Freyr - 01.11.2006, Síða 19
Illa leikinn farvegur í hliðará Bjarnarfjarðarár á Ströndum. Farvegur fyrir tilbúna tjörn við Norðurá. Liður í mótvægisaðgerðum
Malartaka og efnisflutningar hafa mikil og neikvæð áhrif á vegna vegaframkvæmda við Norðurá er að gera litlar tjarnir/vötn við
búsvæði sjóbleikjuseiða þegar svona er farið að. ána sem nýst geta sem uppeldissvæði fyrir bleikju og jafnvel til veiði.
VEIÐISTAÐAGERÐ
Veiðistaðir geta raskast eða tapast vegna
vegaframkvæmda í og við ár. Einhverjir nýir
staðir verða þó til í staðinn. Mikilvægur hluti
mótvægisaðgerða vegna vegagerðar felst í
veiðistaðagerð og endurbótum á eldri veiði-
stöðum. Stórgrýti hentarvel í veiðistaðagerð.
Einnig er í sumum tilvikum hægt að sameina
búsvæðagerð, veiðistaðagerð og varnir gegn
landbroti.
MALARTAKA ÚR ÁM
ER YFIRLEITT TIL SKAÐA
Á heildina litið ætti að forðast efnistöku úr
árfarvegum. Ef hins vegar verður ekki hjá
því komist er mikilvægt að halda áhrifum
malartöku í lágmarki. Þegar farið er í árfar-
veg er oft ákjósanlegt að taka möl þar sem
malarkeilur myndast við ármót eða þar sem
hliðarár koma í aðalána. Þar sem gert hefur
verið búsvæðamat fyrir fiska ætti það einnig
að vera leiðbeinandi um hvaða svæði skuli
vernda. Forðast ber sérstaklega að byggja
upp vegi með því að ýta efni í vegstæði
upp úr árfarvegi. Miklu skiptir að þar sem
möl er tekin sé gengið vel frá eftir að fram-
kvæmdum lýkur. Einnig er mikilvægt að allar
tímabundnar tilfærslur á árfarvegi séu eins
skammvinnar og kostur er. Það væri ágætt
markmið að reyna að bæta hvern þann
skaða sem óhjákvæmilega verður á lífríki
árinnar með því að skapa ný búsvæði. Varast
ber að skola möl í ánum sjálfum eða vatni
sem rennur í þær. Slíkt hefur neikvæð áhrif á
vatnalíf og áhrifanna getur gætt langt niður
eftir viðkomandi á þegar skolvatnið berst
áfram.
MALARTAKA GETUR í
UNDANTEKNINGARTILVIKUM VERIÐ LIÐ-
UR í MÓTVÆGISAÐGERÐUM
Þar sem vegaframkvæmdir þrengja að far-
vegi ár eða beinlínis breyta honum er hætta
á að áin lendi í einum, þröngum, skjóllitlum
farvegi. Hægt er að draga úr slíkum áhrifum
með því að haga malartöku þannig að far-
vegur sé lækkaður á svæðum i flóðfari sem
ákjósanlegt er að áin eða hluti hennar renni
í. Yfirleitt gildir að betra sé að taka breiðara
og þynnra lag heldur en þrengra og dýpra.
Með því að lækka farveg árinnar á völdum
svæðum, til að mynda þannig að ánni sé
beint yfir mitt árfarið, getur það minnkað
álag og áin er líklegri til að dreifa meira úr
sér. Slík aðgerð getur í ákveðnum tilfellum
dregið úr, til lengri tíma litið, neikvæðum
áhrifum vegagerðar sem þrengir að eða
gengur yfir núverandi árfarveg. Með því
að setja grjótgarða við veginn og skapa ný
búsvæði vatnadýra í stað þeirra sem tapast
er hægt að draga enn frekar úr neikvæðum
áhrifum framkvæmda.
AÐ TAKMARKA NEIKVÆÐ
ÁHRIF BRÚARGERÐAR
Brýr geta breytt rennsli áa og búsvæðum fisk-
seiða. Til að takmarka neikvæð áhrif brúar-
gerðar þarf að hafa brýr sem lengstar án upp-
fyllingar þannig að áin geti farið undir brúna
án þess að vera þvinguð í þröngan farveg. Ef
illa tekst til geta búsvæði skaðast á löngum
kafla neðan brúar. Einnig þarf að tryggja að
ekki verði til gönguhindrun fyrir fiska vegna
brúargerðarinnar. Það er yfirleitt slæmur
kostur þegar ræsi eru sett í stað brúar.
AÐGERÐIR TIL AÐ TRYGGJA AÐ ÁR
RENNI ÁFRAM í KVÍSLUM
Leggja þarf áherslu á að ár renni í sem
breiðustum eða minnst þvinguðum farvegi.
Árkvíslarnar skipta miklu máli fyrir uppeldi
seiða og staðfestir mat á búsvæðum það.
Eftir því sem ár lenda meira í einum farvegi
minnka búsvæði fyrir vatnalífverur og upp-
eldissvæði seiða rýrna. Árkvíslar eru einnig
skjólbetri fyrir seiði en sjálfar aðalárnar.
Bæði skipta því botnflötur og gæði árhluta
máli fyrir uppeldi seiða. Hluti mótvægisað-
gerða felst í að lágmarka langtímaáhrif fram-
kvæmda með því að stuðla sérstaklega að því
að ár renni áfram í kvíslum og þannig að sem
ákjósanlegust búsvæði fyrir fiskseiði séu til
staðar í þeim. Þetta getur jafnvel í sumum til-
vikum þýtt að skammtímaáhrif framkvæmda
séu í ákveðnum tilvikum meiri vegna þess að
öðruvísi sé staðið að framkvæmdum en lang-
tímaáhrifin aftur á móti minni.
AÐ BÚA TIL TJARNIR VIÐ VEGSTÆÐI
Mörg ný vegastæði gefa ákjósanlega mögu-
leika á að búa til tjarnir sem fóstrað geta
bleikju. Gæta þarf þess að þær séu þannig úr
garði gerðar að fiskur/fiskseiði geti haft vetur-
setu í þeim. Mismunandi útfærslur á slíkum
tjörnum eru mögulegar eftir aðstæðum á
hverjum stað. Ein leið er sú að útbúa tjarnir
sem tengdar eru aðalánni með lækjum/
ræsum sem geng eru bæði fiskseiðum sem
og stærri fiski. Slíkar tjarnir geta nýst vel sem
uppeldissvæði fyrir sjóbleikjuseiði, sérstak-
lega stærri seiðin sem nýta tjarnirnar uns
þau ná sjóþroska og ganga til sjávar. Þeir
fiskar veiðast svo síðar sem sjóbleikja í ánni
sjálfri. Önnur leið er sú að útbúa tjarnir, aðal-
lega ofan vegstæðis, sem ekki eru tengdar
ánni þannig að fiskgengt sé á milli. Því væri
ekki um að ræða uppeldissvæði fyrir sjó-
gönguseiði. Slíkir staðir geta hins vegar orðið
uppeldis- og verustaðir bleikju sem ekki fer
annað, en hægt er að nýta með netaveiði
eða stangveiði í sjálfum tjörnunum. Þannig
er hægt að búa til nýjar veiðinytjar.
LOKAORÐ
Hér hafa verið kynntir lauslega ýmsir kostir
í mótvægisaðgerðum vegna vegagerðar. Sú
yfirferð er þó langt í frá tæmandi, aðstæður
eru ólíkar eftir stöðum og þvt henta ólíkar
lausnir. Það ætti þó að vera regla að þegar á
hönnunarstigi sé vandlega farið yfir hvernig
megi lágmarka neikvæð áhrif vegafram-
kvæmda mismunandi vegkosta. Æskilegt
er að gerð sé áætlun um mótvægisaðgerðir
vegna vegagerðar sem hefur áhrif á ár og
vötn og að eftirlit sé haft með framkvæmd-
um á meðan á þeim stendur, hvaða áhrif
þær hafa og útfærslum mótvægisaðgerða.
FREYR 11 2006
19