Freyr - 01.11.2006, Qupperneq 16
BYGGINGAR
Bogahús - sveigjanleg,
ódýr og dýravæn
Ný tegund gripahúsa í Hollandi
Bóndinn Harrie Houben, sem býr
með kýr og kindur í Hollandi, hefur
reist nýtt gripahús sem byggt er í
boga og hefur ýmsa kosti í för með
sér að hans mati.
Eftir að hafa ráðfært sig við byggingarráð-
gjafa hjá DLV (hollensku landbúnaðarráð-
gjöfinni) um nýja, sveigjanlega og ódýra
byggingaraðferð, ákvað Harrie Houben að
byggja nýtt gripahús með bogaþaki. Nýja
húsið, sem er tilraunaverkefni, rúmar 80
mjólkurkýr og 65 kálfa. Auk þess er mögu-
legt að hafa undir sama þaki 200 kindur í
vetrarfóðrun. Þegar gripahúsið var opnað í
byrjun október komu um 2.500 áhugasamir
gestir í heimsókn. Það sýnir hversu mikill
áhugi er fyrir óhefðbundnum en ódýrum
byggingarlausnum hjá bændum í Hollandi.
ÓDÝR BYGGING OG
VEL BORGUÐ TÍMAVINNA
„Ég hræðist það ekki að vinna en ég vil fá
góð laun fyrir vinnuna," segir Harrie.
Þess vegna vill Harrie spara byggingar-
kostnaðinn eins og mögulegt er. Það voru
mikilvægustu rökin hans fyrir því að velja
bogafjós og hann óttaðist það ekki að vera
fyrstur til þess að ríða á vaðið.
Aðalástæður þess að ódýrara er að byggja
bogahús en hefðbundin hús með gegnheil-
um stálrömmum eru þessar:
• Stálrammarnir eru byggðir upp af eining-
um með þremur rörum sem eru samtengd
meðþvertré. Rammarnirinnihaldahelmingi
minna stál en gegnheilir stálrammar en
eru jafnsterkir. Þess vegna verður kostnað-
urinn mun lægri, sérstaklega vegna hás
stálverðs um þessar mundir.
• Bogarnir ná alveg niður að jörðu og eru
festir é sökkul eða á steinbita. Það leiðir til
minni stálnota því húsbyggjandinn sleppur
við aukaefni til að treysta undirstöður frá
þaki til veggs með styrktarstííum.
• Tveggja laga þakdúkur í stað hefðbundinna
þakplatna. Loftræsting og lofteinangrun á
milli laga. Ekki aðeins ódýrara í innkaupum
heldur einnig í flutningi vegna minna rúm-
máls.
• Auðvelt er að flytja bygginguna og taka í
sundur.
HAUGSÖFNUN í MYKJUTANK
OG FAST GÓLF
Mikið er rætt um það í Hollandi hvort
bændur eigi að vera með haugsöfnun
úti fyrir eða f kjallara. Harrie valdi að vera
með mykjutank úti við en 100 m3 haug-
kjallara við enda hússins. Harrie keypti
verksmiðjuframleidda gólfeiningalausn úr
steypu með raufum langsum og skálaga.
Flórskafa skefur mykjuna sem berst um rauf-
arnar ofan í haugkjallarann. Tvisvar sinnum
í mánuði er mykjunni dælt í mykjutankinn.
Vegna verksmiðjuframleiddra vegg- og gólf-
eininga, kaupa á innréttingu sem hægt
Hollenski bóndinn Harrie Houben telur að
bogahús hafi ýmsa kosti í för með sér.
Hann er fyrsti bóndinn sem
reisir hús af þessari gerð.
Tafla 1. Kostnaður borinn saman á hefðbundnu fjósi fyrir 100 mjólkandi kýr (1.000 m2)
og bogafjósi (áætlaðar tölur samkvæmt gengi norskrar krónu í nóvember 2006).
Hefðbundið fjós ísl. kr. Bogafjós ísl. kr.
Bygging 10.500.000 Bygging 7.600.000
Gólf og haughús 15.200.000 Verksmiðjuframleitt gólf 5.700.000
Mykjutankur 4.700.000
Samtals 25.700.000 Samtals 18.000.000
Einn aðalkostur bogahúsa er lágur byggingarkostnaður vegna
verksmiðjuframleidds byggingarefnis.
Stálrammarnir eru byggðir upp af einingum með þremur rörum
sem eru samtengd með þvertré.
H FrEYR 11 2006