í sig vatnið eins og svampur. Þetta sýnir að mati Kristians hina miklu gjá sem er í steypugæðum. HVERNIG ERU GÆÐIN l' DAG? „Gólfbitarnir sem við kaupum í dag eru innfluttir frá Danmörku og Hollandi. Hvað vitum við um gæðin á þeim? Hversu lengi munu hinir nýju gólfbitar duga?" spyr Kristian. „Við fáum uppgefið hversu mikinn þunga nýr steyptur gólfbiti þolir. En við vit- um ekkert hversu mikinn þunga hann þolir eftir nokkur ár," segir hann einnig. Kristian finnst jafnframt að það eigi að innleiða einskonar gæðaeftirlit og tryggingu fyrir kaupendur. Alf Vinningland með rúmlega 40 ára gamlan, steyptan gólfbita frá Spennebetong í Foss Eikeland í Sandnes. Þessi er útbúinn úr traustri steypu og dregur ekki í sig vatn Höfundur frumtexta: Odd Magne Nordmark á norska bændablaðinu Bondevennen. Steypti gólfbitinn frá Árdal er langt frá því að vera þéttur. Ammoníak hefur smeygt sér inn í járnabindinguna sem er ryðguð í gegn eftir 20 ára notkun. Það hefði átt að skipta um fyrir mörgum árum. FREYR 11 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.